Ragnar: Ekki fallegasti sigurinn en skítt með það | Draumur að rætast Tómas Þór Þórðarsson frá París skrifar 22. júní 2016 19:34 Ragnar hafði góðar gætur á austurrísku leikmönnunum í dag. Vísir/Vilhelm „Ég veit ekki alveg hvernig mér líður núna en þegar Arnór skoraði sigurmarkið þá trylltist maður hreint út sagt,“ sagði Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, aðspurður út í tilfinningarnar eftir 2-1 sigur Íslands á Austurríki í lokaleik F-riðilsins í kvöld en Ragnar var ekkert að skafa af því hvort sigurinn hefði verið verðskuldaður. „Maður hugsaði að þetta væri nú ekki fallegur sigur en skítt með það. Við erum komnir áfram og maður tapaði sér af gleði,“ sagði Ragnar sem stóð vakt sína í vörninni í dag með prýði líkt og í fyrstu tveimur leikjum mótsins. Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og hélt boltanum mun betur á upphafsmínútum leiksins en í síðustu leikjum. „Það þurfti ekkert að berja neina trú í okkur, þeir leyfðu okkur að spila út frá Hannesi og þá kom þetta af sjálfu sér. Eftir að við skorum förum við strax að reyna að verja forskotið og eftir á var það kannski lélegt að reyna ekki að ná öðru marki.“ Ragnar hrósaði einnig áhorfendunum í dag en íslensku leikmennirnir sungu með áhorfendum sigurlög eftir leikinn. „Þetta var einfaldlega geðbilun. Það var frábært að sjá hversu margir mættu í dag og allir í bláu og tilbúnir til að syngja. Ég held að fólk viti núna hvað það þýðir að hafa svona stuðning á vellinum og það var ótrúlega gaman að geta deilt þessu með þeim undir lokin.“ Ragnar viðurkenndi að það væri draumur að rætast með því að mæta Englandi í 16-liða úrslitunum. „Mig hefur alltaf dreymt um að spila á móti Englandi eða í ensku deildinni og loksins fæ ég tækifæri til að sýna mig gegn þeim. Við getum notið þessa leiks því öll pressan verður á þeim. Í dag hugsuðum við svolítið út í þetta stig sem við þurftum en við förum inn í þetta með nýtt hugarfar.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira
„Ég veit ekki alveg hvernig mér líður núna en þegar Arnór skoraði sigurmarkið þá trylltist maður hreint út sagt,“ sagði Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, aðspurður út í tilfinningarnar eftir 2-1 sigur Íslands á Austurríki í lokaleik F-riðilsins í kvöld en Ragnar var ekkert að skafa af því hvort sigurinn hefði verið verðskuldaður. „Maður hugsaði að þetta væri nú ekki fallegur sigur en skítt með það. Við erum komnir áfram og maður tapaði sér af gleði,“ sagði Ragnar sem stóð vakt sína í vörninni í dag með prýði líkt og í fyrstu tveimur leikjum mótsins. Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og hélt boltanum mun betur á upphafsmínútum leiksins en í síðustu leikjum. „Það þurfti ekkert að berja neina trú í okkur, þeir leyfðu okkur að spila út frá Hannesi og þá kom þetta af sjálfu sér. Eftir að við skorum förum við strax að reyna að verja forskotið og eftir á var það kannski lélegt að reyna ekki að ná öðru marki.“ Ragnar hrósaði einnig áhorfendunum í dag en íslensku leikmennirnir sungu með áhorfendum sigurlög eftir leikinn. „Þetta var einfaldlega geðbilun. Það var frábært að sjá hversu margir mættu í dag og allir í bláu og tilbúnir til að syngja. Ég held að fólk viti núna hvað það þýðir að hafa svona stuðning á vellinum og það var ótrúlega gaman að geta deilt þessu með þeim undir lokin.“ Ragnar viðurkenndi að það væri draumur að rætast með því að mæta Englandi í 16-liða úrslitunum. „Mig hefur alltaf dreymt um að spila á móti Englandi eða í ensku deildinni og loksins fæ ég tækifæri til að sýna mig gegn þeim. Við getum notið þessa leiks því öll pressan verður á þeim. Í dag hugsuðum við svolítið út í þetta stig sem við þurftum en við förum inn í þetta með nýtt hugarfar.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira
Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45