Sturridge vill lykta vel inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2016 17:45 Daniel Sturridge er hér kominn framhjá Ara Frey Skúlasyni í leiknum á móti Íslandi. Vísir/Getty Daniel Sturridge, framherji Liverpool og enska landsliðsins, er kominn í sumarfrí þökk sé hetjudáðum strákanna okkar í íslenska landsliðsins. Allir héldu að Daniel Sturridge væri á þessum tíma að fara að undirbúa sig fyrir leik á móti Frökkum í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í Frakklandi en kvöldið í Nice breytti þeim plönum. Karlatímaritið GQ var eflaust að veðja á það að Daniel Sturridge væri enn á EM þegar það fékk strákinn í viðtal fyrir nýjasta tölublað sitt. Viðtalið við Daniel Sturridge er reyndar fróðlegt og þá sérstaklega fyrir uppljóstrun sem kemur eflaust mörgum spánskt fyrir sjónir. Þar er kannski komin ein af ástæðunum fyrir því af hverju íslensku strákunum gekk svona vel að dekka Daniel Sturridge í leiknum á Allianz Riviera leikvanginum. Þeir gátu í það minnsta ekki kvartað mikið yfir lyktinni af búningnum hans. Daniel Sturridge viðurkennir nefnilega í viðtalinu að hann sprauti ilmvatni á búninginn sinn fyrir leiki. Lyktin sem hann velur er þó ekki Gucci, Ralph Lauren eða Dolce & Gabbana. Hann vill finna jarðaberjalykt af búningnum sínum. „Fólk finnst þetta örugglega skrýtið. Ég finnst gott að finna þessa lykt og það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst. Lyktin af fólki segir jafnmikið um fólk og fötin þeirra," sagði Daniel Sturridge í viðtalinu í GQ. Daniel Sturridge og félagar í enska landsliðinu voru gagnrýndir fyrir það að vera ekki nógu sterki andlega á móti baráttuglöðum íslenskum víkingum. Þetta viðtal er ekki að gera mikið í því að breyta þeirri skoðun fólks. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Daniel Sturridge, framherji Liverpool og enska landsliðsins, er kominn í sumarfrí þökk sé hetjudáðum strákanna okkar í íslenska landsliðsins. Allir héldu að Daniel Sturridge væri á þessum tíma að fara að undirbúa sig fyrir leik á móti Frökkum í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í Frakklandi en kvöldið í Nice breytti þeim plönum. Karlatímaritið GQ var eflaust að veðja á það að Daniel Sturridge væri enn á EM þegar það fékk strákinn í viðtal fyrir nýjasta tölublað sitt. Viðtalið við Daniel Sturridge er reyndar fróðlegt og þá sérstaklega fyrir uppljóstrun sem kemur eflaust mörgum spánskt fyrir sjónir. Þar er kannski komin ein af ástæðunum fyrir því af hverju íslensku strákunum gekk svona vel að dekka Daniel Sturridge í leiknum á Allianz Riviera leikvanginum. Þeir gátu í það minnsta ekki kvartað mikið yfir lyktinni af búningnum hans. Daniel Sturridge viðurkennir nefnilega í viðtalinu að hann sprauti ilmvatni á búninginn sinn fyrir leiki. Lyktin sem hann velur er þó ekki Gucci, Ralph Lauren eða Dolce & Gabbana. Hann vill finna jarðaberjalykt af búningnum sínum. „Fólk finnst þetta örugglega skrýtið. Ég finnst gott að finna þessa lykt og það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst. Lyktin af fólki segir jafnmikið um fólk og fötin þeirra," sagði Daniel Sturridge í viðtalinu í GQ. Daniel Sturridge og félagar í enska landsliðinu voru gagnrýndir fyrir það að vera ekki nógu sterki andlega á móti baráttuglöðum íslenskum víkingum. Þetta viðtal er ekki að gera mikið í því að breyta þeirri skoðun fólks.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira