Erlent

250 vígamenn ISIS féllu eftir loftárás

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bandaríski herinn gerði loftárás á bækistöðvar ISIS í grennd við Fallujah í Írak.
Bandaríski herinn gerði loftárás á bækistöðvar ISIS í grennd við Fallujah í Írak. Mynd/Skjáskot
Röð loftárása bandaríska hersins á bækistöðvar ISIS í grennd við Fallujah í Írak í gær er sögð hafa fellt 250 vígamenn ISIS. Um 40 farartæki voru einnig eyðilögð í árásinni en írakska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndskeið af loftárásunum.

Fallujah var fyrsta stóra vígið sem ISIS lagði undir sig en næsta markmið íraska hersins hlýtur að vera að endurheimta borgina Mósúl, næststærstu borg landsins, þar sem ISIS hefur ráðið ríkjum frá árinu 2014. Hernaðaraðgerðir til að ná völdum í borginni á ný hafa staðið yfir frá því í mars.

Tugþúsundir almennra borgara hafa flúið átökin í Fallúja að undanförnu og að sögn hjálparsamtaka á svæðinu dvelja mörg þeirra enn úti í hitanum, börn og eldra fólk þeirra á meðal.


Tengdar fréttir

Fallúja komin úr höndum ISIS

Forsætisráðherra Íraks hvatti í dag landsmenn alla til að fagna eftir að stjórnarher landsins náði aftur borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×