EM-dagbók: Lengsti og besti dagur lífs míns Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júní 2016 08:00 Sigurmark í uppbótartíma og að leikurinn var flautaður af var of mikið í einu. vísir/vilhelm Ég er enn að reyna að átta mig á hvað gerðist á þessum tíu mínútum eftir að pólski dómarinn flautaði til leiksloka á Stade de France á miðvikudagskvöldið eftir að Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið gegn Austurríki. Það var eiginlega of mikið að skora sigurmarkið og að leikurinn var flautaður af á sama tíma. Maður var enn að reyna að fagna markinu þegar allt í einu átti maður líka að fara að fagna sigrinum og þeirri staðreynd að strákarnir væru komnir í 16 liða úrslitin. Að sjá liðið gjörsamlega bilast og fara svo til stuðningsmannanna 10.000 og syngja og klappa með þeim eftir þennan sögulega sigur er það magnaðasta sem ég hef upplifað. Allir sem voru þarna hljóta að vera sammála.Tómas Þór Þórðarson.vísir/stefánVið blaðamennirnir fögnuðum ekkert minna en hinn almenni stuðningsmaður í bláu í stúkunni. Við hoppuðum, öskruðum og lögðumst allir í faðma enda höldum við ekkert minna með þessu liði en aðrir. Við algjörlega biluðumst og voru fagnaðarlætin svo mikið að aðrir fréttamenn í stúkunni voru byrjaðir að taka myndbönd af okkur. Það fagna allir árangri íslenska liðsins. Ég gat varla rölt tíu metra á leið minni í viðtöl eftir leikinn án þess að erlendur blaðamaður eða sparkspekingur vildi taka í höndina á mér og óska mér til hamingju eins og ég væri búinn að afreka eitthvað. Það finnst öllum þetta geggjuð saga og það réttilega. Íslendingar fögnuðu svo eftir leik eins og Íslendingum sæmir. Hótelið okkar var í götunni þar sem íslensku stuðningsmennirnir mættu fyrir leik og margir þeirra komu aftur að Moulin Rouge eftir leik. Þar var sungið og trallað langt fram á nótt og í raun morgun.Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson fagna íslenskra sigrinum.Vísir/VilhelmVið blaðamennirnir þurftum að fara snemma að sofa enda var lest til baka til Annecy klukkan 6.30. Maður rétt náði tveggja tíma svefni þarna sem var eins og blundur og fjórum tímum síðar vorum við mættir aftur í vinnuna í Annecy að spjalla við þjálfarana. Dagurinn var sá lengsti á ævi minni en líka sá besti. Þegar við röltum út af hótelinu klukkan 6.30 voru að sjálfsögðu nokkrir Íslendingar enn á fótum. Þrír meistarar sem báru sigur úr býtum í djamminu reyndu að standa í fæturnar og fara yfir heimsmálin. Það var ekki sála á götunni fyrir utan þessa þrjá herramenn. Íslendingar eru nefnilega ólseigir bæði í íþróttum og að djamma. Strákarnir okkar lögðu allt sitt í að ná þessum frábæru úrslitum gegn Austurríki sem varð til þess að við mætum loksins Englandi og stuðningsmennirnir okkar tryggðu að París mun muna eftir þeim. Þvílíkur dagur.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn Framkvæmdastjóri KSÍ segir nauðsynlegt að hafa stuðbolta úr Tólfunni á leiknum gegn Englandi í Nice. 24. júní 2016 07:00 Skora á Lars að halda áfram með landsliðið Íslendingar virðast ekki tilbúnir að kveðja Lars Lagerbäck. 24. júní 2016 08:30 Kraftur úr óvæntri átt Skiptingar þjálfara íslenska landsliðsins í sigurleiknum á Austurríki í París á miðvikudagskvöldið gengu fullkomlega upp. Heimir Hallgrímsson segir þá "kúl“ og kraftmikla stráka sem hann sé afar stoltur af. 24. júní 2016 06:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar Sjá meira
Ég er enn að reyna að átta mig á hvað gerðist á þessum tíu mínútum eftir að pólski dómarinn flautaði til leiksloka á Stade de France á miðvikudagskvöldið eftir að Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið gegn Austurríki. Það var eiginlega of mikið að skora sigurmarkið og að leikurinn var flautaður af á sama tíma. Maður var enn að reyna að fagna markinu þegar allt í einu átti maður líka að fara að fagna sigrinum og þeirri staðreynd að strákarnir væru komnir í 16 liða úrslitin. Að sjá liðið gjörsamlega bilast og fara svo til stuðningsmannanna 10.000 og syngja og klappa með þeim eftir þennan sögulega sigur er það magnaðasta sem ég hef upplifað. Allir sem voru þarna hljóta að vera sammála.Tómas Þór Þórðarson.vísir/stefánVið blaðamennirnir fögnuðum ekkert minna en hinn almenni stuðningsmaður í bláu í stúkunni. Við hoppuðum, öskruðum og lögðumst allir í faðma enda höldum við ekkert minna með þessu liði en aðrir. Við algjörlega biluðumst og voru fagnaðarlætin svo mikið að aðrir fréttamenn í stúkunni voru byrjaðir að taka myndbönd af okkur. Það fagna allir árangri íslenska liðsins. Ég gat varla rölt tíu metra á leið minni í viðtöl eftir leikinn án þess að erlendur blaðamaður eða sparkspekingur vildi taka í höndina á mér og óska mér til hamingju eins og ég væri búinn að afreka eitthvað. Það finnst öllum þetta geggjuð saga og það réttilega. Íslendingar fögnuðu svo eftir leik eins og Íslendingum sæmir. Hótelið okkar var í götunni þar sem íslensku stuðningsmennirnir mættu fyrir leik og margir þeirra komu aftur að Moulin Rouge eftir leik. Þar var sungið og trallað langt fram á nótt og í raun morgun.Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson fagna íslenskra sigrinum.Vísir/VilhelmVið blaðamennirnir þurftum að fara snemma að sofa enda var lest til baka til Annecy klukkan 6.30. Maður rétt náði tveggja tíma svefni þarna sem var eins og blundur og fjórum tímum síðar vorum við mættir aftur í vinnuna í Annecy að spjalla við þjálfarana. Dagurinn var sá lengsti á ævi minni en líka sá besti. Þegar við röltum út af hótelinu klukkan 6.30 voru að sjálfsögðu nokkrir Íslendingar enn á fótum. Þrír meistarar sem báru sigur úr býtum í djamminu reyndu að standa í fæturnar og fara yfir heimsmálin. Það var ekki sála á götunni fyrir utan þessa þrjá herramenn. Íslendingar eru nefnilega ólseigir bæði í íþróttum og að djamma. Strákarnir okkar lögðu allt sitt í að ná þessum frábæru úrslitum gegn Austurríki sem varð til þess að við mætum loksins Englandi og stuðningsmennirnir okkar tryggðu að París mun muna eftir þeim. Þvílíkur dagur.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn Framkvæmdastjóri KSÍ segir nauðsynlegt að hafa stuðbolta úr Tólfunni á leiknum gegn Englandi í Nice. 24. júní 2016 07:00 Skora á Lars að halda áfram með landsliðið Íslendingar virðast ekki tilbúnir að kveðja Lars Lagerbäck. 24. júní 2016 08:30 Kraftur úr óvæntri átt Skiptingar þjálfara íslenska landsliðsins í sigurleiknum á Austurríki í París á miðvikudagskvöldið gengu fullkomlega upp. Heimir Hallgrímsson segir þá "kúl“ og kraftmikla stráka sem hann sé afar stoltur af. 24. júní 2016 06:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar Sjá meira
KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn Framkvæmdastjóri KSÍ segir nauðsynlegt að hafa stuðbolta úr Tólfunni á leiknum gegn Englandi í Nice. 24. júní 2016 07:00
Skora á Lars að halda áfram með landsliðið Íslendingar virðast ekki tilbúnir að kveðja Lars Lagerbäck. 24. júní 2016 08:30
Kraftur úr óvæntri átt Skiptingar þjálfara íslenska landsliðsins í sigurleiknum á Austurríki í París á miðvikudagskvöldið gengu fullkomlega upp. Heimir Hallgrímsson segir þá "kúl“ og kraftmikla stráka sem hann sé afar stoltur af. 24. júní 2016 06:00