Ísland á einn fulltrúa í úrvalsliði Mowbrays; markvörðinn Hannes Þór Halldórsson sem hefur spilað einstaklega vel á sínu fyrsta stórmóti.
Til marks um það hefur Hannes varið flest skot allra markvarða á EM, eða 19 talsins. Norður-Írinn Michael McGovern kemur næstur á eftir Hannesi með 16 skot varin.
Sjá einnig: Hannes Þór: Svo gaman að helst vil ég fara alla leið
England, Ítalía og Frakkland eiga tvo fulltrúa hver í úrvalsliði Mowbrays.
Í vörninni fyrir framan Hannes eru Englendingurinn Kyle Walker, Ítalarnir Leonardo Bonucci og Giorgio Chiellini og Írinn Robbie Brady sem tryggði írska liðinu sæti í 16-liða úrslitum þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Ítalíu í gærkvöldi.
Á miðjunni eru Englendingurinn Eric Dier og Frakkinn N'Golo Kanté og fyrir framan þá Dimitri Payet (Frakklandi), Toni Kroos (Þýskalandi) og Ivan Perisic (Króatíu).
Fremstur er svo Walesverjinn Gareth Bale sem er markahæsti leikmaður mótsins ásamt Spánverjanum Álvaro Morata en þeir hafa báðir gert þrjú mörk á EM.
Do you agree with @Guymowbray's group stage XI?
— BBC Sport (@BBCSport) June 23, 2016
You can select yours here https://t.co/lhrr3E6O29 #MyGroupStageXI pic.twitter.com/H0w36UWxQa