Norður-Írland mætir Þýskalandi á EM í dag og jafntefli mun tryggja Norður-Írum farseðilinn í 16-liða úrslit keppninnar.
Þó svo Norður-Írar tapi eiga þeir enn möguleika á að komast áfram enda með þrjú stig eftir sigurinn á Úkraínu.
„Þetta er sérstök stund fyrir Norður-Írland. Ekkert lið er fullkomið og það er okkar að nýta okkur veikleikana í þýska liðinu,“ sagði Michael O'Neill, landsliðsþjálfari Norður-Írlands.
„Er við tryggðum okkur inn á mótið í október og mér hefði verið boðinn úrslitaleikur gegn Þýskalandi um að vinna riðilinn þá hefði ég glaður þegið það. Við munum gera allt sem við getum.“
Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Norður-Írar ætla að stríða Þjóðverjum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti



„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn