Athyglin beinist svo sannarlega að strákunum okkar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2016 12:45 Ragnar Sigurðsson ræðir við fjölmiðlamenn í Annecy í morgun. Kári Árnason röltir í annað viðtal. Vísir/Vilhelm Um eitt hundrað fjölmiðlamenn víðs vegar að úr Evrópu og frá fleiri heimshornum voru mættir tímanlega á æfingu strákanna okkar í Annecy í morgun til að taka þá tali. Vallarstarfsmenn klöppuðu fyrir okkar mönnum þegar þeir mættu og söknuðu þeirra greinilega en landsliðsstrákarnir fengu hvíldardag í gær. Sumir nýttu fríið í golfhring á meðan aðrir fóru í gislingu eða röltu um miðbæinn. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson segir að það hafi verið mikilvægt fyrir leikmenn að fá smá frí frá hótelinu, frí frá þjálfurunum og liðsfundum. Nú er það hins vegar alvaran á nýjan leik og nauðsynlegt að leikmenn haldi fókus þrátt fyrir alla athyglina í öllum heimshornum.„Það er svo mikið hæp í kringum þetta. Ef þú ætlar að lesa allt það sem er skrifað um íslenska landsliðið eða hvern einasta leikmann mundi þér ekki duga dagurinn til þess. Ef við ætluðum að eyða öllum deginum í það að vera frægir þá erum við ekki að fókusa á það sem skiptir máli,“ segir Heimir. Nú þurfi að einbeita sér alfarið að Frakklandsleiknum. Athyglin hefur ekki síst verið á Ragnari Sigurðssyni, miðverðinum úr Árbænum, sem er orðaður við ýmis félög eftir frábæra frammistöðu á mótinu, ekki síst gegn Englandi í Nice. Ragnar telur ekkert til í orðrómi um áhuga Liverpool, félagsins sem miðvörðurinn hefur stutt frá unga aldri, en segist geta nýtt sér athyglina til hvatningar. „Þetta er aukahvatning fyrir mig. Það er gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem maður er að gera og þá langar mann að leggja enn harðar að sér.“Ragnar Sigurðsson ræðir við sænsku pressuna, á sænsku.Vísir/VilhelmLars Lagerbäck minntist á það á fundi með blaðamönnum í gær að hann hefði þurft að áminna nokkra leikmenn í fyrrakvöld sem mættu of seint í kvöldmat. Liðið þyrfti að sýna 100 prósent fagmennsku innan sem utan fallar. „Ef menn eru að verða eitthvað „sloppy“ eða eru að að skíta upp á bak verður aðeins að skamma okkur,“ segir Ragnar. „Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir að menn gleyma hinu eða þessu. Þá verður alvöru kall eins og hann að skamma okkur aðeins.“ Hann segir að viðbrögð manna í landsliðinu við því séu mismunandi.Aðstaða blaðamanna við æfingavöll landsliðsins í Annecy.Vísir/Vilhelm„Sumir spá í þessu og aðrir ekki. Sumum er alveg sama. En við þurfum að hafa ákveðnar reglur eða „guidelines“ eins og það er kallað hjá okkur. Það þýðir ekki að allir eru að fara í mismunandi áttir bara af því að við höfum unnið nokkra leiki.“ Strákarnir æfðu í um einn og hálfan tíma í Annecy í hádeginu og framundan eru fundir með þjálfurunum í dag og í kvöld þar sem leikur Frakka verður kynntur fyrir þeim. Liðið æfir aftur á morgun, föstudag, og svo á laugardagsmorgun áður en haldið verður á vit átta liða úrslitanna í París. Strákarnir eiga góðar minningar frá Stade de France þar sem okkar menn tóku Austurríki 2-1 eins og frægt er orðið.Tina Müller frá Danmörku er meðal þeirra sem fylgjast með strákunum okkar.Vísir/VilhelmÞað er þröngt á þingi í blaðamannaaðstöðunni.Vísir/Vilhelm EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Um eitt hundrað fjölmiðlamenn víðs vegar að úr Evrópu og frá fleiri heimshornum voru mættir tímanlega á æfingu strákanna okkar í Annecy í morgun til að taka þá tali. Vallarstarfsmenn klöppuðu fyrir okkar mönnum þegar þeir mættu og söknuðu þeirra greinilega en landsliðsstrákarnir fengu hvíldardag í gær. Sumir nýttu fríið í golfhring á meðan aðrir fóru í gislingu eða röltu um miðbæinn. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson segir að það hafi verið mikilvægt fyrir leikmenn að fá smá frí frá hótelinu, frí frá þjálfurunum og liðsfundum. Nú er það hins vegar alvaran á nýjan leik og nauðsynlegt að leikmenn haldi fókus þrátt fyrir alla athyglina í öllum heimshornum.„Það er svo mikið hæp í kringum þetta. Ef þú ætlar að lesa allt það sem er skrifað um íslenska landsliðið eða hvern einasta leikmann mundi þér ekki duga dagurinn til þess. Ef við ætluðum að eyða öllum deginum í það að vera frægir þá erum við ekki að fókusa á það sem skiptir máli,“ segir Heimir. Nú þurfi að einbeita sér alfarið að Frakklandsleiknum. Athyglin hefur ekki síst verið á Ragnari Sigurðssyni, miðverðinum úr Árbænum, sem er orðaður við ýmis félög eftir frábæra frammistöðu á mótinu, ekki síst gegn Englandi í Nice. Ragnar telur ekkert til í orðrómi um áhuga Liverpool, félagsins sem miðvörðurinn hefur stutt frá unga aldri, en segist geta nýtt sér athyglina til hvatningar. „Þetta er aukahvatning fyrir mig. Það er gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem maður er að gera og þá langar mann að leggja enn harðar að sér.“Ragnar Sigurðsson ræðir við sænsku pressuna, á sænsku.Vísir/VilhelmLars Lagerbäck minntist á það á fundi með blaðamönnum í gær að hann hefði þurft að áminna nokkra leikmenn í fyrrakvöld sem mættu of seint í kvöldmat. Liðið þyrfti að sýna 100 prósent fagmennsku innan sem utan fallar. „Ef menn eru að verða eitthvað „sloppy“ eða eru að að skíta upp á bak verður aðeins að skamma okkur,“ segir Ragnar. „Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir að menn gleyma hinu eða þessu. Þá verður alvöru kall eins og hann að skamma okkur aðeins.“ Hann segir að viðbrögð manna í landsliðinu við því séu mismunandi.Aðstaða blaðamanna við æfingavöll landsliðsins í Annecy.Vísir/Vilhelm„Sumir spá í þessu og aðrir ekki. Sumum er alveg sama. En við þurfum að hafa ákveðnar reglur eða „guidelines“ eins og það er kallað hjá okkur. Það þýðir ekki að allir eru að fara í mismunandi áttir bara af því að við höfum unnið nokkra leiki.“ Strákarnir æfðu í um einn og hálfan tíma í Annecy í hádeginu og framundan eru fundir með þjálfurunum í dag og í kvöld þar sem leikur Frakka verður kynntur fyrir þeim. Liðið æfir aftur á morgun, föstudag, og svo á laugardagsmorgun áður en haldið verður á vit átta liða úrslitanna í París. Strákarnir eiga góðar minningar frá Stade de France þar sem okkar menn tóku Austurríki 2-1 eins og frægt er orðið.Tina Müller frá Danmörku er meðal þeirra sem fylgjast með strákunum okkar.Vísir/VilhelmÞað er þröngt á þingi í blaðamannaaðstöðunni.Vísir/Vilhelm
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira