Ragnar: Fékk gæsahúð er ég heyrði Shearer tala um mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. júlí 2016 15:00 Ragnar faðmar Aron Einar á EM. vísir/getty Ragnar Sigurðsson stóð sig stórkostlega á EM í knattspyrnu og frammistaða hans vakti athygli víða um heim. „Ég er ótrúlega ánægður með hvernig þetta spilaðist fyrir mig persónulega og fyrir liðið,“ sagði Ragnar í samtali við Harmageddon á X-inu 977. Ragnar spilar með Krasnodar í Rússlandi en gæti fært sig um set í sumar. „Auðvitað dreymir mig um að komast í stærri og flottari deild. Mér líður samt vel í Rússlandi og er ekki að fara bara eitthvað. England er minn draumur samt. Ég er búinn að heyra af áhuga hér og þar. Örugglega helmingurinn af því sem maður les samt á netinu er örugglega bull og vitleysa,“ segir Ragnar sem hefur bæði verið orðaður við Liverpool og Everton á netmiðlum. „Það myndi ekki skipta mig máli með hvoru liðinu ég myndi spila. Ég held að þessi tvö lið séu samt ekkert að spá í mér. Það eru bara slúðursögur á netinu. Ég veit samt að það er áhugi frá einhverjum liðum á Englandi.“ Ragnar er Árbæingur og spilaði upp yngri flokkana hjá Fylki. „Mig hafði alltaf dreymt um atvinnumennsku og ég skildi ekki af hverju ég var ekki farinn út þó svo ég væri ekki að spila með Fylki. Ég sá ekki fram á að fá sénsinn í Fylki og vildi komast á lán. Þá var ég að spila sem miðjumaður og komst ekkert að enda var Fylkir með bestu miðjumenn landsins. Þórhallur Dan var svo að hætta sem miðvörður og þá setti ég mér það markmið að taka það sæti. „Ég var alltaf miðjumaður og fínn í þeirri stöðu þá. Auðvitað væri skemmtilegra að vera miðjumaður en varnarmaður en ég er ekkert viss um að ég hefði komist langt sem miðjumaður. Ég er miklu betri í vörninni.“ Eftir leik Englands og Íslands þá talaði enska goðsögnin Alan Shearer afar fallega um Ragnar í breska sjónvarpinu. „Þvílík goðsögn sem Shearer er. Að heyra hann tala svona um mann er frekar óraunverulegt. Ég fékk bara gæsahúð er ég hlustaði og er að fá aftur gæsahúð núna,“ segir Ragnar. Hlusta má á viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Sjá meira
Ragnar Sigurðsson stóð sig stórkostlega á EM í knattspyrnu og frammistaða hans vakti athygli víða um heim. „Ég er ótrúlega ánægður með hvernig þetta spilaðist fyrir mig persónulega og fyrir liðið,“ sagði Ragnar í samtali við Harmageddon á X-inu 977. Ragnar spilar með Krasnodar í Rússlandi en gæti fært sig um set í sumar. „Auðvitað dreymir mig um að komast í stærri og flottari deild. Mér líður samt vel í Rússlandi og er ekki að fara bara eitthvað. England er minn draumur samt. Ég er búinn að heyra af áhuga hér og þar. Örugglega helmingurinn af því sem maður les samt á netinu er örugglega bull og vitleysa,“ segir Ragnar sem hefur bæði verið orðaður við Liverpool og Everton á netmiðlum. „Það myndi ekki skipta mig máli með hvoru liðinu ég myndi spila. Ég held að þessi tvö lið séu samt ekkert að spá í mér. Það eru bara slúðursögur á netinu. Ég veit samt að það er áhugi frá einhverjum liðum á Englandi.“ Ragnar er Árbæingur og spilaði upp yngri flokkana hjá Fylki. „Mig hafði alltaf dreymt um atvinnumennsku og ég skildi ekki af hverju ég var ekki farinn út þó svo ég væri ekki að spila með Fylki. Ég sá ekki fram á að fá sénsinn í Fylki og vildi komast á lán. Þá var ég að spila sem miðjumaður og komst ekkert að enda var Fylkir með bestu miðjumenn landsins. Þórhallur Dan var svo að hætta sem miðvörður og þá setti ég mér það markmið að taka það sæti. „Ég var alltaf miðjumaður og fínn í þeirri stöðu þá. Auðvitað væri skemmtilegra að vera miðjumaður en varnarmaður en ég er ekkert viss um að ég hefði komist langt sem miðjumaður. Ég er miklu betri í vörninni.“ Eftir leik Englands og Íslands þá talaði enska goðsögnin Alan Shearer afar fallega um Ragnar í breska sjónvarpinu. „Þvílík goðsögn sem Shearer er. Að heyra hann tala svona um mann er frekar óraunverulegt. Ég fékk bara gæsahúð er ég hlustaði og er að fá aftur gæsahúð núna,“ segir Ragnar. Hlusta má á viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Sjá meira