Willum: Við erum með betra fótboltalið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2016 22:40 Willum hvetur sína menn áfram í kvöld. Vísir/Eyþór Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, stýrði liði sínu í fyrsta sinn í kvöld í ágætum 2-1 sigri KR á n-írska liðinu Glenavon í forkeppni Evrópudeildarinnar. Var hinn nýbakaði, en reynslumikli þjálfari, þokkalega ánægður með leik sinna manna en hefði þó kosið fleiri mörk. „Spilið í liðinu var gott. Við vorum ákveðnir í því að láta spilið ráða og spila hratt. Það gerir þeim lífið erfiðara, það tókst á köflum mjög vel og það eina sem vantaði var að skora fleiri mörk,“ sagði Willum Þór. Ljóst var á leik Glenavon að liðið var ekki í sínu besta formi en leikmenn þess sóttu þó grimmt í föst leikatriði og voru mjög aðgangsharðir í þeim. Sást það greinilega að Willum leið ekkert sérstaklega vel þegar gestirnir stilltu upp í horn og aukaspyrnur og kallaði hann mikið á sína leikmenn á meðan þeim stóð. „Það er svo mikilvægt að halda einbeitingu í föstu leikatriðunum. Þegar maður er orðinn ákafur í að skora þriðja markið þá eiga menn það til að gleyma sér. Ef ég næ eyrum eins er það þess virði. Þetta hjálpar svo manni sjálfum að vera lifandi í leiknum.“ sagði Willum um föstu leikatriðin. Sigurinn var langþráður enda sá fyrsti síðan í maí og er Willum bjartsýnn á framhaldið. „Þetta er gott fótboltalið og það eru mikil gæði okkar liði. Við vildum sýna það í kvöld og mér fannst það skína úr andlitum okkar að við vildum sigur. Við náðum í sigurinn og erum kátir með það. Þetta gefur okkur aukna trú núna í framhaldinu,“ sagði Willum sem var þó svekktur með að fá á sig útivallamarkið. „Svona hlutir gerast, við verðum bara að setja það á þá á móti í útileiknum. Við erum með betra fótboltalið og ef við gírum okkur vel í þeirra leik þá erum við með gæðin til þess komast áfram.“ Liðin spila aftur eftir slétta viku á Mourneview Park í Lurgan í Norður-Írlandi, þann 7. júlí. Liðið sem hefur betur í þessum tveimur viðureignum mætir svo Grasshoppers frá Sviss í annnarri umferðinni. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Glenavon 2-1 | Loksins kom langþráður sigur KR-inga KR vann ágætan sigur á n-írska liðinu Glenovan í Evrópudeildinni í kvöld. 30. júní 2016 21:30 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, stýrði liði sínu í fyrsta sinn í kvöld í ágætum 2-1 sigri KR á n-írska liðinu Glenavon í forkeppni Evrópudeildarinnar. Var hinn nýbakaði, en reynslumikli þjálfari, þokkalega ánægður með leik sinna manna en hefði þó kosið fleiri mörk. „Spilið í liðinu var gott. Við vorum ákveðnir í því að láta spilið ráða og spila hratt. Það gerir þeim lífið erfiðara, það tókst á köflum mjög vel og það eina sem vantaði var að skora fleiri mörk,“ sagði Willum Þór. Ljóst var á leik Glenavon að liðið var ekki í sínu besta formi en leikmenn þess sóttu þó grimmt í föst leikatriði og voru mjög aðgangsharðir í þeim. Sást það greinilega að Willum leið ekkert sérstaklega vel þegar gestirnir stilltu upp í horn og aukaspyrnur og kallaði hann mikið á sína leikmenn á meðan þeim stóð. „Það er svo mikilvægt að halda einbeitingu í föstu leikatriðunum. Þegar maður er orðinn ákafur í að skora þriðja markið þá eiga menn það til að gleyma sér. Ef ég næ eyrum eins er það þess virði. Þetta hjálpar svo manni sjálfum að vera lifandi í leiknum.“ sagði Willum um föstu leikatriðin. Sigurinn var langþráður enda sá fyrsti síðan í maí og er Willum bjartsýnn á framhaldið. „Þetta er gott fótboltalið og það eru mikil gæði okkar liði. Við vildum sýna það í kvöld og mér fannst það skína úr andlitum okkar að við vildum sigur. Við náðum í sigurinn og erum kátir með það. Þetta gefur okkur aukna trú núna í framhaldinu,“ sagði Willum sem var þó svekktur með að fá á sig útivallamarkið. „Svona hlutir gerast, við verðum bara að setja það á þá á móti í útileiknum. Við erum með betra fótboltalið og ef við gírum okkur vel í þeirra leik þá erum við með gæðin til þess komast áfram.“ Liðin spila aftur eftir slétta viku á Mourneview Park í Lurgan í Norður-Írlandi, þann 7. júlí. Liðið sem hefur betur í þessum tveimur viðureignum mætir svo Grasshoppers frá Sviss í annnarri umferðinni.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Glenavon 2-1 | Loksins kom langþráður sigur KR-inga KR vann ágætan sigur á n-írska liðinu Glenovan í Evrópudeildinni í kvöld. 30. júní 2016 21:30 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Glenavon 2-1 | Loksins kom langþráður sigur KR-inga KR vann ágætan sigur á n-írska liðinu Glenovan í Evrópudeildinni í kvöld. 30. júní 2016 21:30