Fimm lögregluþjónar myrtir af leyniskyttum Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2016 07:30 Lögregluþjónar standa vörð nærri svæðinu þar sem skotárásin átti sér stað. Vísir/AFP Uppfært 12:10 Fimm lögregluþjónar voru skotnir til bana í nótt og sjö eru særðir eftir að minnst tvær leyniskyttur hófu skothríð á hóp lögreglumanna í Dallas í Texas. Lögreglan hafði verið kölluð til þar sem fólksfjöldi hafði komið saman til að mótmæla drápunum á tveimur blökkumönnum sem lögreglumenn í Louisiana og Minnesota skutu í gær og í fyrradag. Þar að auki voru tveir almennir borgarar særðir. Ein kona fékk skot í fótinn, en hún var í mótmælagöngunni með þremur sonum sínum.Leyniskytturnar voru minnst tvær og skutu þeir á lögregluþjónana ofan af háum húsum í grennd við mótmælagönguna.Þrír eru í haldi grunaðir um aðild að málinu, en þeir neita að sýna lögreglunni samstarf. Þar af er ein kona sem Mike Rawlings, borgarstjóri Dallas, segir að sé frá Bandaríkjunum og af afrískum uppruna. Lögreglan sat svo um einn skotmann til viðbótar sem birgði sig inni í bílastæðahúsi á svæðinu. Hann hafði hafið skothríð fyrir utan háskóla í borginni og myrti þar minnst einn lögregluþjón. Hann skiptist á skotum við lögreglu um nokkurt skeið en nú sagður vera látinn. Rawlings segir að hann hafi verið felldur af lögregluþjónum. „Við vorum mjög ánægðir með að okkur hafi tekist að fellan þennan eina sökudólg,“ sagði Rawlings á blaðamannafundi í dag. Fleiri lögregluþjónar hafa ekki látið lífið á einum degi í Bandaríkjunum frá árásunum á Tvíburaturnana árið 2001, samkvæmt CNN. Myndband af manninum hefur nú verið birt á samfélagsmiðlum þar sem sjá má hann skiptast á skotum við lögreglu. Hann var vopnaður hálf-sjálfvirkum riffli, sem mun vera af gerðinni AR-15, og klæddur í skothelt vesti.Amateur video footage shows gunman involved in #Dallas shooting https://t.co/FfyEyhATMM https://t.co/RUXXrQEJRC— BBC Breaking News (@BBCBreaking) July 8, 2016 Hann hótaði að myrða fleiri lögreglumenn og fullyrti að hann hefði komið sprengjum fyrir í húsinu og á fleiri stöðum í Dallas. Umfangsmikil leit að sprengjum var framkvæmd í miðbæ Dallas en ekkert fannst. David Brown, lögreglustjóri Dallas, segir að árásarmennirnir hafi skipulagt árásina vel og svo virtist sem að þeir hafi vitað hvaða leið mótmælagangan yrði gengin. Brown sagði einnig að ljóst væri að leyniskytturnar hefðu ætlað sér að myrða og særa eins marga lögregluþjóna og þeir gætu. Tveir þeirra sem eru í haldi lögreglu voru handteknir eftir að lögregluþjónn sá annan þeirra setja tösku í skottið á Mercedez bíl og keyra hratt á brott. Þeir voru stöðvaði á nærliggjandi hraðbraut. Þá er ein kona, sem handtekin var nærri bílastæðahúsinu þar sem umsátrið á sér stað, í haldi lögreglu.Fréttin verður uppfærðÞetta myndband gæti vakið óhug meðal viðkvæmra. MIke Rawlings, borgarstjóri Dallas, segir borgina syrgja. Tweets by DallasPD Black Lives Matter Tengdar fréttir Banaskot lögreglunnar valda usla í samfélaginu Nokkur banaskot sem nutu athylgi í Bandaríkjunum rifjuð upp. 7. júlí 2016 14:45 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Uppfært 12:10 Fimm lögregluþjónar voru skotnir til bana í nótt og sjö eru særðir eftir að minnst tvær leyniskyttur hófu skothríð á hóp lögreglumanna í Dallas í Texas. Lögreglan hafði verið kölluð til þar sem fólksfjöldi hafði komið saman til að mótmæla drápunum á tveimur blökkumönnum sem lögreglumenn í Louisiana og Minnesota skutu í gær og í fyrradag. Þar að auki voru tveir almennir borgarar særðir. Ein kona fékk skot í fótinn, en hún var í mótmælagöngunni með þremur sonum sínum.Leyniskytturnar voru minnst tvær og skutu þeir á lögregluþjónana ofan af háum húsum í grennd við mótmælagönguna.Þrír eru í haldi grunaðir um aðild að málinu, en þeir neita að sýna lögreglunni samstarf. Þar af er ein kona sem Mike Rawlings, borgarstjóri Dallas, segir að sé frá Bandaríkjunum og af afrískum uppruna. Lögreglan sat svo um einn skotmann til viðbótar sem birgði sig inni í bílastæðahúsi á svæðinu. Hann hafði hafið skothríð fyrir utan háskóla í borginni og myrti þar minnst einn lögregluþjón. Hann skiptist á skotum við lögreglu um nokkurt skeið en nú sagður vera látinn. Rawlings segir að hann hafi verið felldur af lögregluþjónum. „Við vorum mjög ánægðir með að okkur hafi tekist að fellan þennan eina sökudólg,“ sagði Rawlings á blaðamannafundi í dag. Fleiri lögregluþjónar hafa ekki látið lífið á einum degi í Bandaríkjunum frá árásunum á Tvíburaturnana árið 2001, samkvæmt CNN. Myndband af manninum hefur nú verið birt á samfélagsmiðlum þar sem sjá má hann skiptast á skotum við lögreglu. Hann var vopnaður hálf-sjálfvirkum riffli, sem mun vera af gerðinni AR-15, og klæddur í skothelt vesti.Amateur video footage shows gunman involved in #Dallas shooting https://t.co/FfyEyhATMM https://t.co/RUXXrQEJRC— BBC Breaking News (@BBCBreaking) July 8, 2016 Hann hótaði að myrða fleiri lögreglumenn og fullyrti að hann hefði komið sprengjum fyrir í húsinu og á fleiri stöðum í Dallas. Umfangsmikil leit að sprengjum var framkvæmd í miðbæ Dallas en ekkert fannst. David Brown, lögreglustjóri Dallas, segir að árásarmennirnir hafi skipulagt árásina vel og svo virtist sem að þeir hafi vitað hvaða leið mótmælagangan yrði gengin. Brown sagði einnig að ljóst væri að leyniskytturnar hefðu ætlað sér að myrða og særa eins marga lögregluþjóna og þeir gætu. Tveir þeirra sem eru í haldi lögreglu voru handteknir eftir að lögregluþjónn sá annan þeirra setja tösku í skottið á Mercedez bíl og keyra hratt á brott. Þeir voru stöðvaði á nærliggjandi hraðbraut. Þá er ein kona, sem handtekin var nærri bílastæðahúsinu þar sem umsátrið á sér stað, í haldi lögreglu.Fréttin verður uppfærðÞetta myndband gæti vakið óhug meðal viðkvæmra. MIke Rawlings, borgarstjóri Dallas, segir borgina syrgja. Tweets by DallasPD
Black Lives Matter Tengdar fréttir Banaskot lögreglunnar valda usla í samfélaginu Nokkur banaskot sem nutu athylgi í Bandaríkjunum rifjuð upp. 7. júlí 2016 14:45 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Banaskot lögreglunnar valda usla í samfélaginu Nokkur banaskot sem nutu athylgi í Bandaríkjunum rifjuð upp. 7. júlí 2016 14:45