Það er talað um íslenska liðið í fréttatímum og þáttum út um allan heim en varla hefði nokkur búist við því að fréttamenn sem starfa við NFL-deildina í amerískum fótbolta myndu tala um strákana okkar.
En sú er staðan. Rich Eisen er einn allra vinsælasti fréttamaður og þáttarstjórnandi Bandaríkjanna þegar kemur að NFL-deildinni en hann vinnur á NFL Network og er þar með gríðarlega vinsælt hlaðvarp auk þess sem hann er eitt af andlitum sjónvarpsstöðvarinnar.
Í þætti hans í gær fór Eisen í satt eða logið um Ísland á móti samstarfsmönnum sínum þar sem staðreyndum um Ísland var varpað fram. Eisen hafði sigur að lokum með hjálp frá sjálfum Bryan Cranston úr Breaking Bad. Spurningin tengdist McDonalds.
Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan.
#Iceland improbable #Euro2016 run led us to play "True or False" w/country facts & @BryanCranston helps @richeisen.https://t.co/HdJGNE22M6
— Rich Eisen Show (@RichEisenShow) June 28, 2016