Lars: Finnur hvergi betur samstilltan leikmannahóp | Eigum möguleika gegn Englandi 22. júní 2016 18:41 Sænski þjálfarinn var gríðarlega stoltur af baráttusemi strákanna í hitanum í París. Vísir/EPA „Þetta var hreint út sagt ótrúlegt, strákarnir hættu ekki að berjast í dag og að gefa sig alla í þetta. Það voru allir með fulla einbeitingu og ég held að þú finnir hvergi annan leikmannahóp sem er jafn vel samstilltur,“ sagði Lars Lagerback, annar þjálfari íslenska landsliðsins, stoltur í samtali við Pétur Marteinsson í París í Sjónvarpi Símans stuttu eftir leik. „Ég get ekki sakast við strákanna fyrir að detta aðeins aftur eftir að við komumst yfir. Aðstæðurnar voru gríðarlega erfiðar í dag, ég er gegnumvotur af hita,“ sagði Lars stoltur um vinnuframlag strákanna sem vörðust af krafti eftir að hafa komist yfir snemma leiks.Sjá einnig:Stórkostlegur sigur strákanna í París Lars hrósaði varamönnunum í dag en Theodór Elmar Bjarnason lagði upp sigurmarkið fyrir Arnór Ingva Traustason. Þá var Sverrir Ingi Ingason öflugur í vítateig íslenska liðsins á síðustu mínútum leiksins. „Þær gengu vel í dag, Arnór og Elmar komu inn með ferska fætur og þeir gátu aðstoðað okkur við að halda boltanum,“ sagði Lars sem var með á hreinu hver mótherjinn yrði. „Við munum njóta þess að hafa unnið þennan leik í kvöld og við fáum auka dag í hvíld fyrir leikinn gegn Englandi. Við fáum auka dag til endurhæfingar og til að leikgreina Englendinga,“ sagði Lars sem vildi ekkert útiloka aðspurður út í möguleika Íslands í þeim leik. „Það er alltaf möguleiki, sama hver mótherjinn er. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik og sjá hverjir verða klárir í slaginn.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira
„Þetta var hreint út sagt ótrúlegt, strákarnir hættu ekki að berjast í dag og að gefa sig alla í þetta. Það voru allir með fulla einbeitingu og ég held að þú finnir hvergi annan leikmannahóp sem er jafn vel samstilltur,“ sagði Lars Lagerback, annar þjálfari íslenska landsliðsins, stoltur í samtali við Pétur Marteinsson í París í Sjónvarpi Símans stuttu eftir leik. „Ég get ekki sakast við strákanna fyrir að detta aðeins aftur eftir að við komumst yfir. Aðstæðurnar voru gríðarlega erfiðar í dag, ég er gegnumvotur af hita,“ sagði Lars stoltur um vinnuframlag strákanna sem vörðust af krafti eftir að hafa komist yfir snemma leiks.Sjá einnig:Stórkostlegur sigur strákanna í París Lars hrósaði varamönnunum í dag en Theodór Elmar Bjarnason lagði upp sigurmarkið fyrir Arnór Ingva Traustason. Þá var Sverrir Ingi Ingason öflugur í vítateig íslenska liðsins á síðustu mínútum leiksins. „Þær gengu vel í dag, Arnór og Elmar komu inn með ferska fætur og þeir gátu aðstoðað okkur við að halda boltanum,“ sagði Lars sem var með á hreinu hver mótherjinn yrði. „Við munum njóta þess að hafa unnið þennan leik í kvöld og við fáum auka dag í hvíld fyrir leikinn gegn Englandi. Við fáum auka dag til endurhæfingar og til að leikgreina Englendinga,“ sagði Lars sem vildi ekkert útiloka aðspurður út í möguleika Íslands í þeim leik. „Það er alltaf möguleiki, sama hver mótherjinn er. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik og sjá hverjir verða klárir í slaginn.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira
Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45