Sjálfsmark skaut Wales í 8-liða úrslit | Sjáðu markið 25. júní 2016 17:45 Skömmu eftir að boltinn hafnaði í netinu. Hal Robson-Kanu, framherji Wales, er himinlifandi en sömu sögu er ekki að segja af Gareth McAuley og Michael McGovern, leikmönnum N-Írlands. Vísir/EPA Ævintýri Gareths Bale og félaga í velska landsliðinu heldur áfram en þeir eru komnir í 8-liða úrslit á EM 2016 eftir 1-0 sigur á N-Írlandi á Parc des Princes í dag. Bale skoraði í öllum leikjunum í riðlakeppninni en komst ekki á blað í dag. Real Madrid-maðurinn átti þó risastóran þátt í eina marki leiksins. Á 75. mínútu átti Bale hættulega fyrirgjöf frá vinstri inn á vítateiginn og Gareth McAuley, miðvörðurinn reyndi, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Annars gerðist fátt markvert í leiknum. Norður-Írum tókst að halda Bale og Aaron Ramsey niðri í fyrri hálfleik fyrir utan eitt skipti þegar sá síðarnefndi skoraði af stuttu færi. Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Norður-Írar ógnuðu aðallega í föstum leikatriðum en gerðu lítið í opnum leik eins og áður á mótinu. Bale var nálægt því að skora sitt fjórða mark á EM á 58. mínútu en Michael McGovern, besti leikmaður N-Írlands á mótinu, varði aukaspyrnu hans vel. Bale var þó ekki hættur og bjó sigurmarkið til þegar stundarfjórðungur var til leiksloka eins og áður sagði. Wales mætir annað hvort Belgíu eða Ungverjalandi í 8-liða úrslitunum í Lille á föstudaginn.McAuley setur boltann í eigið mark setja boltann í eigið mark. komið yfir. 1-0. #EMÍsland https://t.co/3S1m1uuGtO— Síminn (@siminn) June 25, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Sjá meira
Ævintýri Gareths Bale og félaga í velska landsliðinu heldur áfram en þeir eru komnir í 8-liða úrslit á EM 2016 eftir 1-0 sigur á N-Írlandi á Parc des Princes í dag. Bale skoraði í öllum leikjunum í riðlakeppninni en komst ekki á blað í dag. Real Madrid-maðurinn átti þó risastóran þátt í eina marki leiksins. Á 75. mínútu átti Bale hættulega fyrirgjöf frá vinstri inn á vítateiginn og Gareth McAuley, miðvörðurinn reyndi, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Annars gerðist fátt markvert í leiknum. Norður-Írum tókst að halda Bale og Aaron Ramsey niðri í fyrri hálfleik fyrir utan eitt skipti þegar sá síðarnefndi skoraði af stuttu færi. Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Norður-Írar ógnuðu aðallega í föstum leikatriðum en gerðu lítið í opnum leik eins og áður á mótinu. Bale var nálægt því að skora sitt fjórða mark á EM á 58. mínútu en Michael McGovern, besti leikmaður N-Írlands á mótinu, varði aukaspyrnu hans vel. Bale var þó ekki hættur og bjó sigurmarkið til þegar stundarfjórðungur var til leiksloka eins og áður sagði. Wales mætir annað hvort Belgíu eða Ungverjalandi í 8-liða úrslitunum í Lille á föstudaginn.McAuley setur boltann í eigið mark setja boltann í eigið mark. komið yfir. 1-0. #EMÍsland https://t.co/3S1m1uuGtO— Síminn (@siminn) June 25, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn