John Cross: Fullkomin niðurlæging fyrir England Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2016 23:42 Kyle Walker og félagar eftir leikinn í kvöld. Vísir/Getty John Cross, blaðamaður Daily Mirror, er einn þekktasti blaðamaður enskrar knattspyrnu. Hann sagði í Fréttablaðinu í morgun að tap gegn Íslandi væru verstu úrslit enskrar knattspyrnu frá upphafi og hann stóð við þau orð í kvöld. „Það er það sem ég sagði í umfjöllun minni um leikinn. Þetta er fullkomin niðurlæging,“ sagði hann við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við höfum samanburð við tapið gegn Bandaríkjunum á HM 1950. En þetta er önnur kynslóð knattspyrnumanna og á öðrum tíma. HM var á byrjunarstigi þá og ég held að þetta sé í raun mesta tap sem enska landsliðið hefur upplifað.“ Hann nefnir þessu til stuðnings að landsliðsþjálfari Englands, Roy Hogdson, hætti strax eftir leik. „Þýðing þessa taps er gríðarlega mikið fyrir enska knattspyrnu. Nú þurfum við að leita að nýjum þjálfara og byrja upp á nýtt.“ „En niðurlægingin er svo mikil. Við eigum góða leikmenn sem líta allir illa út í landsliðstreyju Englands.“ Hann segir að enskir fjölmiðlar geri ekki lítið úr þætti íslenska liðsins í kvöld. „Enska liðið spilaði ekki vel en Ísland spilaði vel. Ísland var mun betra liðið og átti skilið að vinna leikinn,“ sagði hann. „Ísland varðist vel og var skipulagt. Liðið náði líka að spila með smá flæði í sínum leik. Íslendingar sköpuðu sér færi og voru heilt yfir góðir.“ „Það er enska liðið sem var að henda löngum boltum fram. Ísland var vel skipulagt og átti þetta fullkomlega skilið. England á engar afsakanir þó svo að ég sé viss um að einhverjar munu koma.“ „En þú mátt vera viss um að ensku blöðin verða mjög skrautleg á morgun, eftir þetta kvöld. Það er alveg víst.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lið framtíðarinnar í vandræðum Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn "No more years of hurt“. 27. júní 2016 07:30 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sjá meira
John Cross, blaðamaður Daily Mirror, er einn þekktasti blaðamaður enskrar knattspyrnu. Hann sagði í Fréttablaðinu í morgun að tap gegn Íslandi væru verstu úrslit enskrar knattspyrnu frá upphafi og hann stóð við þau orð í kvöld. „Það er það sem ég sagði í umfjöllun minni um leikinn. Þetta er fullkomin niðurlæging,“ sagði hann við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við höfum samanburð við tapið gegn Bandaríkjunum á HM 1950. En þetta er önnur kynslóð knattspyrnumanna og á öðrum tíma. HM var á byrjunarstigi þá og ég held að þetta sé í raun mesta tap sem enska landsliðið hefur upplifað.“ Hann nefnir þessu til stuðnings að landsliðsþjálfari Englands, Roy Hogdson, hætti strax eftir leik. „Þýðing þessa taps er gríðarlega mikið fyrir enska knattspyrnu. Nú þurfum við að leita að nýjum þjálfara og byrja upp á nýtt.“ „En niðurlægingin er svo mikil. Við eigum góða leikmenn sem líta allir illa út í landsliðstreyju Englands.“ Hann segir að enskir fjölmiðlar geri ekki lítið úr þætti íslenska liðsins í kvöld. „Enska liðið spilaði ekki vel en Ísland spilaði vel. Ísland var mun betra liðið og átti skilið að vinna leikinn,“ sagði hann. „Ísland varðist vel og var skipulagt. Liðið náði líka að spila með smá flæði í sínum leik. Íslendingar sköpuðu sér færi og voru heilt yfir góðir.“ „Það er enska liðið sem var að henda löngum boltum fram. Ísland var vel skipulagt og átti þetta fullkomlega skilið. England á engar afsakanir þó svo að ég sé viss um að einhverjar munu koma.“ „En þú mátt vera viss um að ensku blöðin verða mjög skrautleg á morgun, eftir þetta kvöld. Það er alveg víst.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lið framtíðarinnar í vandræðum Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn "No more years of hurt“. 27. júní 2016 07:30 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sjá meira
Lið framtíðarinnar í vandræðum Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn "No more years of hurt“. 27. júní 2016 07:30