Gylfi: Stuðningurinn heldur okkur gangandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2016 22:21 Gylfi í baráttunni við Dele Alli. vísir/epa Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn besta leik á EM 2016 þegar Ísland vann England með tveimur mörkum gegn einu í lokaleik 16-liða úrslitanna í Nice í kvöld. „Það er frábært að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir, að jafna metin tveimur mínútum síðar og ná að setja annað mark í fyrri hálfleik. Það sýndi styrk og karakter hjá liðinu,“ sagði Gylfi í samtali við Pétur Marteinsson í Sjónvarpi Símans. „Við náðum að spila aðeins og halda boltanum betur og þá höfðum við aðeins meiri orku í varnarleikinn þegar við misstum hann. En það komu nokkur augnablik þar sem maður hélt að þeir væru að jafna metin. „Það er mikil seigla í þessu liði og erfitt að skapa færi gegn okkur.“ Gylfi þekkir nokkra af ensku leikmönnunum frá því hann lék með Tottenham. Pétur spurði Gylfa um viðbrögð þeirra eftir leik. „Þeir eru niðurbrotnir og það er erfitt fyrir þá að taka þessu. En ég er viss um að þeir eiga eftir að koma til baka. Þeir eru á leið í frí og mæta svo tilbúnir til leiks þegar tímabilið byrjar,“ sagði Gylfi sem hlakkar til leiksins við Frakka í 8-liða úrslitum á Stade de France á sunnudaginn. „Við erum á leið til Parísar að spila við Frakka sem verður algjör snilld. Það verða eflaust 85.000 manns á vellinum og geðveik stemmning.“ Íslensku stuðningsmennirnir stóðu sig frábærlega í stúkunni í Nice í kvöld og studdu þétt við bakið á strákunum. Gylfi var að vonum ánægður með stuðninginn. „Þetta er bara vitleysa. Ég held að það hafi verið 30.000 Englendingar á vellinum og það heyrðist ekkert í þeim. Íslensku stuðningsmennirnir sungu allan leikinn og það gefur okkur svo mikið þegar við erum kannski að berjast í vörninni síðustu 10 mínúturnar,“ sagði Gylfi. „Þetta heldur okkur gangandi og við viljum þakka þeim fyrir að koma á enn einn leikinn og vera betri en hinir stuðningsmennirnir.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn besta leik á EM 2016 þegar Ísland vann England með tveimur mörkum gegn einu í lokaleik 16-liða úrslitanna í Nice í kvöld. „Það er frábært að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir, að jafna metin tveimur mínútum síðar og ná að setja annað mark í fyrri hálfleik. Það sýndi styrk og karakter hjá liðinu,“ sagði Gylfi í samtali við Pétur Marteinsson í Sjónvarpi Símans. „Við náðum að spila aðeins og halda boltanum betur og þá höfðum við aðeins meiri orku í varnarleikinn þegar við misstum hann. En það komu nokkur augnablik þar sem maður hélt að þeir væru að jafna metin. „Það er mikil seigla í þessu liði og erfitt að skapa færi gegn okkur.“ Gylfi þekkir nokkra af ensku leikmönnunum frá því hann lék með Tottenham. Pétur spurði Gylfa um viðbrögð þeirra eftir leik. „Þeir eru niðurbrotnir og það er erfitt fyrir þá að taka þessu. En ég er viss um að þeir eiga eftir að koma til baka. Þeir eru á leið í frí og mæta svo tilbúnir til leiks þegar tímabilið byrjar,“ sagði Gylfi sem hlakkar til leiksins við Frakka í 8-liða úrslitum á Stade de France á sunnudaginn. „Við erum á leið til Parísar að spila við Frakka sem verður algjör snilld. Það verða eflaust 85.000 manns á vellinum og geðveik stemmning.“ Íslensku stuðningsmennirnir stóðu sig frábærlega í stúkunni í Nice í kvöld og studdu þétt við bakið á strákunum. Gylfi var að vonum ánægður með stuðninginn. „Þetta er bara vitleysa. Ég held að það hafi verið 30.000 Englendingar á vellinum og það heyrðist ekkert í þeim. Íslensku stuðningsmennirnir sungu allan leikinn og það gefur okkur svo mikið þegar við erum kannski að berjast í vörninni síðustu 10 mínúturnar,“ sagði Gylfi. „Þetta heldur okkur gangandi og við viljum þakka þeim fyrir að koma á enn einn leikinn og vera betri en hinir stuðningsmennirnir.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira