Gylfi: Stuðningurinn heldur okkur gangandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2016 22:21 Gylfi í baráttunni við Dele Alli. vísir/epa Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn besta leik á EM 2016 þegar Ísland vann England með tveimur mörkum gegn einu í lokaleik 16-liða úrslitanna í Nice í kvöld. „Það er frábært að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir, að jafna metin tveimur mínútum síðar og ná að setja annað mark í fyrri hálfleik. Það sýndi styrk og karakter hjá liðinu,“ sagði Gylfi í samtali við Pétur Marteinsson í Sjónvarpi Símans. „Við náðum að spila aðeins og halda boltanum betur og þá höfðum við aðeins meiri orku í varnarleikinn þegar við misstum hann. En það komu nokkur augnablik þar sem maður hélt að þeir væru að jafna metin. „Það er mikil seigla í þessu liði og erfitt að skapa færi gegn okkur.“ Gylfi þekkir nokkra af ensku leikmönnunum frá því hann lék með Tottenham. Pétur spurði Gylfa um viðbrögð þeirra eftir leik. „Þeir eru niðurbrotnir og það er erfitt fyrir þá að taka þessu. En ég er viss um að þeir eiga eftir að koma til baka. Þeir eru á leið í frí og mæta svo tilbúnir til leiks þegar tímabilið byrjar,“ sagði Gylfi sem hlakkar til leiksins við Frakka í 8-liða úrslitum á Stade de France á sunnudaginn. „Við erum á leið til Parísar að spila við Frakka sem verður algjör snilld. Það verða eflaust 85.000 manns á vellinum og geðveik stemmning.“ Íslensku stuðningsmennirnir stóðu sig frábærlega í stúkunni í Nice í kvöld og studdu þétt við bakið á strákunum. Gylfi var að vonum ánægður með stuðninginn. „Þetta er bara vitleysa. Ég held að það hafi verið 30.000 Englendingar á vellinum og það heyrðist ekkert í þeim. Íslensku stuðningsmennirnir sungu allan leikinn og það gefur okkur svo mikið þegar við erum kannski að berjast í vörninni síðustu 10 mínúturnar,“ sagði Gylfi. „Þetta heldur okkur gangandi og við viljum þakka þeim fyrir að koma á enn einn leikinn og vera betri en hinir stuðningsmennirnir.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn besta leik á EM 2016 þegar Ísland vann England með tveimur mörkum gegn einu í lokaleik 16-liða úrslitanna í Nice í kvöld. „Það er frábært að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir, að jafna metin tveimur mínútum síðar og ná að setja annað mark í fyrri hálfleik. Það sýndi styrk og karakter hjá liðinu,“ sagði Gylfi í samtali við Pétur Marteinsson í Sjónvarpi Símans. „Við náðum að spila aðeins og halda boltanum betur og þá höfðum við aðeins meiri orku í varnarleikinn þegar við misstum hann. En það komu nokkur augnablik þar sem maður hélt að þeir væru að jafna metin. „Það er mikil seigla í þessu liði og erfitt að skapa færi gegn okkur.“ Gylfi þekkir nokkra af ensku leikmönnunum frá því hann lék með Tottenham. Pétur spurði Gylfa um viðbrögð þeirra eftir leik. „Þeir eru niðurbrotnir og það er erfitt fyrir þá að taka þessu. En ég er viss um að þeir eiga eftir að koma til baka. Þeir eru á leið í frí og mæta svo tilbúnir til leiks þegar tímabilið byrjar,“ sagði Gylfi sem hlakkar til leiksins við Frakka í 8-liða úrslitum á Stade de France á sunnudaginn. „Við erum á leið til Parísar að spila við Frakka sem verður algjör snilld. Það verða eflaust 85.000 manns á vellinum og geðveik stemmning.“ Íslensku stuðningsmennirnir stóðu sig frábærlega í stúkunni í Nice í kvöld og studdu þétt við bakið á strákunum. Gylfi var að vonum ánægður með stuðninginn. „Þetta er bara vitleysa. Ég held að það hafi verið 30.000 Englendingar á vellinum og það heyrðist ekkert í þeim. Íslensku stuðningsmennirnir sungu allan leikinn og það gefur okkur svo mikið þegar við erum kannski að berjast í vörninni síðustu 10 mínúturnar,“ sagði Gylfi. „Þetta heldur okkur gangandi og við viljum þakka þeim fyrir að koma á enn einn leikinn og vera betri en hinir stuðningsmennirnir.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn