Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í Garðabæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júní 2016 14:37 Strákarnir taka fagnið með stuðningsmönnunum eftir leikinn í gær. vísir Víkingadrunur stuðningsmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa vakið mikla athygli á Evrópumótinu sem núna fer fram í Frakklandi. Margir hafa velt fyrir sér uppruna þessa söngs sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. „Þetta kemur þannig til að árið 2014 spilaði Stjarnan á móti Motherwell frá Skotlandi í Evrópukeppninni. Við vorum nokkrir úr Silfurskeiðinni sem fórum til Skotlands og þar sáum við þetta með berum augum og urðum alveg dolfallnir. Þeir voru með bestu trommur sem við höfðum séð og hluti stuðningsmannanna sungu þetta lag endalaust. Þetta var algjörlega magnað,“ segir Andri Heiðar Sigurþórsson einn af forsprökkum Silfurskeiðarinnar. Drunurnar eru í raun klapp í takt við trommuslátt og eru intro að stuðningsmannalagi Stjörnunnar „Frá Stjörnunni ég aldrei vík, sú tilfinning er engu lík.“ Eftir ferðina til Skotlands tók einn meðlimur Silfurskeiðarinnar, Elías Karl Guðmundsson, sig til og gerði íslenskan texta við lagið sem stuðningsmenn Motherwell höfðu sungið og útkoman varð stuðningsmannalag Garðbæinga.Hér fyrir neðan má heyra lagið.„Tólfustrákarnir fengu þetta svo lánað sem er bara mjög skemmtilegt. Þeir tóku reyndar ekki lagið heldur bara introið, klappið,“ segir Andri og bætir við að það sé alþekkt að söngvar og fögn stuðningsmanna íþróttaliða ferðist um heiminn og á milli liða. Þannig hafi hann ekki hugmynd um það hvort þetta fagn sé upphaflega komið til Motherwell frá einhverjum öðrum stuðningsmönnum. Víkingadrunurnar hafa vakið mikla athygli, eins og reyndar flest það sem tengist á einhvern hátt íslenska landsliðinu enda er árangur þeirra á EM stórbrotinn. Þeir eru nú komnir í 8-liða úrslit mótsins þar sem þeir munu mæta gestgjöfum Frakka á þjóðarleikvangi þeirra, Stade de France, í París á sunnudag.Hér fyrir neðan má sjá mannfjöldann á Arnarhóli taka fagnið eftir leikinn í gær.Hér fyrir neðan má svo heyra söng áhangenda Motherwell.Það var rafmagnað andrúmsloft við Arnarhól. Sjáið víkingafagnið í bláa hafinu hérna heima. #EMÍsland https://t.co/dDYhDYAfyB— Síminn (@siminn) June 27, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Magnað augnablik í leikslok: Aron Einar stýrði stríðssöng bláa hafsins Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekki aðeins vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta stórmóti heldur hafa augu heimsins einnig beinst að íslensku stuðningsmönnunum vegna stríðssöngva þeirra og siguröskra. 28. júní 2016 10:54 Sjáðu strákana fagna með vinum og fjölskyldu í leikslok Gleðin var skiljanlega gríðarlega mikil. 28. júní 2016 12:15 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
Víkingadrunur stuðningsmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa vakið mikla athygli á Evrópumótinu sem núna fer fram í Frakklandi. Margir hafa velt fyrir sér uppruna þessa söngs sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. „Þetta kemur þannig til að árið 2014 spilaði Stjarnan á móti Motherwell frá Skotlandi í Evrópukeppninni. Við vorum nokkrir úr Silfurskeiðinni sem fórum til Skotlands og þar sáum við þetta með berum augum og urðum alveg dolfallnir. Þeir voru með bestu trommur sem við höfðum séð og hluti stuðningsmannanna sungu þetta lag endalaust. Þetta var algjörlega magnað,“ segir Andri Heiðar Sigurþórsson einn af forsprökkum Silfurskeiðarinnar. Drunurnar eru í raun klapp í takt við trommuslátt og eru intro að stuðningsmannalagi Stjörnunnar „Frá Stjörnunni ég aldrei vík, sú tilfinning er engu lík.“ Eftir ferðina til Skotlands tók einn meðlimur Silfurskeiðarinnar, Elías Karl Guðmundsson, sig til og gerði íslenskan texta við lagið sem stuðningsmenn Motherwell höfðu sungið og útkoman varð stuðningsmannalag Garðbæinga.Hér fyrir neðan má heyra lagið.„Tólfustrákarnir fengu þetta svo lánað sem er bara mjög skemmtilegt. Þeir tóku reyndar ekki lagið heldur bara introið, klappið,“ segir Andri og bætir við að það sé alþekkt að söngvar og fögn stuðningsmanna íþróttaliða ferðist um heiminn og á milli liða. Þannig hafi hann ekki hugmynd um það hvort þetta fagn sé upphaflega komið til Motherwell frá einhverjum öðrum stuðningsmönnum. Víkingadrunurnar hafa vakið mikla athygli, eins og reyndar flest það sem tengist á einhvern hátt íslenska landsliðinu enda er árangur þeirra á EM stórbrotinn. Þeir eru nú komnir í 8-liða úrslit mótsins þar sem þeir munu mæta gestgjöfum Frakka á þjóðarleikvangi þeirra, Stade de France, í París á sunnudag.Hér fyrir neðan má sjá mannfjöldann á Arnarhóli taka fagnið eftir leikinn í gær.Hér fyrir neðan má svo heyra söng áhangenda Motherwell.Það var rafmagnað andrúmsloft við Arnarhól. Sjáið víkingafagnið í bláa hafinu hérna heima. #EMÍsland https://t.co/dDYhDYAfyB— Síminn (@siminn) June 27, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Magnað augnablik í leikslok: Aron Einar stýrði stríðssöng bláa hafsins Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekki aðeins vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta stórmóti heldur hafa augu heimsins einnig beinst að íslensku stuðningsmönnunum vegna stríðssöngva þeirra og siguröskra. 28. júní 2016 10:54 Sjáðu strákana fagna með vinum og fjölskyldu í leikslok Gleðin var skiljanlega gríðarlega mikil. 28. júní 2016 12:15 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
Magnað augnablik í leikslok: Aron Einar stýrði stríðssöng bláa hafsins Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekki aðeins vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta stórmóti heldur hafa augu heimsins einnig beinst að íslensku stuðningsmönnunum vegna stríðssöngva þeirra og siguröskra. 28. júní 2016 10:54
Sjáðu strákana fagna með vinum og fjölskyldu í leikslok Gleðin var skiljanlega gríðarlega mikil. 28. júní 2016 12:15