Lars: Finnur hvergi betur samstilltan leikmannahóp | Eigum möguleika gegn Englandi 22. júní 2016 18:41 Sænski þjálfarinn var gríðarlega stoltur af baráttusemi strákanna í hitanum í París. Vísir/EPA „Þetta var hreint út sagt ótrúlegt, strákarnir hættu ekki að berjast í dag og að gefa sig alla í þetta. Það voru allir með fulla einbeitingu og ég held að þú finnir hvergi annan leikmannahóp sem er jafn vel samstilltur,“ sagði Lars Lagerback, annar þjálfari íslenska landsliðsins, stoltur í samtali við Pétur Marteinsson í París í Sjónvarpi Símans stuttu eftir leik. „Ég get ekki sakast við strákanna fyrir að detta aðeins aftur eftir að við komumst yfir. Aðstæðurnar voru gríðarlega erfiðar í dag, ég er gegnumvotur af hita,“ sagði Lars stoltur um vinnuframlag strákanna sem vörðust af krafti eftir að hafa komist yfir snemma leiks.Sjá einnig:Stórkostlegur sigur strákanna í París Lars hrósaði varamönnunum í dag en Theodór Elmar Bjarnason lagði upp sigurmarkið fyrir Arnór Ingva Traustason. Þá var Sverrir Ingi Ingason öflugur í vítateig íslenska liðsins á síðustu mínútum leiksins. „Þær gengu vel í dag, Arnór og Elmar komu inn með ferska fætur og þeir gátu aðstoðað okkur við að halda boltanum,“ sagði Lars sem var með á hreinu hver mótherjinn yrði. „Við munum njóta þess að hafa unnið þennan leik í kvöld og við fáum auka dag í hvíld fyrir leikinn gegn Englandi. Við fáum auka dag til endurhæfingar og til að leikgreina Englendinga,“ sagði Lars sem vildi ekkert útiloka aðspurður út í möguleika Íslands í þeim leik. „Það er alltaf möguleiki, sama hver mótherjinn er. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik og sjá hverjir verða klárir í slaginn.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
„Þetta var hreint út sagt ótrúlegt, strákarnir hættu ekki að berjast í dag og að gefa sig alla í þetta. Það voru allir með fulla einbeitingu og ég held að þú finnir hvergi annan leikmannahóp sem er jafn vel samstilltur,“ sagði Lars Lagerback, annar þjálfari íslenska landsliðsins, stoltur í samtali við Pétur Marteinsson í París í Sjónvarpi Símans stuttu eftir leik. „Ég get ekki sakast við strákanna fyrir að detta aðeins aftur eftir að við komumst yfir. Aðstæðurnar voru gríðarlega erfiðar í dag, ég er gegnumvotur af hita,“ sagði Lars stoltur um vinnuframlag strákanna sem vörðust af krafti eftir að hafa komist yfir snemma leiks.Sjá einnig:Stórkostlegur sigur strákanna í París Lars hrósaði varamönnunum í dag en Theodór Elmar Bjarnason lagði upp sigurmarkið fyrir Arnór Ingva Traustason. Þá var Sverrir Ingi Ingason öflugur í vítateig íslenska liðsins á síðustu mínútum leiksins. „Þær gengu vel í dag, Arnór og Elmar komu inn með ferska fætur og þeir gátu aðstoðað okkur við að halda boltanum,“ sagði Lars sem var með á hreinu hver mótherjinn yrði. „Við munum njóta þess að hafa unnið þennan leik í kvöld og við fáum auka dag í hvíld fyrir leikinn gegn Englandi. Við fáum auka dag til endurhæfingar og til að leikgreina Englendinga,“ sagði Lars sem vildi ekkert útiloka aðspurður út í möguleika Íslands í þeim leik. „Það er alltaf möguleiki, sama hver mótherjinn er. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik og sjá hverjir verða klárir í slaginn.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45