Sjáðu greiningu Pepsi-markanna á leikmannamálum KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2016 18:15 KR tapaði sínum þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla þegar Skagamenn komu í heimsókn á fimmtudagskvöldið. Staða KR er ekki glæsileg en eftir níu leiki er liðið aðeins með níu stig í 9. sæti deildarinnar. Og í dag var Bjarni Guðjónsson, þjálfari liðsins, látinn taka pokann sinn. Í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi var farið ítarlega yfir málefni KR enda af nógu að taka.Sjá einnig: Kristinn: Vonumst til að vera búnir að ráða þjálfara á mánudaginn Logi Ólafsson og Kristján Guðmundsson voru gestir Harðar Magnússonar og þeir gagnrýndu stefnu KR í leikmannamálum en fjölmargir leikmenn hafa komið og farið úr Vesturbænum á undanförnum mánuðum. „Þetta er alltof mikil leikmannavelta og það eru alltof margir góðir leikmenn sem eru farnir á skömmum tíma,“ sagði Kristján sem velti því fyrir sér hvort þeim leikmönnum sem spiluðu með Bjarna hjá KR á sínum tíma hafi þótt óþægilegt að hafa hann sem þjálfara.mynd/skjáskotLogi tók í sama streng með leikmannaveltuna hjá KR og benti á að litlar breytingar á milli ára væru oft lykilinn að árangri, eins og var hjá KR árin á undan. „Það var alltaf sami kjarninn í liðinu. Það er nauðsynlegt að gera 1-3 breytingar á hverju ári en þegar þetta er svona segir sagan okkur að það er andskotanum erfiðara að búa til lið sem nær einhverjum árangri,“ sagði Logi sem setur einnig spurningarmerki við dönsku leiðina sem var farin hjá KR en fimm danskir leikmenn leika með liðinu. „Svo má velta þessari dönsku innrás í Vesturbæinn fyrir sér. Hefur hún heppnast? Að mínu mati nei,“ sagði Logi og bætti því við að leikmaður eins og Michael Præst hentaði leikstíl KR ekki.Sjá einnig: Uppbótartíminn: Bless Bjarni | Myndbönd Hörður og félagar ræddu einnig um hver bæri ábyrgð á leikmannakaupunum hjá KR. „Mér finnst að það eigi að vera einhver stefna og aðferðarfræði hjá hverju félagi. Það þarf því að líta krítískt á það hverjir koma og fara,“ sagði Logi sem þjálfaði KR á árunum 2007-10. „Þarna finnst mér stjórnin líka bera ábyrgð. Hvaða ábyrgð ætla þeir sem hafa völdin í þessu máli að taka?“Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. 24. júní 2016 22:44 Framherjar KR: Meira en þúsund mínútur án marks í sumar KR-ingar duttu niður í 9. sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar. 24. júní 2016 23:36 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
KR tapaði sínum þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla þegar Skagamenn komu í heimsókn á fimmtudagskvöldið. Staða KR er ekki glæsileg en eftir níu leiki er liðið aðeins með níu stig í 9. sæti deildarinnar. Og í dag var Bjarni Guðjónsson, þjálfari liðsins, látinn taka pokann sinn. Í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi var farið ítarlega yfir málefni KR enda af nógu að taka.Sjá einnig: Kristinn: Vonumst til að vera búnir að ráða þjálfara á mánudaginn Logi Ólafsson og Kristján Guðmundsson voru gestir Harðar Magnússonar og þeir gagnrýndu stefnu KR í leikmannamálum en fjölmargir leikmenn hafa komið og farið úr Vesturbænum á undanförnum mánuðum. „Þetta er alltof mikil leikmannavelta og það eru alltof margir góðir leikmenn sem eru farnir á skömmum tíma,“ sagði Kristján sem velti því fyrir sér hvort þeim leikmönnum sem spiluðu með Bjarna hjá KR á sínum tíma hafi þótt óþægilegt að hafa hann sem þjálfara.mynd/skjáskotLogi tók í sama streng með leikmannaveltuna hjá KR og benti á að litlar breytingar á milli ára væru oft lykilinn að árangri, eins og var hjá KR árin á undan. „Það var alltaf sami kjarninn í liðinu. Það er nauðsynlegt að gera 1-3 breytingar á hverju ári en þegar þetta er svona segir sagan okkur að það er andskotanum erfiðara að búa til lið sem nær einhverjum árangri,“ sagði Logi sem setur einnig spurningarmerki við dönsku leiðina sem var farin hjá KR en fimm danskir leikmenn leika með liðinu. „Svo má velta þessari dönsku innrás í Vesturbæinn fyrir sér. Hefur hún heppnast? Að mínu mati nei,“ sagði Logi og bætti því við að leikmaður eins og Michael Præst hentaði leikstíl KR ekki.Sjá einnig: Uppbótartíminn: Bless Bjarni | Myndbönd Hörður og félagar ræddu einnig um hver bæri ábyrgð á leikmannakaupunum hjá KR. „Mér finnst að það eigi að vera einhver stefna og aðferðarfræði hjá hverju félagi. Það þarf því að líta krítískt á það hverjir koma og fara,“ sagði Logi sem þjálfaði KR á árunum 2007-10. „Þarna finnst mér stjórnin líka bera ábyrgð. Hvaða ábyrgð ætla þeir sem hafa völdin í þessu máli að taka?“Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. 24. júní 2016 22:44 Framherjar KR: Meira en þúsund mínútur án marks í sumar KR-ingar duttu niður í 9. sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar. 24. júní 2016 23:36 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. 24. júní 2016 22:44
Framherjar KR: Meira en þúsund mínútur án marks í sumar KR-ingar duttu niður í 9. sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar. 24. júní 2016 23:36