KSÍ tryggt sér 1,5 milljarð með EM og tveir milljarðar króna í pottinum Þórdís Valsdóttir skrifar 25. júní 2016 07:00 Jóhann Berg Guðmundsson fagnar eftir sigurinn gegn Austurríki. Grafík/Birgitta Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hefur nú þegar tryggt sér rúmlega 276 milljónir króna af þeim þremur leikjum sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur leikið á Evrópumeistaramótinu. Þar að auki fær KSÍ um 206 milljónir fyrir að liðið komst upp úr riðlinum og í sextán liða úrslit með sigrinum á Austurríkismönnum á miðvikudag. Ekki má gleyma því að KSÍ hafði einnig tryggt sér ríflega milljarð króna með þátttöku landsliðsins á mótinu. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir veltu KSÍ tvöfaldast á þessu ári út af mótinu. „Fyrirkomulag UEFA er í stuttu máli þannig að við fáum átta milljónir evra fyrir þátttökuna en við berum allan kostnaðinn sjálfir við hana. Allt sem við gerum hér í Frakklandi er greitt af sambandinu og sá kostnaður er gríðarlegur.“Geir Þorsteinsson.vísir/stefánLjóst er að til mikils er að vinna og ef gott gengi landsliðsins heldur áfram í næstu leikjum þá er töluvert meira fé í pottinum. Sambandið fær um 344 milljónir ef landsliðið kemst í átta liða úrslit og um 550 milljónir ef það kemst í undanúrslit á mótinu. Þá hljóta Evrópumeistarar í fótbolta um 1.110 milljónir fyrir sigurleikinn og silfurverðlaunahafarnir um 688 milljónir króna. Geir segir að sú ákvörðun hafi verið tekin áður en út var haldið að 300 milljónir króna rynnu til aðildarfélaga KSÍ. „Ráðgert var að megnið af okkar tekjum af mótinu færi til aðildarfélaganna. Nú erum við hins vegar að fá viðbótartekjur og þeim hefur ekki verið ráðstafað að öðru leyti,“ segir Geir og bætir við að því lengra sem landsliðið fari á mótinu, því meiri verði kostnaðurinn sem KSÍ ber. Að sögn Geirs er KSÍ einnig með afrekskerfi fyrir leikmenn liðsins og þjálfara svo hluti af tekjunum mun fara í það. Hann segir bónusgreiðslur til leikmanna vera trúnaðarmál. „Það er samkomulag á milli KSÍ og leikmannanna,“ segir Geir. Samkvæmt heimildum fréttastofu fengu leikmenn sem dæmi í kringum tvær milljónir króna fyrir hvort jafntefli í riðlakeppninni og fjórar milljónir fyrir sigurinn á Austurríki. Hver leikmaður hefur því fengið í kringum átta milljónir króna í sinn hlut. „Ef við náum svo langt að vinna þessa keppni þá hefur það verulega jákvæð áhrif á fjárhag Knattspyrnusambandsins,“ segir Geir glettinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. júní EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47 Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hefur nú þegar tryggt sér rúmlega 276 milljónir króna af þeim þremur leikjum sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur leikið á Evrópumeistaramótinu. Þar að auki fær KSÍ um 206 milljónir fyrir að liðið komst upp úr riðlinum og í sextán liða úrslit með sigrinum á Austurríkismönnum á miðvikudag. Ekki má gleyma því að KSÍ hafði einnig tryggt sér ríflega milljarð króna með þátttöku landsliðsins á mótinu. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir veltu KSÍ tvöfaldast á þessu ári út af mótinu. „Fyrirkomulag UEFA er í stuttu máli þannig að við fáum átta milljónir evra fyrir þátttökuna en við berum allan kostnaðinn sjálfir við hana. Allt sem við gerum hér í Frakklandi er greitt af sambandinu og sá kostnaður er gríðarlegur.“Geir Þorsteinsson.vísir/stefánLjóst er að til mikils er að vinna og ef gott gengi landsliðsins heldur áfram í næstu leikjum þá er töluvert meira fé í pottinum. Sambandið fær um 344 milljónir ef landsliðið kemst í átta liða úrslit og um 550 milljónir ef það kemst í undanúrslit á mótinu. Þá hljóta Evrópumeistarar í fótbolta um 1.110 milljónir fyrir sigurleikinn og silfurverðlaunahafarnir um 688 milljónir króna. Geir segir að sú ákvörðun hafi verið tekin áður en út var haldið að 300 milljónir króna rynnu til aðildarfélaga KSÍ. „Ráðgert var að megnið af okkar tekjum af mótinu færi til aðildarfélaganna. Nú erum við hins vegar að fá viðbótartekjur og þeim hefur ekki verið ráðstafað að öðru leyti,“ segir Geir og bætir við að því lengra sem landsliðið fari á mótinu, því meiri verði kostnaðurinn sem KSÍ ber. Að sögn Geirs er KSÍ einnig með afrekskerfi fyrir leikmenn liðsins og þjálfara svo hluti af tekjunum mun fara í það. Hann segir bónusgreiðslur til leikmanna vera trúnaðarmál. „Það er samkomulag á milli KSÍ og leikmannanna,“ segir Geir. Samkvæmt heimildum fréttastofu fengu leikmenn sem dæmi í kringum tvær milljónir króna fyrir hvort jafntefli í riðlakeppninni og fjórar milljónir fyrir sigurinn á Austurríki. Hver leikmaður hefur því fengið í kringum átta milljónir króna í sinn hlut. „Ef við náum svo langt að vinna þessa keppni þá hefur það verulega jákvæð áhrif á fjárhag Knattspyrnusambandsins,“ segir Geir glettinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. júní
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47 Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47
Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00