Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Genf, mætti á hótelið til strákanna okkar í Annecy í gærkvöldi í þeim tilgangi að gefa þeim tækifæri til að kjósa í forsetakosningunum. Arnór Ingvi Traustason og Theodór Elmar Bjarnason voru spurðir út í heimsóknina á blaðamannafundinum í Annecy í morgun en í ljós kom að hvorugur hafði nýtt atkvæðarétt sinn.
„Ég kaus ekki þannig að það er betra að Emmi taki þessa spurningu,“ sagði Arnór Ingvi og allir horfðu á Emma.
„Ég kaus reyndar ekki heldur,“ sagði Theodór Elmar og brosti. „Þegar Toggi dró sig út var ég ekki með neinn kandídat í huga,“ bætti Emmi við og vísaði til þess að Þorgrímur Þráinsson, sem er í starfsliðinu, íhugaði alvarlega að bjóða sig fram en gerði svo ekki.
„Ég vona að hinir í liðinu hafi haft vit á því að kjósa réttan mann,“ sagði Elmar.
Þá skaut Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, inn: „Ég kaus réttan mann.“
Hvorki Arnór né Elmar nýttu kosningaréttinn
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti



„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn