Breska pressan var mætt á svæðið þar sem næsti leikur Íslands er á móti Englandi en Eiður Smári var spurður spjörunum úr um enska boltann, sinn langa feril, íslenska liðið og margt fleira. Hann svaraði hverri spurningunni á fætur annarri af mikilli fagmennsku.
Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og kemur upptaka af honum hér innan tíðar. Þangað til má lesa textalýsingu blaðamanns Vísis í Twitter-boxinu hér að neðan.