Lofum lónið stjórnarmaðurinn skrifar 22. júní 2016 11:00 Talsvert hefur verið fjallað um verðlagningu á heimsóknum í Bláa lónið í fjölmiðlum undanfarin ár. Yfirleitt hefur slík umfjöllun verið með neikvæðum formerkjum, og þá á þá leið að verðmiðinn sé slíkur að búið sé að gera venjulegum fjölskyldum ókleift að heimsækja lónið án þess að eyða formúu. Nú síðast í vikunni voru fregnir af því að Bláa lónið hefði hafið að innheimta mismunandi verð eftir því hvenær dags eða árs gestir sækja lónið heim. Í sömu frétt var vísað í frétt af afkomu Bláa lónsins undir fyrirsögninni „Bláa lónið hagnast um milljarða“. Kannski er það þetta hugarfar sem stendur ferðaþjónustu á Íslandi fyrir þrifum. Íslendingar eiga engan guðsgefinn rétt til að heimsækja Bláa lónið. Það er í einkaeigu og eigendurnir eiga þann óskoraða rétt að haga rekstrinum eins og þeim þóknast. Að sama skapi hljóta náttúruverndarsjónarmið og sjónarmið um að ferðamannvirki og náttúruperlur skuli standa undir sér að réttlæta hóflega gjaldtöku til ferðamanna, innlendra sem erlendra. Þar víkja einfaldlega meiri hagsmunir fyrir minni. Það verður að skapa tekjur svo hægt sé að standa undir viðhaldi, sporna við ofnýtingu og tryggja öryggi. Þar verða sjónarmið um óheftan og gjaldfrjálsan aðgang Íslendinga að náttúruperlum að víkja. Bláa lónið er raunar ágætt dæmi um hvernig á að byggja upp fyrirtæki í ferðaþjónustu. Margir muna eftir tíð þegar varla var nema einn útiskúr og sturta á svæðinu. Nú er öldin önnur og aðstaðan öll eins og best verður á kosið. Fyrirtæki í einkaeigu hefur tekist að verða einn þekktasti áfangastaður fyrir ferðamenn á landinu. Bláa lónið velti á síðasta ári tæpum átta milljörðum króna, og EBIDTA hagnaður félagsins nam rúmum þremur milljörðum. Starfsmenn eru um fimm hundruð. Óvíða í heiminum þætti tiltökumál að greiða átta þúsund krónur fyrir sundsprett í laug eins og Bláa lóninu. Sambærilegt gjald er til dæmis innheimt til að heimsækja náttúrulaugar í breska bænum Bath (nafngiftin skýrir sig sjálf). Þar, líkt og á Suðurnesjunum, er verðið engin fyrirstaða og böðin frægu standa öðrum þræði undir hagkerfinu á staðnum. Óskandi væri ef ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi tæki Bláa lónið sér til fyrirmyndar. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Talsvert hefur verið fjallað um verðlagningu á heimsóknum í Bláa lónið í fjölmiðlum undanfarin ár. Yfirleitt hefur slík umfjöllun verið með neikvæðum formerkjum, og þá á þá leið að verðmiðinn sé slíkur að búið sé að gera venjulegum fjölskyldum ókleift að heimsækja lónið án þess að eyða formúu. Nú síðast í vikunni voru fregnir af því að Bláa lónið hefði hafið að innheimta mismunandi verð eftir því hvenær dags eða árs gestir sækja lónið heim. Í sömu frétt var vísað í frétt af afkomu Bláa lónsins undir fyrirsögninni „Bláa lónið hagnast um milljarða“. Kannski er það þetta hugarfar sem stendur ferðaþjónustu á Íslandi fyrir þrifum. Íslendingar eiga engan guðsgefinn rétt til að heimsækja Bláa lónið. Það er í einkaeigu og eigendurnir eiga þann óskoraða rétt að haga rekstrinum eins og þeim þóknast. Að sama skapi hljóta náttúruverndarsjónarmið og sjónarmið um að ferðamannvirki og náttúruperlur skuli standa undir sér að réttlæta hóflega gjaldtöku til ferðamanna, innlendra sem erlendra. Þar víkja einfaldlega meiri hagsmunir fyrir minni. Það verður að skapa tekjur svo hægt sé að standa undir viðhaldi, sporna við ofnýtingu og tryggja öryggi. Þar verða sjónarmið um óheftan og gjaldfrjálsan aðgang Íslendinga að náttúruperlum að víkja. Bláa lónið er raunar ágætt dæmi um hvernig á að byggja upp fyrirtæki í ferðaþjónustu. Margir muna eftir tíð þegar varla var nema einn útiskúr og sturta á svæðinu. Nú er öldin önnur og aðstaðan öll eins og best verður á kosið. Fyrirtæki í einkaeigu hefur tekist að verða einn þekktasti áfangastaður fyrir ferðamenn á landinu. Bláa lónið velti á síðasta ári tæpum átta milljörðum króna, og EBIDTA hagnaður félagsins nam rúmum þremur milljörðum. Starfsmenn eru um fimm hundruð. Óvíða í heiminum þætti tiltökumál að greiða átta þúsund krónur fyrir sundsprett í laug eins og Bláa lóninu. Sambærilegt gjald er til dæmis innheimt til að heimsækja náttúrulaugar í breska bænum Bath (nafngiftin skýrir sig sjálf). Þar, líkt og á Suðurnesjunum, er verðið engin fyrirstaða og böðin frægu standa öðrum þræði undir hagkerfinu á staðnum. Óskandi væri ef ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi tæki Bláa lónið sér til fyrirmyndar.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent