Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn 10. júlí 2016 21:30 Portúgalir fagna. vísir/epa Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. Varamaðurinn Eder tryggði Portúgölum sigur með marki í uppbótartíma, en þetta er fyrsti stóri titill Portúgala. Frakkarnir byrjuðu af krafti og þar fremstur í flokki var Moussa Sissoko sem lét mikið að sér kveða. Hann var gífurlega kraftmikill og lét finna fyrir sér inn á miðjunni. Besta færi fyrri hálfleiks kom á tíundu mínútu þegar Payet gaf boltann á Griezmann sem átti góðan skalla, en Patricio var vel á verði í markinu og blakaði boltanum yfir. Cristiano Ronaldo þurfti að fara af velli vegna meiðsla á 25. mínútu eftir að Dimitri Payet braut á honum stuttu áður, en Ronaldo brast í grát þegar hann var borinn af velli. Staðan var markalaus í hálfleik, en Griezmann fékk aftur rosalega gott skallafæri á 66. mínútu þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Kingsley Coman framhjá. Nani og Quaresma áttu ágætar rispur fyrir Portúgali, en í uppbótartíma skaut Andre-Pierre Gignac í stöngina eftir að hann plataði Pepe upp úr skónum. Staðan eftir venjulegan leiktíma var markalaus og því þurfti að grípa til framlengingar. Raphael Guerreiro skaut í slána á 108. mínútu, en mínútu síðar dró til tíðinda. Varamaðurinn Eder fékk boltan fyrir utan teiginn, hristi Laurent Koscielny af sér og þrumaði boltanum í nærhornið framhjá Hugo Lloris. Eder lék með Gylfa Þór Sigurðssyni, landsliðsmanni Íslands, fyrri hluta síðasta tímabils, en hann fann ekki fjölina á Englandi og hélt til Frakklands þar sem hann gekk í raðir Lille. Frakkarnir reyndu allt hvað þeir gátu til þess að jafna metin, en allt kom fyrir ekki og Portúgal er Evrópumeistari í fótbolta 2016 í fyrsta skipti. Þeir náðu því að hefna ófaranna síðan í tapinu gegn Grikklandi í úrslitaleiknum 2004. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. Varamaðurinn Eder tryggði Portúgölum sigur með marki í uppbótartíma, en þetta er fyrsti stóri titill Portúgala. Frakkarnir byrjuðu af krafti og þar fremstur í flokki var Moussa Sissoko sem lét mikið að sér kveða. Hann var gífurlega kraftmikill og lét finna fyrir sér inn á miðjunni. Besta færi fyrri hálfleiks kom á tíundu mínútu þegar Payet gaf boltann á Griezmann sem átti góðan skalla, en Patricio var vel á verði í markinu og blakaði boltanum yfir. Cristiano Ronaldo þurfti að fara af velli vegna meiðsla á 25. mínútu eftir að Dimitri Payet braut á honum stuttu áður, en Ronaldo brast í grát þegar hann var borinn af velli. Staðan var markalaus í hálfleik, en Griezmann fékk aftur rosalega gott skallafæri á 66. mínútu þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Kingsley Coman framhjá. Nani og Quaresma áttu ágætar rispur fyrir Portúgali, en í uppbótartíma skaut Andre-Pierre Gignac í stöngina eftir að hann plataði Pepe upp úr skónum. Staðan eftir venjulegan leiktíma var markalaus og því þurfti að grípa til framlengingar. Raphael Guerreiro skaut í slána á 108. mínútu, en mínútu síðar dró til tíðinda. Varamaðurinn Eder fékk boltan fyrir utan teiginn, hristi Laurent Koscielny af sér og þrumaði boltanum í nærhornið framhjá Hugo Lloris. Eder lék með Gylfa Þór Sigurðssyni, landsliðsmanni Íslands, fyrri hluta síðasta tímabils, en hann fann ekki fjölina á Englandi og hélt til Frakklands þar sem hann gekk í raðir Lille. Frakkarnir reyndu allt hvað þeir gátu til þess að jafna metin, en allt kom fyrir ekki og Portúgal er Evrópumeistari í fótbolta 2016 í fyrsta skipti. Þeir náðu því að hefna ófaranna síðan í tapinu gegn Grikklandi í úrslitaleiknum 2004.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira