Englendingar kalla þetta versta tapið frá upphafi Bjarki Ármannsson skrifar 27. júní 2016 21:13 Gary Lineker, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands. Vísir/Getty Stærsti sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi vannst rétt í þessu þegar Íslendingar slógu út Englendinga á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi. Fyrir leikinn hefði það þótt nánast hlægileg tilhugsun að sjálfir upphafsmenn knattspyrnunnar yrðu að lúta í lægra fyrir Íslandi. Englendingar mættu til leiks með margar af helstu stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar og mun ríkari sigurhefð en Ísland. Þeir þurftu þó að bíta í það súra epli að tapa fyrir litla Íslandi og viðbrögðin á breskum miðlum beint í kjölfarið eru samhljóma: Þetta var versta tap enska landsliðsins frá upphafi. Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Gary Lineker lýsir því til að mynda hiklaust yfir á Twitter-síðu sinni. Hrósar hann Íslandi fyrir góðan leik en segir það um leið ótækt að England tapi fyrir þjóð sem býr yfir fleiri eldfjöllum en atvinnumönnum í knattspyrnu.The worst defeat in our history. England beaten by a country with more volcanoes than professional footballers. Well played Iceland.— Gary Lineker (@GaryLineker) June 27, 2016 Lýsendur breska ríkisútvarpsins spáðu því að Roy Hodgson landsliðsþjálfari myndi sjálfsagt missa starfið í kvöld eða á morgun vegna tapsins og höfðu rétt fyrir sér. Miðvellingurinn málglaði Joey Barton tekur undir og segir að allt þjálfarateymið þurfi að fjúka. Þá segir Michael Cox, knattspyrnublaðamaður Guardian og ESPN, að enska liðir eigi sér engar afsakanir. Hann segir tapið þó „aðeins“ það versta á stórmóti frá árinu 1950, þegar Englendingar töpuðu fyrir Bandaríkjamönnum á Heimsmeistaramóti í Brasilíu.Dear oh dear. No excuses there, surely England's worst tournament defeat since 1950.— Michael Cox (@Zonal_Marking) June 27, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Gary Lineker: Ekkert lið á EM jafn kraftmikið og Ísland "Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn. 14. júní 2016 22:47 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Sjá meira
Stærsti sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi vannst rétt í þessu þegar Íslendingar slógu út Englendinga á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi. Fyrir leikinn hefði það þótt nánast hlægileg tilhugsun að sjálfir upphafsmenn knattspyrnunnar yrðu að lúta í lægra fyrir Íslandi. Englendingar mættu til leiks með margar af helstu stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar og mun ríkari sigurhefð en Ísland. Þeir þurftu þó að bíta í það súra epli að tapa fyrir litla Íslandi og viðbrögðin á breskum miðlum beint í kjölfarið eru samhljóma: Þetta var versta tap enska landsliðsins frá upphafi. Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Gary Lineker lýsir því til að mynda hiklaust yfir á Twitter-síðu sinni. Hrósar hann Íslandi fyrir góðan leik en segir það um leið ótækt að England tapi fyrir þjóð sem býr yfir fleiri eldfjöllum en atvinnumönnum í knattspyrnu.The worst defeat in our history. England beaten by a country with more volcanoes than professional footballers. Well played Iceland.— Gary Lineker (@GaryLineker) June 27, 2016 Lýsendur breska ríkisútvarpsins spáðu því að Roy Hodgson landsliðsþjálfari myndi sjálfsagt missa starfið í kvöld eða á morgun vegna tapsins og höfðu rétt fyrir sér. Miðvellingurinn málglaði Joey Barton tekur undir og segir að allt þjálfarateymið þurfi að fjúka. Þá segir Michael Cox, knattspyrnublaðamaður Guardian og ESPN, að enska liðir eigi sér engar afsakanir. Hann segir tapið þó „aðeins“ það versta á stórmóti frá árinu 1950, þegar Englendingar töpuðu fyrir Bandaríkjamönnum á Heimsmeistaramóti í Brasilíu.Dear oh dear. No excuses there, surely England's worst tournament defeat since 1950.— Michael Cox (@Zonal_Marking) June 27, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Gary Lineker: Ekkert lið á EM jafn kraftmikið og Ísland "Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn. 14. júní 2016 22:47 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Sjá meira
Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45
Gary Lineker: Ekkert lið á EM jafn kraftmikið og Ísland "Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn. 14. júní 2016 22:47