Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: KR - Víkingur Ó. 0-0 | Markalaust í fyrsta leik Willums í deildinni Stefán Árni Pálsson á Alvogen-vellinum skrifar 10. júlí 2016 18:45 vísir/hanna KR og Víkingur Ó. gerðu markalaust jafntefli í Pepsi-deild karla í Vesturbænum í dag.Jóhanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Alvogen-vellinum í dag og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn var fyrsti deildarleikur Willum Þórs Þórssonar með KR liðið og náði hann ekki að stýra liðinu til sigurs á heimavelli. Bæði lið fengu tækifæri til að fara með stigin þrjú en allt kom fyrir ekki. KR-ingar því með tíu stig í deildinni en Víkingur Ó. er með 18 stig. Af hverju varð jafntefli ?Víkingar voru mjög skiplagðir og gáfu fá færi á sér. KR-ingar reyndu hvað þeir gátu að skapa sér færi en það vantar ennþá upp á spilið á síðasta þriðjungi vallarins hjá vesturbæjarliðinu. Gestirnir frá Ólafsvík voru flottir í kvöld og spiluðu bara sinn leik. Það er ekki að ástæðulausu að liðið er með 18 stig í deildinni, nýliðarnir eru einfaldlega með gott lið og var jafntefli kannski bara sanngjörn niðurstaða.Þessir stóðu upp úrÞorsteinn Már Ragnarsson var frábær í liði Víkinga í dag og lék KR-inga oft grátt. Hann virtist finna sig vel á sínum gamla heimavelli hér í vesturbænum. Óskar Örn Hauksson átti nokkra spretti fyrir KR og reyndi töluvert að skapa eitthvað. En í raun voru ekki margir leikmenn inni á vellinum sem áttu góðan dag.Hvað gekk illa?Sóknarleikur KR-inga hefur aðeins skánað en hann er ekki orðinn góður. Willum þarf að bæta spilið og sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarins, því KR verður að fara skora einhver mörk. Liðið hefur aðeins gert átta mörk í allt sumar í deildinni og það er alls ekki nægilega mikið. Víkingar verða kannski að nýta sín færi aðeins betur.Hvað gerist næst?KR-ingar mæta Fylkismönnum í næstu umferð Pepsi-deildarinnar og þá verður liðið einfaldlega að vinna til að komast sér á strik. Víkingar mæta Blikum í rosalegum Evrópusætaslag og þar verður allt undir. Ejub og strákarnir hans eru komnir með 18 stig.Vísir/AntonEjub: Við erum ekkert farnir að setja okkur ný markmið „Ég er alltaf sáttur við stig,“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., eftir leikinn í dag. „Mér fannst við spila vel í seinni hálfleik en í þeim fyrri erum við að elta allt of mikið. Við erum samt alltaf hættulegir í þessum leik og höfðum alltaf eitthvað til að ógna með.“ Ejub segir að hans menn hafði fengið betri færi í leiknum, þrátt fyrir að KR-ingar hafi gangi verið með yfirhöndina. „Við erum alls ekkert byrjaði að setja okkur ný markmið. Við ætlum okkur bara að halda okkur í deildinni og þegar það er komið þá verður mjög auðvelt að setja sér ný markmið.“Willum: Fín þróun í okkar leik „Maður er auðvitað ekkert sáttur með eitt stig hér á heimavelli og við ætluðum okkur þrjú,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Við vorum mjög meðvitaðir um það að við værum að spila á móti mjög góðu liði í dag sem er með sjálfstraustið í botni. Þeir spila sinn leik mjög vel í dag.“ Hann segir að Víkingar hafi allan leikinn verið fljótir að aðlagast þeirra færslum. „Mér fannst við hafa yfirhöndina í leiknum nánast allan tímann en þú getur aldrei verið rólegur þegar menn eins og Þorsteinn Már eru í liði andstæðingsins.“ Willum segir að liðið hefði unnið þennan leik 2-0 ef leikmenn liðsins væru með sjálfstraustið í botni. „Ég er samt ánægður með liðið og hvernig þetta er að þróast hjá okkur. Kannski þegar upp er staðið verðum við ánægðir með þetta stig, það eru samt sigrarnir sem láta jafnteflin telja.“Þorsteinn reynir skot að marki.vísir/hannaÞorsteinn: Búinn að bíða lengi eftir þessum leik „Ég kannast vel við aðstæður hér og mér finnst bara gaman að koma hingað að spila. Ég er búinn að bíða lengi eftir þessum leik,“ segir Þorsteinn Már Ragnarsson, fyrirliði Víkinga, eftir leikinn í dag. „Við fengum mjög góð færi í þessum leik og mér fannst þetta bara vera 50/50 leikur. Þeir voru kannski aðeins meira með boltann, enda betri í því að halda bolta en við gátum alveg stolið stigunum þremur.“ Þorsteinn átti einn magnaðan sprett upp völlinn og gaf mjög góða fyrirgjöf inn í vítateig KR-inga. Þá átti Tokic skalla á markið sem fór rétt framhjá. Atvikið gerðist undir lok leiksins og hefðu gestirnir geta stolið sigrinum. „Það hefði verið gaman ef hann hefði sett hann en ég er ekkert pirraður út í hann, hann bara skorar næst.“Willum var líflegur á bekknum að vanda.vísir/hannavísir/hanna Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
