Poppstjörnur á meðal þeirra sem troða upp á Eistnaflugi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2016 12:12 Það er alltaf góð stemning á Eistnaflugi í Neskaupstað. Mynd/Guðný Lára Thorarensen Fjöldi fólks er nú samankominn á rokkhátíðinni Eistnaflugi sem haldin er í Neskaupstað. Fleiri en þungarokkarar ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi því poppstjörnur verða á meðal þeirra sem troða upp um helgina. Eistnaflug hófst með pompi og prakt í gærkvöldi og nær hápunkti um helgina, en þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin. Stefán Magnússon, umsjónarmaður hátíðarinnar, segir að búist sé við viðlíka fjölda og í fyrra, eða í kringum tvö þúsund manns. „Það var bara alveg vel fullt í gær í salnum þannig að það eru rosalega margir komnir. Það eru 24 hljómsveitir sem spila í dag og eitthvað annað eins á morgun og hinn þannig að það verður stanslaus gleði um helgina, en það eru um áttatíu hljómsveitir sem koma fram," segir Stefán í samtali við Vísi. Stefán segir laugardaginn líklega stærstan. „Það fer auðvitað eftir smekknum en laugardagurinn er rosalega stór hvað varðar erlendar hljómsveitir. Stærstu erlendu eru á laugardaginn en eins og í kvöld erum við með tvær erlendar hljómsveitir og algjört landslið í íslenskum." Hann segir ekki einungis þungarokk á hátíðinni. „Það er svona til að brjóta þetta aðeins upp. Til dæmis í gær enduðu Agent Fresco og Úlfur Úlfur kvöldið í gær. Það var búið að vera rokk og ról allan daginn þannig að það er bara gaman að enda þetta á smá stuði. Á laugardaginn er það Páll Óskar og Retro Stefson sem koma fram," segir Stefán. Aðspurður segir hann ekki uppselt á hátíðina, en býst þó við að það muni seljast upp, líkt og undanfarin ár. Þá segir hann veðurspá helgarinnar prýðilega. „Veðurspáin er fín. Núna er æðislegt veður, milt og gott og ég vona að það haldi áfram." Eistnaflug Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Fjöldi fólks er nú samankominn á rokkhátíðinni Eistnaflugi sem haldin er í Neskaupstað. Fleiri en þungarokkarar ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi því poppstjörnur verða á meðal þeirra sem troða upp um helgina. Eistnaflug hófst með pompi og prakt í gærkvöldi og nær hápunkti um helgina, en þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin. Stefán Magnússon, umsjónarmaður hátíðarinnar, segir að búist sé við viðlíka fjölda og í fyrra, eða í kringum tvö þúsund manns. „Það var bara alveg vel fullt í gær í salnum þannig að það eru rosalega margir komnir. Það eru 24 hljómsveitir sem spila í dag og eitthvað annað eins á morgun og hinn þannig að það verður stanslaus gleði um helgina, en það eru um áttatíu hljómsveitir sem koma fram," segir Stefán í samtali við Vísi. Stefán segir laugardaginn líklega stærstan. „Það fer auðvitað eftir smekknum en laugardagurinn er rosalega stór hvað varðar erlendar hljómsveitir. Stærstu erlendu eru á laugardaginn en eins og í kvöld erum við með tvær erlendar hljómsveitir og algjört landslið í íslenskum." Hann segir ekki einungis þungarokk á hátíðinni. „Það er svona til að brjóta þetta aðeins upp. Til dæmis í gær enduðu Agent Fresco og Úlfur Úlfur kvöldið í gær. Það var búið að vera rokk og ról allan daginn þannig að það er bara gaman að enda þetta á smá stuði. Á laugardaginn er það Páll Óskar og Retro Stefson sem koma fram," segir Stefán. Aðspurður segir hann ekki uppselt á hátíðina, en býst þó við að það muni seljast upp, líkt og undanfarin ár. Þá segir hann veðurspá helgarinnar prýðilega. „Veðurspáin er fín. Núna er æðislegt veður, milt og gott og ég vona að það haldi áfram."
Eistnaflug Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira