Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla Kolbeinn Tumi Daðason og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 24. júní 2016 22:44 Bjarni Guðjónsson er í líklega eftirsóttasta starfinu í íslenskum fótbolta en því fylgir mikil pressa. vísir/anton Töluverð pressa er á Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR, eftir tap gegn ÍA á heimavelli í Pepsi-deild karla í fyrrakvöld. KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. KR hefur aðeins unnið tvo sigra í níu leikjum í deildinni í sumar og eru úr leik í bikarnum eftir 2-1 tap gegn 1. deildarliði Selfyssinga á heimavelli. Rót hefur verið á þjálfarateymi KR-inga undanfarnar vikur þar sem aðstoðarþjálfarinn, Guðmundur Benediktsson, hefur verið í aðalhlutverki í umfjöllun Símans í kringum Evrópumótið. Nú er Arnar Gunnlaugsson kominn inn í þjálfarateymið en það breytti litlu þegar Skagamenn komu í heimsókn í fyrradag. Fyrstu níu leikir Fram undir stjórn Bjarna í fyrra. KR hefur leikið níu deildarleik í sumar. Smellið til að stækka.Mynd/Pepsi-mörkin Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Bjarni var ráðinn sem þjálfari KR fyrir síðasta tímabil. Illa hafði gengið hjá Bjarna sem þjálfara Fram en Safaramýraliðið féll úr efstu deild. Í kjölfarið hætti Bjarni sem þjálfari liðsins en liðið vann sex leiki af 22 í Pepsi-deildinni undir stjórn Bjarna, gerði þrjú jafntefli og tapaði þrettán leikjum. Gagnrýnisraddirnar þögnuðu þó fljótlega því KR-ingar byrjuðu vel undir stjórn Bjarna sumarið 2015. Liðið vann átta af fyrstu tólf deildarleikjunum og þóttu ansi líklegir til að fara alla leið. Liðinu gekk vel í bikarnum þar sem liðið fór alla leið í úrslit þar sem KR tapaði gegn Valsmönnum í úrslitaleik. Leikmannavetla KR undir stjórn Bjarna Guðjóns. Smellið til að stækka.Mynd/Pepsi-mörkin En eftir fyrstu tólf leikina fór að halla undan fæti og er heildartölfræðin í deildarleikjum ekki sérstök. KR hefur unnið sex af síðustu nítján leikjum. Undir stjórn Bjarna hefur KR unnið 14 deildarleiki af 31 eða rétt tæplega helming. Liðið hefur gert 9 jafntefli og tapað átta leikjum.Hörður Magnússon fór vel yfir stöðuna hjá KR í Pepsi-mörkunum í kvöld. Hann tók meðal saman hversu líkt gengi KR er í ár og gengið hjá Fram var sumarið 2014. Fram endaði á því að falla það sumar og Bjarni færði sig yfir í KR.Hér til hliðar má sjá leikmannaveltuna í Vesturbænum undir stjórn Bjarna sem Hörður tók einnig saman fyrir þátt kvöldsins og þeir Kristján Guðmundsson og Logi Ólafsson gagnrýndu í Pepsi-mörkunum í kvöld. Veltu þeir meðal annars fyrir sér hverjir tæku ákvörðun varðandi leikmannakaup. Sagði Logi vanta stefnu í þessum efnum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Töluverð pressa er á Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR, eftir tap gegn ÍA á heimavelli í Pepsi-deild karla í fyrrakvöld. KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. KR hefur aðeins unnið tvo sigra í níu leikjum í deildinni í sumar og eru úr leik í bikarnum eftir 2-1 tap gegn 1. deildarliði Selfyssinga á heimavelli. Rót hefur verið á þjálfarateymi KR-inga undanfarnar vikur þar sem aðstoðarþjálfarinn, Guðmundur Benediktsson, hefur verið í aðalhlutverki í umfjöllun Símans í kringum Evrópumótið. Nú er Arnar Gunnlaugsson kominn inn í þjálfarateymið en það breytti litlu þegar Skagamenn komu í heimsókn í fyrradag. Fyrstu níu leikir Fram undir stjórn Bjarna í fyrra. KR hefur leikið níu deildarleik í sumar. Smellið til að stækka.Mynd/Pepsi-mörkin Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Bjarni var ráðinn sem þjálfari KR fyrir síðasta tímabil. Illa hafði gengið hjá Bjarna sem þjálfara Fram en Safaramýraliðið féll úr efstu deild. Í kjölfarið hætti Bjarni sem þjálfari liðsins en liðið vann sex leiki af 22 í Pepsi-deildinni undir stjórn Bjarna, gerði þrjú jafntefli og tapaði þrettán leikjum. Gagnrýnisraddirnar þögnuðu þó fljótlega því KR-ingar byrjuðu vel undir stjórn Bjarna sumarið 2015. Liðið vann átta af fyrstu tólf deildarleikjunum og þóttu ansi líklegir til að fara alla leið. Liðinu gekk vel í bikarnum þar sem liðið fór alla leið í úrslit þar sem KR tapaði gegn Valsmönnum í úrslitaleik. Leikmannavetla KR undir stjórn Bjarna Guðjóns. Smellið til að stækka.Mynd/Pepsi-mörkin En eftir fyrstu tólf leikina fór að halla undan fæti og er heildartölfræðin í deildarleikjum ekki sérstök. KR hefur unnið sex af síðustu nítján leikjum. Undir stjórn Bjarna hefur KR unnið 14 deildarleiki af 31 eða rétt tæplega helming. Liðið hefur gert 9 jafntefli og tapað átta leikjum.Hörður Magnússon fór vel yfir stöðuna hjá KR í Pepsi-mörkunum í kvöld. Hann tók meðal saman hversu líkt gengi KR er í ár og gengið hjá Fram var sumarið 2014. Fram endaði á því að falla það sumar og Bjarni færði sig yfir í KR.Hér til hliðar má sjá leikmannaveltuna í Vesturbænum undir stjórn Bjarna sem Hörður tók einnig saman fyrir þátt kvöldsins og þeir Kristján Guðmundsson og Logi Ólafsson gagnrýndu í Pepsi-mörkunum í kvöld. Veltu þeir meðal annars fyrir sér hverjir tæku ákvörðun varðandi leikmannakaup. Sagði Logi vanta stefnu í þessum efnum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira