Alan Shearer: Tap fyrir Íslandi yrði mesta niðurlæging í sögu enska landsliðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2016 12:00 vísir/getty/vilhelm Ef England tapar fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice í kvöld verður það mesta niðurlæging í sögu enska landsliðsins. Þetta segir Alan Shearer, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands, í pistli sínum í The Sun. Shearer að sigur sé það eina sem komi til greina hjá enska liðinu og það þurfi að vinna leikinn sannfærandi „Ekkert vesen, ekkert rugl, engar afsakanir og alls ekki neinar vítaspyrnur,“ segir Shearer sem skoraði 30 mörk í 63 landsleikjum á árunum 1992-2000. „Ég er ekki bara að tala um í þessum leik heldur í næsta leik líka. Þrátt fyrir það hafi verið vonbrigði að vinna ekki riðilinn er Ísland mótherji sem England vildi fá. Við verðum einfaldlega að vinna þennan leik og það sannfærandi til að byggja upp sjálfstraust sem hefur sárlega vantað.“Sjá einnig: EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, gerði sex breytingar á enska liðinu fyrir leikinn gegn Slóvakíu sem endaði með markalausu jafntefli. Fyrir vikið missti England af toppsætinu í B-riðli.Roy Hodgson er undir mikilli pressu.vísir/gettyHodgson fékk nokkuð harkalega gagnrýni fyrir breytingarnar og ekki bætti úr skák þegar Greg Dyke, formaður enska knattspyrnusambandsins, lét hafa eftir sér að England þyrfti að komast í 8-liða úrslit til að Hodgson fengi nýjan samning. Shearer er ekki ánægður með þessi ummæli formannsins. „Hann var gagnrýndur fyrir breytingarnar en ummælin hjá Dyke voru það síðasta sem hann þurfti á að halda. Það var rangt af honum að segja þetta og tímasetningin var mjög slæm. „Það er nógu mikil pressa á enska liðinu fyrir. Þeir hafa örugglega heyrt af þessu og Hodgson kann Dyke eflaust litlar þakkir fyrir,“ sagði Shearer sem starfar nú sem álitsgjafi hjá BBC.Sjá einnig: Lið framtíðarinnar í vandræðum Shearer segir að pressan á ensku landsliðsmönnunum sé gríðarleg og hún komi í veg fyrir að þeir sýni sitt rétta andlit í landsliðsbúningnum. „Pressan nær til leikmannanna og hún leggst þyngra á suma leikmenn en aðra. Þeir eru oft bara skugginn af sjálfum sér með landsliðinu,“ sagði gamla Newcastle-hetjan. „Leikmenn ættu að njóta þess að spila með landsliðinu því það er eitthvað sem okkur dreymdi alla um sem krakkar. Vandamálið er að ósigur í kvöld yrði mesta niðurlæging í sögu landsliðsins. Það er óhugsandi,“ bætti Shearer við en hann vill sjá Harry Kane og Daniel Sturridge byrja saman í framlínu enska liðsins í kvöld. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Er þetta tölfræðin sem Lars og Heimir ættu að skoða fyrir kvöldið? Arnór Ingvi Traustason hefur skorað fjögur mörk í átta landsleikjum fyrir Ísland. 27. júní 2016 14:00 Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00 Lars: Ég vil vera hérna í eina til tvær vikur til viðbótar Eins og gegn Austurríki gæti leikurinn í kvöld verið sá síðasti hjá Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið. 27. júní 2016 11:00 Eggert: Við vinnum England í vító Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, hefur verið kaffærður með hamingjuóskum eftir velgengni íslenska liðsins á EM. 27. júní 2016 10:30 Hver Íslendingur eytt tæplega hálfri milljón í að elta landsliðið á EM Hvert mark íslenska landsliðsins á Evrópumótinu kostað 153.000 krónur. 27. júní 2016 10:00 Leikur Íslands og Englands stærri fjölmiðlaviðburður en Spánn - Ítalía Það verða um 3.000 Íslendingar á leiknum í Nice í kvöld þar sem strákarnir okkar mæta enska landsliðinu. 27. júní 2016 10:07 Nóg fyrir strákana að hitta á markið í kvöld? | Hart var með Leo í gær Markvörðurinn lélegastur á æfingu enska liðsins og þurfti að bera ábyrgð á ljóninu. 27. júní 2016 09:30 Wayne Rooney vissi ekki um skilaboð enska landsliðsþjálfarans til íslensku leikmannanna Síðast þegar England og Ísland mættust var um 6-1 slátrun að ræða á City of Manchester Stadium. 27. júní 2016 13:30 Ráðleggingar til Íslendinga í Nice á leikdag Engin bílastæði eru í nágrenni við leikvanginn. 27. júní 2016 07:00 EM í dag: Nice í Nice Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni. 27. júní 2016 09:00 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira
Ef England tapar fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice í kvöld verður það mesta niðurlæging í sögu enska landsliðsins. Þetta segir Alan Shearer, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands, í pistli sínum í The Sun. Shearer að sigur sé það eina sem komi til greina hjá enska liðinu og það þurfi að vinna leikinn sannfærandi „Ekkert vesen, ekkert rugl, engar afsakanir og alls ekki neinar vítaspyrnur,“ segir Shearer sem skoraði 30 mörk í 63 landsleikjum á árunum 1992-2000. „Ég er ekki bara að tala um í þessum leik heldur í næsta leik líka. Þrátt fyrir það hafi verið vonbrigði að vinna ekki riðilinn er Ísland mótherji sem England vildi fá. Við verðum einfaldlega að vinna þennan leik og það sannfærandi til að byggja upp sjálfstraust sem hefur sárlega vantað.“Sjá einnig: EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, gerði sex breytingar á enska liðinu fyrir leikinn gegn Slóvakíu sem endaði með markalausu jafntefli. Fyrir vikið missti England af toppsætinu í B-riðli.Roy Hodgson er undir mikilli pressu.vísir/gettyHodgson fékk nokkuð harkalega gagnrýni fyrir breytingarnar og ekki bætti úr skák þegar Greg Dyke, formaður enska knattspyrnusambandsins, lét hafa eftir sér að England þyrfti að komast í 8-liða úrslit til að Hodgson fengi nýjan samning. Shearer er ekki ánægður með þessi ummæli formannsins. „Hann var gagnrýndur fyrir breytingarnar en ummælin hjá Dyke voru það síðasta sem hann þurfti á að halda. Það var rangt af honum að segja þetta og tímasetningin var mjög slæm. „Það er nógu mikil pressa á enska liðinu fyrir. Þeir hafa örugglega heyrt af þessu og Hodgson kann Dyke eflaust litlar þakkir fyrir,“ sagði Shearer sem starfar nú sem álitsgjafi hjá BBC.Sjá einnig: Lið framtíðarinnar í vandræðum Shearer segir að pressan á ensku landsliðsmönnunum sé gríðarleg og hún komi í veg fyrir að þeir sýni sitt rétta andlit í landsliðsbúningnum. „Pressan nær til leikmannanna og hún leggst þyngra á suma leikmenn en aðra. Þeir eru oft bara skugginn af sjálfum sér með landsliðinu,“ sagði gamla Newcastle-hetjan. „Leikmenn ættu að njóta þess að spila með landsliðinu því það er eitthvað sem okkur dreymdi alla um sem krakkar. Vandamálið er að ósigur í kvöld yrði mesta niðurlæging í sögu landsliðsins. Það er óhugsandi,“ bætti Shearer við en hann vill sjá Harry Kane og Daniel Sturridge byrja saman í framlínu enska liðsins í kvöld.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Er þetta tölfræðin sem Lars og Heimir ættu að skoða fyrir kvöldið? Arnór Ingvi Traustason hefur skorað fjögur mörk í átta landsleikjum fyrir Ísland. 27. júní 2016 14:00 Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00 Lars: Ég vil vera hérna í eina til tvær vikur til viðbótar Eins og gegn Austurríki gæti leikurinn í kvöld verið sá síðasti hjá Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið. 27. júní 2016 11:00 Eggert: Við vinnum England í vító Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, hefur verið kaffærður með hamingjuóskum eftir velgengni íslenska liðsins á EM. 27. júní 2016 10:30 Hver Íslendingur eytt tæplega hálfri milljón í að elta landsliðið á EM Hvert mark íslenska landsliðsins á Evrópumótinu kostað 153.000 krónur. 27. júní 2016 10:00 Leikur Íslands og Englands stærri fjölmiðlaviðburður en Spánn - Ítalía Það verða um 3.000 Íslendingar á leiknum í Nice í kvöld þar sem strákarnir okkar mæta enska landsliðinu. 27. júní 2016 10:07 Nóg fyrir strákana að hitta á markið í kvöld? | Hart var með Leo í gær Markvörðurinn lélegastur á æfingu enska liðsins og þurfti að bera ábyrgð á ljóninu. 27. júní 2016 09:30 Wayne Rooney vissi ekki um skilaboð enska landsliðsþjálfarans til íslensku leikmannanna Síðast þegar England og Ísland mættust var um 6-1 slátrun að ræða á City of Manchester Stadium. 27. júní 2016 13:30 Ráðleggingar til Íslendinga í Nice á leikdag Engin bílastæði eru í nágrenni við leikvanginn. 27. júní 2016 07:00 EM í dag: Nice í Nice Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni. 27. júní 2016 09:00 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira
Er þetta tölfræðin sem Lars og Heimir ættu að skoða fyrir kvöldið? Arnór Ingvi Traustason hefur skorað fjögur mörk í átta landsleikjum fyrir Ísland. 27. júní 2016 14:00
Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00
Lars: Ég vil vera hérna í eina til tvær vikur til viðbótar Eins og gegn Austurríki gæti leikurinn í kvöld verið sá síðasti hjá Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið. 27. júní 2016 11:00
Eggert: Við vinnum England í vító Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, hefur verið kaffærður með hamingjuóskum eftir velgengni íslenska liðsins á EM. 27. júní 2016 10:30
Hver Íslendingur eytt tæplega hálfri milljón í að elta landsliðið á EM Hvert mark íslenska landsliðsins á Evrópumótinu kostað 153.000 krónur. 27. júní 2016 10:00
Leikur Íslands og Englands stærri fjölmiðlaviðburður en Spánn - Ítalía Það verða um 3.000 Íslendingar á leiknum í Nice í kvöld þar sem strákarnir okkar mæta enska landsliðinu. 27. júní 2016 10:07
Nóg fyrir strákana að hitta á markið í kvöld? | Hart var með Leo í gær Markvörðurinn lélegastur á æfingu enska liðsins og þurfti að bera ábyrgð á ljóninu. 27. júní 2016 09:30
Wayne Rooney vissi ekki um skilaboð enska landsliðsþjálfarans til íslensku leikmannanna Síðast þegar England og Ísland mættust var um 6-1 slátrun að ræða á City of Manchester Stadium. 27. júní 2016 13:30
Ráðleggingar til Íslendinga í Nice á leikdag Engin bílastæði eru í nágrenni við leikvanginn. 27. júní 2016 07:00
EM í dag: Nice í Nice Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni. 27. júní 2016 09:00