Willum: Við erum með betra fótboltalið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2016 22:40 Willum hvetur sína menn áfram í kvöld. Vísir/Eyþór Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, stýrði liði sínu í fyrsta sinn í kvöld í ágætum 2-1 sigri KR á n-írska liðinu Glenavon í forkeppni Evrópudeildarinnar. Var hinn nýbakaði, en reynslumikli þjálfari, þokkalega ánægður með leik sinna manna en hefði þó kosið fleiri mörk. „Spilið í liðinu var gott. Við vorum ákveðnir í því að láta spilið ráða og spila hratt. Það gerir þeim lífið erfiðara, það tókst á köflum mjög vel og það eina sem vantaði var að skora fleiri mörk,“ sagði Willum Þór. Ljóst var á leik Glenavon að liðið var ekki í sínu besta formi en leikmenn þess sóttu þó grimmt í föst leikatriði og voru mjög aðgangsharðir í þeim. Sást það greinilega að Willum leið ekkert sérstaklega vel þegar gestirnir stilltu upp í horn og aukaspyrnur og kallaði hann mikið á sína leikmenn á meðan þeim stóð. „Það er svo mikilvægt að halda einbeitingu í föstu leikatriðunum. Þegar maður er orðinn ákafur í að skora þriðja markið þá eiga menn það til að gleyma sér. Ef ég næ eyrum eins er það þess virði. Þetta hjálpar svo manni sjálfum að vera lifandi í leiknum.“ sagði Willum um föstu leikatriðin. Sigurinn var langþráður enda sá fyrsti síðan í maí og er Willum bjartsýnn á framhaldið. „Þetta er gott fótboltalið og það eru mikil gæði okkar liði. Við vildum sýna það í kvöld og mér fannst það skína úr andlitum okkar að við vildum sigur. Við náðum í sigurinn og erum kátir með það. Þetta gefur okkur aukna trú núna í framhaldinu,“ sagði Willum sem var þó svekktur með að fá á sig útivallamarkið. „Svona hlutir gerast, við verðum bara að setja það á þá á móti í útileiknum. Við erum með betra fótboltalið og ef við gírum okkur vel í þeirra leik þá erum við með gæðin til þess komast áfram.“ Liðin spila aftur eftir slétta viku á Mourneview Park í Lurgan í Norður-Írlandi, þann 7. júlí. Liðið sem hefur betur í þessum tveimur viðureignum mætir svo Grasshoppers frá Sviss í annnarri umferðinni. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Glenavon 2-1 | Loksins kom langþráður sigur KR-inga KR vann ágætan sigur á n-írska liðinu Glenovan í Evrópudeildinni í kvöld. 30. júní 2016 21:30 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, stýrði liði sínu í fyrsta sinn í kvöld í ágætum 2-1 sigri KR á n-írska liðinu Glenavon í forkeppni Evrópudeildarinnar. Var hinn nýbakaði, en reynslumikli þjálfari, þokkalega ánægður með leik sinna manna en hefði þó kosið fleiri mörk. „Spilið í liðinu var gott. Við vorum ákveðnir í því að láta spilið ráða og spila hratt. Það gerir þeim lífið erfiðara, það tókst á köflum mjög vel og það eina sem vantaði var að skora fleiri mörk,“ sagði Willum Þór. Ljóst var á leik Glenavon að liðið var ekki í sínu besta formi en leikmenn þess sóttu þó grimmt í föst leikatriði og voru mjög aðgangsharðir í þeim. Sást það greinilega að Willum leið ekkert sérstaklega vel þegar gestirnir stilltu upp í horn og aukaspyrnur og kallaði hann mikið á sína leikmenn á meðan þeim stóð. „Það er svo mikilvægt að halda einbeitingu í föstu leikatriðunum. Þegar maður er orðinn ákafur í að skora þriðja markið þá eiga menn það til að gleyma sér. Ef ég næ eyrum eins er það þess virði. Þetta hjálpar svo manni sjálfum að vera lifandi í leiknum.“ sagði Willum um föstu leikatriðin. Sigurinn var langþráður enda sá fyrsti síðan í maí og er Willum bjartsýnn á framhaldið. „Þetta er gott fótboltalið og það eru mikil gæði okkar liði. Við vildum sýna það í kvöld og mér fannst það skína úr andlitum okkar að við vildum sigur. Við náðum í sigurinn og erum kátir með það. Þetta gefur okkur aukna trú núna í framhaldinu,“ sagði Willum sem var þó svekktur með að fá á sig útivallamarkið. „Svona hlutir gerast, við verðum bara að setja það á þá á móti í útileiknum. Við erum með betra fótboltalið og ef við gírum okkur vel í þeirra leik þá erum við með gæðin til þess komast áfram.“ Liðin spila aftur eftir slétta viku á Mourneview Park í Lurgan í Norður-Írlandi, þann 7. júlí. Liðið sem hefur betur í þessum tveimur viðureignum mætir svo Grasshoppers frá Sviss í annnarri umferðinni.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Glenavon 2-1 | Loksins kom langþráður sigur KR-inga KR vann ágætan sigur á n-írska liðinu Glenovan í Evrópudeildinni í kvöld. 30. júní 2016 21:30 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Glenavon 2-1 | Loksins kom langþráður sigur KR-inga KR vann ágætan sigur á n-írska liðinu Glenovan í Evrópudeildinni í kvöld. 30. júní 2016 21:30