Brot safnar fyrir frumraun sinni Birgir Örn Steinarsson skrifar 24. júní 2016 14:30 Hljómsveitin Brot (f.v.) Gunnar, Jóhann, Arnar og Óskar eru allir reynsluboltar í rokkinu. Vísir/Brot Rokkhljómsveitin Brot er ný á nálinni þrátt fyrir að liðsmenn hennar hafi verið viðriðnir tónlistarbransann í rúm 20 ár. Sveitin samanstendur af fjórum vinum sem hafa þekkst í nokkur ár en hafa þó aldrei áður verið allir saman í hljómsveit. Liðsmenn Brot eru Arnar Sigurðarson gítarleikari, Jóhann Rafnsson trommari, Óskar Birgisson bassaleikari og Gunnar Sigurðsson söngvari. Arnar og Jóhann voru fyrst saman í dauðarokksveitinni Clockwork Diabolus fyrir rúmum 20 árum síðan. Svo skildust leiðir en tónlistaráhuginn dró þá félaga aftur saman. „Þetta gerðist allt svo eðlilega,“ segir Arnar gítarleikari. „Við höfum nokkrir úr Brot verið saman í hljómsveitum áður en aldrei allir í sömu sveitinni. Svo var bara ákveðið að kýla í aftur og þetta var mjög gaman og gekk vel. Lögin urðu til og voru frambærileg og við erum mjög ánægðir með þetta.“Spila á Eistnaflugi í árSveitin byrjaði á því að fikra sig áfram í upptökum og er fyrsta platan tilbúin. Nú biðla þeir til tónlistarunnenda um að styrkja sig við útgáfuna en það geta þeir gert sem vilja í gegnum Karolinafund. Um 25% þess fjármagns sem vantar hefur þegar safnast en tvær vikur eru í það að söfnuninni ljúki. „Ég hef aldrei reynt að skilgreina þessa tónlist á nokkurn máta. Það hefur aldrei verið útgangspunktur í tónlistinni að reyna skilgreina hana. Það er eflaust fullt af áhrifum þarna en ég held að lýsingin rokk sé ágætis útgangspunktur.“ Brot kemur fram á Eistnaflugi í ár og ætlar þar að frumflytja mörg þeirra laga sem á plötunni verða. Hægt er að fylgjast með sveitinni á Facebook síðu þeirra en þar má heyra brot af þeim lögum sem á plötunni verða.Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband af sveitinni. Tónlist Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Rokkhljómsveitin Brot er ný á nálinni þrátt fyrir að liðsmenn hennar hafi verið viðriðnir tónlistarbransann í rúm 20 ár. Sveitin samanstendur af fjórum vinum sem hafa þekkst í nokkur ár en hafa þó aldrei áður verið allir saman í hljómsveit. Liðsmenn Brot eru Arnar Sigurðarson gítarleikari, Jóhann Rafnsson trommari, Óskar Birgisson bassaleikari og Gunnar Sigurðsson söngvari. Arnar og Jóhann voru fyrst saman í dauðarokksveitinni Clockwork Diabolus fyrir rúmum 20 árum síðan. Svo skildust leiðir en tónlistaráhuginn dró þá félaga aftur saman. „Þetta gerðist allt svo eðlilega,“ segir Arnar gítarleikari. „Við höfum nokkrir úr Brot verið saman í hljómsveitum áður en aldrei allir í sömu sveitinni. Svo var bara ákveðið að kýla í aftur og þetta var mjög gaman og gekk vel. Lögin urðu til og voru frambærileg og við erum mjög ánægðir með þetta.“Spila á Eistnaflugi í árSveitin byrjaði á því að fikra sig áfram í upptökum og er fyrsta platan tilbúin. Nú biðla þeir til tónlistarunnenda um að styrkja sig við útgáfuna en það geta þeir gert sem vilja í gegnum Karolinafund. Um 25% þess fjármagns sem vantar hefur þegar safnast en tvær vikur eru í það að söfnuninni ljúki. „Ég hef aldrei reynt að skilgreina þessa tónlist á nokkurn máta. Það hefur aldrei verið útgangspunktur í tónlistinni að reyna skilgreina hana. Það er eflaust fullt af áhrifum þarna en ég held að lýsingin rokk sé ágætis útgangspunktur.“ Brot kemur fram á Eistnaflugi í ár og ætlar þar að frumflytja mörg þeirra laga sem á plötunni verða. Hægt er að fylgjast með sveitinni á Facebook síðu þeirra en þar má heyra brot af þeim lögum sem á plötunni verða.Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband af sveitinni.
Tónlist Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira