Koller: Frábært að Heimir sé tannlæknir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2016 14:22 Vísir/Getty Marcel Koller, landsliðsþjálfari Austurríkis, var í dag spurður hvað honum þætti um að kollegi hans í íslenska landsliðinu væri tannlæknir. Var þar vitanlega átt við Heimi Hallgrímsson sem starfar sem tannlæknir samhliða knattspyrnuferlinum. „Það er frábært. Það er frábært ef að hann getur látið þetta ganga upp og halda utan um bæði störfin,“ sagði Koller við spurningunni sem kom frá austurrískum blaðmanni. „Það er svo auðvitað mikill kostur að hafa tannlækni í hópnum ef að einhver í honum fær tannverk.“ Koller var einnig spurður hvort að það myndi hagnast íslenska liðinu betur ef að það verður mikil rigning á vellinum á morgun. „Við getum líka spilað í rigningu. En kannski hafa þeir smá forgjöf í því þar sem að þeir eru ef til vill vanari því. En ég er sannfærður um að það verði gæði leikmanna og hlaupageta sem muni ráða úrslitum. Ég á von á leik sem verður í jafnvægi og að bæði lið munu fá færi.“ Hann vildi lítið segja um hvaða leikkerfi austurríska liðið myndi beita og í hvaða stöðu lykilleikmenn eins og David Alaba myndi spila. „Það er margt sem ég hef í huga. Þið þekkið mig. Þið vitið að vanalega verst ég ekki mjög djúpt. Þið verðið bara að bíða og sjá til.“ Austurríki hefur ekki enn náð að skora á mótinu til þessa og þarf að vinna á morgun til að komast áfram. Koller hefur fulla trú á sínum mönnum. „Við ætlum okkur að spila fótbolta. Við höfum fengið færi, líka gegn Portúgal sem er með mjög sterkt lið. Nú snýst þetta um að nýta færin og láta taugarnar ekki hafa betur. Það skiptir ekki máli hvernig, boltinn verður bara að fara yfir línuna.“ „Austurríki hefur aldrei áður komist upp úr riðlakeppninni á EM. Það væri mikill árangur fyrir landið allt ef að það tækist, fyrir leikmennina og starfsliðið.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fuchs: Við munum sækja meira á morgun Christian Fuchs, leikmaður Leicester og fyrirliði austurríska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 21. júní 2016 14:11 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira
Marcel Koller, landsliðsþjálfari Austurríkis, var í dag spurður hvað honum þætti um að kollegi hans í íslenska landsliðinu væri tannlæknir. Var þar vitanlega átt við Heimi Hallgrímsson sem starfar sem tannlæknir samhliða knattspyrnuferlinum. „Það er frábært. Það er frábært ef að hann getur látið þetta ganga upp og halda utan um bæði störfin,“ sagði Koller við spurningunni sem kom frá austurrískum blaðmanni. „Það er svo auðvitað mikill kostur að hafa tannlækni í hópnum ef að einhver í honum fær tannverk.“ Koller var einnig spurður hvort að það myndi hagnast íslenska liðinu betur ef að það verður mikil rigning á vellinum á morgun. „Við getum líka spilað í rigningu. En kannski hafa þeir smá forgjöf í því þar sem að þeir eru ef til vill vanari því. En ég er sannfærður um að það verði gæði leikmanna og hlaupageta sem muni ráða úrslitum. Ég á von á leik sem verður í jafnvægi og að bæði lið munu fá færi.“ Hann vildi lítið segja um hvaða leikkerfi austurríska liðið myndi beita og í hvaða stöðu lykilleikmenn eins og David Alaba myndi spila. „Það er margt sem ég hef í huga. Þið þekkið mig. Þið vitið að vanalega verst ég ekki mjög djúpt. Þið verðið bara að bíða og sjá til.“ Austurríki hefur ekki enn náð að skora á mótinu til þessa og þarf að vinna á morgun til að komast áfram. Koller hefur fulla trú á sínum mönnum. „Við ætlum okkur að spila fótbolta. Við höfum fengið færi, líka gegn Portúgal sem er með mjög sterkt lið. Nú snýst þetta um að nýta færin og láta taugarnar ekki hafa betur. Það skiptir ekki máli hvernig, boltinn verður bara að fara yfir línuna.“ „Austurríki hefur aldrei áður komist upp úr riðlakeppninni á EM. Það væri mikill árangur fyrir landið allt ef að það tækist, fyrir leikmennina og starfsliðið.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fuchs: Við munum sækja meira á morgun Christian Fuchs, leikmaður Leicester og fyrirliði austurríska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 21. júní 2016 14:11 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira
Fuchs: Við munum sækja meira á morgun Christian Fuchs, leikmaður Leicester og fyrirliði austurríska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 21. júní 2016 14:11