Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2016 11:30 Wayne Rooney er fyrirliði Englands í dag. vísir/epa Íslenska landsiðið í fótbolta mætir því enska í 16 liða úrslitum EM 2016 í Nice á mánudagskvöldið. Þetta varð ljóst eftir að strákarnir okkar unnu Austurríki á Stade de France í gær og tryggðu sér annað sætið í F-riðli. England missti af fysta sætinu í B-riðli í lokaumferðinni þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Slóvakíu en líklega eru enskir bara hæstánægðir með þau úrslit í dag. Ísland og England hafa aðeins mæst tvisvar sinnum á fótboltavellinum og í bæði skiptin var um vináttuleik að ræða. Liðin skildu jöfn, 1-1, á Laugardalsvelli árið 1982 en svo vann England annan vináttuleik liðanna á City of Manchester Stadium í Manchester, 6-1, í júní 2004. Enska landsliðið var þá að undirbúa sig fyrir EM 2004 í Portúgal en á þessum tíma var Wayne Rooney skærasta ungstirnið sem komið hafði upp í enskum fótbolta. Hann skoraði tvö mörk í leiknum, annað þeirra með frábæru skoti sem Árni Gautur Arason réð ekki við. Rooney fór svo með enska liðinu á EM og var alveg frábær en hann meiddist í undanúrslitunum þar sem England féll að sjálfsögðu úr leik í vítaspyrnukeppni gegn gestgjöfum Portúgals. Þessi leikur Englands og Íslands var nokkuð sérstakur því íslensku leikmennirnir máttu ekki tækla þá ensku þar sem þeir óttuðust um að meiðast. Wayne Rooney er í dag fyrirliði enska landsliðsins og markahæstur þess í sögunni en hann mun leiða England út á völlinn í Nice á mánudagskvöldið. Markið hans magnaða fyrir tólf árum má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).It's 12 years since #ENG's last game against #ISL – a 6-1 win in which @WayneRooney scored twice. https://t.co/xt5nQ2yXSA— England (@England) June 22, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47 EM í dag: Ferskleiki í morgunlestinni og kvikmyndin Beethoven Leikurinn sem aldrei gleymist gerður upp á leiðinni aftur til Annecy. 23. júní 2016 10:48 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Æfing strákanna í Annecy kvöldið eftir París var í beinni á Vísi Sólin skín og allir eru brosandi eftir afrekið á Stade de France í gær. 23. júní 2016 10:31 EM dagbók: Þetta gerðist bara í alvörunni! Lífið er svo sannarlega yndislegt. 23. júní 2016 08:48 "Furðuleg orð hjá Lars þegar hann syngur þjóðsönginn“ Hann elskar Ég er kominn heim og er að læra íslensku í gegnum tónlist. 23. júní 2016 10:00 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Sjá meira
Íslenska landsiðið í fótbolta mætir því enska í 16 liða úrslitum EM 2016 í Nice á mánudagskvöldið. Þetta varð ljóst eftir að strákarnir okkar unnu Austurríki á Stade de France í gær og tryggðu sér annað sætið í F-riðli. England missti af fysta sætinu í B-riðli í lokaumferðinni þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Slóvakíu en líklega eru enskir bara hæstánægðir með þau úrslit í dag. Ísland og England hafa aðeins mæst tvisvar sinnum á fótboltavellinum og í bæði skiptin var um vináttuleik að ræða. Liðin skildu jöfn, 1-1, á Laugardalsvelli árið 1982 en svo vann England annan vináttuleik liðanna á City of Manchester Stadium í Manchester, 6-1, í júní 2004. Enska landsliðið var þá að undirbúa sig fyrir EM 2004 í Portúgal en á þessum tíma var Wayne Rooney skærasta ungstirnið sem komið hafði upp í enskum fótbolta. Hann skoraði tvö mörk í leiknum, annað þeirra með frábæru skoti sem Árni Gautur Arason réð ekki við. Rooney fór svo með enska liðinu á EM og var alveg frábær en hann meiddist í undanúrslitunum þar sem England féll að sjálfsögðu úr leik í vítaspyrnukeppni gegn gestgjöfum Portúgals. Þessi leikur Englands og Íslands var nokkuð sérstakur því íslensku leikmennirnir máttu ekki tækla þá ensku þar sem þeir óttuðust um að meiðast. Wayne Rooney er í dag fyrirliði enska landsliðsins og markahæstur þess í sögunni en hann mun leiða England út á völlinn í Nice á mánudagskvöldið. Markið hans magnaða fyrir tólf árum má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).It's 12 years since #ENG's last game against #ISL – a 6-1 win in which @WayneRooney scored twice. https://t.co/xt5nQ2yXSA— England (@England) June 22, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47 EM í dag: Ferskleiki í morgunlestinni og kvikmyndin Beethoven Leikurinn sem aldrei gleymist gerður upp á leiðinni aftur til Annecy. 23. júní 2016 10:48 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Æfing strákanna í Annecy kvöldið eftir París var í beinni á Vísi Sólin skín og allir eru brosandi eftir afrekið á Stade de France í gær. 23. júní 2016 10:31 EM dagbók: Þetta gerðist bara í alvörunni! Lífið er svo sannarlega yndislegt. 23. júní 2016 08:48 "Furðuleg orð hjá Lars þegar hann syngur þjóðsönginn“ Hann elskar Ég er kominn heim og er að læra íslensku í gegnum tónlist. 23. júní 2016 10:00 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Sjá meira
KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47
EM í dag: Ferskleiki í morgunlestinni og kvikmyndin Beethoven Leikurinn sem aldrei gleymist gerður upp á leiðinni aftur til Annecy. 23. júní 2016 10:48
Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56
Æfing strákanna í Annecy kvöldið eftir París var í beinni á Vísi Sólin skín og allir eru brosandi eftir afrekið á Stade de France í gær. 23. júní 2016 10:31
"Furðuleg orð hjá Lars þegar hann syngur þjóðsönginn“ Hann elskar Ég er kominn heim og er að læra íslensku í gegnum tónlist. 23. júní 2016 10:00