KR og Víkingur Ó. gerðu markalaust jafntefli í Pepsi-deild karla í Vesturbænum í dag.Jóhanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Alvogen-vellinum í dag og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn var fyrsti deildarleikur Willum Þórs Þórssonar með KR liðið og náði hann ekki að stýra liðinu til sigurs á heimavelli. Bæði lið fengu tækifæri til að fara með stigin þrjú en allt kom fyrir ekki. KR-ingar því með tíu stig í deildinni en Víkingur Ó. er með 18 stig. Af hverju varð jafntefli ?Víkingar voru mjög skiplagðir og gáfu fá færi á sér. KR-ingar reyndu hvað þeir gátu að skapa sér færi en það vantar ennþá upp á spilið á síðasta þriðjungi vallarins hjá vesturbæjarliðinu. Gestirnir frá Ólafsvík voru flottir í kvöld og spiluðu bara sinn leik. Það er ekki að ástæðulausu að liðið er með 18 stig í deildinni, nýliðarnir eru einfaldlega með gott lið og var jafntefli kannski bara sanngjörn niðurstaða.Þessir stóðu upp úrÞorsteinn Már Ragnarsson var frábær í liði Víkinga í dag og lék KR-inga oft grátt. Hann virtist finna sig vel á sínum gamla heimavelli hér í vesturbænum. Óskar Örn Hauksson átti nokkra spretti fyrir KR og reyndi töluvert að skapa eitthvað. En í raun voru ekki margir leikmenn inni á vellinum sem áttu góðan dag.Hvað gekk illa?Sóknarleikur KR-inga hefur aðeins skánað en hann er ekki orðinn góður. Willum þarf að bæta spilið og sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarins, því KR verður að fara skora einhver mörk. Liðið hefur aðeins gert átta mörk í allt sumar í deildinni og það er alls ekki nægilega mikið. Víkingar verða kannski að nýta sín færi aðeins betur.Hvað gerist næst?KR-ingar mæta Fylkismönnum í næstu umferð Pepsi-deildarinnar og þá verður liðið einfaldlega að vinna til að komast sér á strik. Víkingar mæta Blikum í rosalegum Evrópusætaslag og þar verður allt undir. Ejub og strákarnir hans eru komnir með 18 stig.Vísir/AntonEjub: Við erum ekkert farnir að setja okkur ný markmið „Ég er alltaf sáttur við stig,“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., eftir leikinn í dag. „Mér fannst við spila vel í seinni hálfleik en í þeim fyrri erum við að elta allt of mikið. Við erum samt alltaf hættulegir í þessum leik og höfðum alltaf eitthvað til að ógna með.“ Ejub segir að hans menn hafði fengið betri færi í leiknum, þrátt fyrir að KR-ingar hafi gangi verið með yfirhöndina. „Við erum alls ekkert byrjaði að setja okkur ný markmið. Við ætlum okkur bara að halda okkur í deildinni og þegar það er komið þá verður mjög auðvelt að setja sér ný markmið.“Willum: Fín þróun í okkar leik „Maður er auðvitað ekkert sáttur með eitt stig hér á heimavelli og við ætluðum okkur þrjú,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Við vorum mjög meðvitaðir um það að við værum að spila á móti mjög góðu liði í dag sem er með sjálfstraustið í botni. Þeir spila sinn leik mjög vel í dag.“ Hann segir að Víkingar hafi allan leikinn verið fljótir að aðlagast þeirra færslum. „Mér fannst við hafa yfirhöndina í leiknum nánast allan tímann en þú getur aldrei verið rólegur þegar menn eins og Þorsteinn Már eru í liði andstæðingsins.“ Willum segir að liðið hefði unnið þennan leik 2-0 ef leikmenn liðsins væru með sjálfstraustið í botni. „Ég er samt ánægður með liðið og hvernig þetta er að þróast hjá okkur. Kannski þegar upp er staðið verðum við ánægðir með þetta stig, það eru samt sigrarnir sem láta jafnteflin telja.“Þorsteinn reynir skot að marki.vísir/hannaÞorsteinn: Búinn að bíða lengi eftir þessum leik „Ég kannast vel við aðstæður hér og mér finnst bara gaman að koma hingað að spila. Ég er búinn að bíða lengi eftir þessum leik,“ segir Þorsteinn Már Ragnarsson, fyrirliði Víkinga, eftir leikinn í dag. „Við fengum mjög góð færi í þessum leik og mér fannst þetta bara vera 50/50 leikur. Þeir voru kannski aðeins meira með boltann, enda betri í því að halda bolta en við gátum alveg stolið stigunum þremur.“ Þorsteinn átti einn magnaðan sprett upp völlinn og gaf mjög góða fyrirgjöf inn í vítateig KR-inga. Þá átti Tokic skalla á markið sem fór rétt framhjá. Atvikið gerðist undir lok leiksins og hefðu gestirnir geta stolið sigrinum. „Það hefði verið gaman ef hann hefði sett hann en ég er ekkert pirraður út í hann, hann bara skorar næst.“Willum var líflegur á bekknum að vanda.vísir/hannavísir/hanna
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn