Tekjur af ferðamönnum Oddný G. Harðardóttir skrifar 27. júní 2016 00:00 Ferðaþjónustan er á skömmum tíma orðin stærsta atvinnugrein þjóðarinnar. Því fylgja góðar gjaldeyristekjur og atvinnutækifæri en einnig það að fleiri nýta sér þjónustu sem greidd er úr ríkissjóði. Ríkisstjórnin hefur ekki brugðist við auknum kostnaði og er bæði stefnu- og ráðalaus sem bitnar á þjónustu við ferðamenn og íbúa landsins. Ef ekki verður gripið um stjórnartaumana er líklegast að orðspor Íslands sem ferðamannastaðar skaðist og að fjárfestingar sem ráðist hefur verið í beri sig ekki, með slæmum fjárhagslegum afleiðingum. Við í Samfylkingunni krefjumst aðgerða strax og viljum að:Heilbrigðisþjónusta og sjúkraflutningar verði styrktir um allt land.Lögreglu verði gert kleift að sinna íbúum jafnt sem ferðamönnum.Viðhald vega verði aukið umtalsvert.Öryggi ferðamanna verði bætt og uppbygging ferðamannastaða efld.Íbúðum verði fjölgað verulega, svo ásókn ferðaþjónustunnar spenni ekki upp húsnæðisverð og framboð verði nægilegt fyrir fjölskyldur sem þurfa þak yfir höfuðið.Tekjur af ferðamönnum renni líka til sveitarfélaga. Ferðamenn greiða lágan virðisaukaskatt af gistingu og afþreyingu. Með hækkun virðisaukaskatts í almennt þrep með hæfilegum aðlögunartíma fengjust um tíu milljarðar króna árlega í ríkissjóð til að mæta auknum útgjöldum. Ég tel það einföldustu og bestu leiðina til að bregðast við vandanum. Og í virðisaukaskattskerfinu er allt klappað og klárt. Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar hefur leitt til þess að almenningur ber nú kostnaðinn en ferðamennirnir fá afslátt. Það gengur ekki lengur. Við verðum að stýra þróuninni og skapa ferðaþjónustunni almenn rekstrarskilyrði sem gefa tekjur til viðhalds vega, í heilbrigðisþjónustu, verndun náttúru og löggæslu. Þannig greiða ferðamennirnir fyrir uppbyggingu sem nýtist bæði greininni og íbúum um allt land.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er á skömmum tíma orðin stærsta atvinnugrein þjóðarinnar. Því fylgja góðar gjaldeyristekjur og atvinnutækifæri en einnig það að fleiri nýta sér þjónustu sem greidd er úr ríkissjóði. Ríkisstjórnin hefur ekki brugðist við auknum kostnaði og er bæði stefnu- og ráðalaus sem bitnar á þjónustu við ferðamenn og íbúa landsins. Ef ekki verður gripið um stjórnartaumana er líklegast að orðspor Íslands sem ferðamannastaðar skaðist og að fjárfestingar sem ráðist hefur verið í beri sig ekki, með slæmum fjárhagslegum afleiðingum. Við í Samfylkingunni krefjumst aðgerða strax og viljum að:Heilbrigðisþjónusta og sjúkraflutningar verði styrktir um allt land.Lögreglu verði gert kleift að sinna íbúum jafnt sem ferðamönnum.Viðhald vega verði aukið umtalsvert.Öryggi ferðamanna verði bætt og uppbygging ferðamannastaða efld.Íbúðum verði fjölgað verulega, svo ásókn ferðaþjónustunnar spenni ekki upp húsnæðisverð og framboð verði nægilegt fyrir fjölskyldur sem þurfa þak yfir höfuðið.Tekjur af ferðamönnum renni líka til sveitarfélaga. Ferðamenn greiða lágan virðisaukaskatt af gistingu og afþreyingu. Með hækkun virðisaukaskatts í almennt þrep með hæfilegum aðlögunartíma fengjust um tíu milljarðar króna árlega í ríkissjóð til að mæta auknum útgjöldum. Ég tel það einföldustu og bestu leiðina til að bregðast við vandanum. Og í virðisaukaskattskerfinu er allt klappað og klárt. Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar hefur leitt til þess að almenningur ber nú kostnaðinn en ferðamennirnir fá afslátt. Það gengur ekki lengur. Við verðum að stýra þróuninni og skapa ferðaþjónustunni almenn rekstrarskilyrði sem gefa tekjur til viðhalds vega, í heilbrigðisþjónustu, verndun náttúru og löggæslu. Þannig greiða ferðamennirnir fyrir uppbyggingu sem nýtist bæði greininni og íbúum um allt land.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar