Viðskipti innlent

Stjórn­endur fyrir­tækja svart­sýnir

Atli Ísleifsson skrifar
46 prósent stjórnenda í íslensku atvinnulífi telja að hagkerfið muni dragast saman á næstu tólf mánuðum.
46 prósent stjórnenda í íslensku atvinnulífi telja að hagkerfið muni dragast saman á næstu tólf mánuðum. Vísir/Vilhelm

Niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu meðal stjórnenda í fyrirtækjum og stofnunum sýna mikinn viðsnúning í efnahagshorfum litið til næstu tólf mánaða frá því að meirihluti stjórnenda vænti vaxtar í hagkerfinu yfir í að meirihluti stjórnenda væntir nú samdráttar.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins. Þar kemur fram að 46 prósent stjórnenda í íslensku atvinnulífi telji að hagkerfið muni dragast saman á næstu tólf mánuðum samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. 

„Það er mikil aukning frá síðustu könnun sem framkvæmd var í maí þegar einungis 18% stjórnenda töldu að hagkerfið muni dragast saman.

Hlutfall þeirra sem telja að hagkerfið muni vaxa mælist nú 26% en var 56% í maí síðastliðnum.

Mun stærri hluti stjórnenda telja nú að hagkerfið muni dragast saman á næstu tólf mánuðum (46%) en þeir sem telja að það muni vaxa (26%). Um er að ræða algeran viðsnúning frá því í maí þegar talsvert stærri hluti stjórnenda taldi að það myndi vaxa (56%) en dragast saman (18%).

Kannanirnar voru framkvæmdar af Maskínu fyrir Samtök iðnaðarins meðal stjórnenda í fyrirtækjum og stofnunum í nóvember, í maí og í desember,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×