ISIS-liðar herða tökin á kynlífsþrælum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2016 14:15 Vísir/EPA Talið er að um þrjú þúsund konur og börn sem tilheyra minnihlutahópi Jasída séu í haldi vígamanna Íslamska ríkisins og séu notaðar sem kynlífsþrælar. Þrælarnir eru seldir með smáforritum í snjallsímum. Inn á meðal auglýsinga um ketti og vopn má finna auglýsingar eins og: „Hrein mey. Falleg. 12 ára gömul... Verðið er komið upp í 12.500 dali og hún verður brátt seld.“ Helstu forritin sem vígamennirnir notast við eru Telegram, Facebook og WhatsApp. Samtökin gera einnig út gagnagrunn þar sem sjá má myndir af konunum og nöfn eigenda þeirra. Það var gert svo erfiðara væri fyrir þær að flýja.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Þrátt fyrir að ISIS-liðar séu á hælunum víða í Írak og Sýrlandi hafa þeir hert gripið á þrælum sínum. Smyglarar sem verja tíma sínum í að bjarga konum og stúlkum úr haldi hafa verið ráðnir af dögum en þeir þeir höfðu verið að bjarga um 134 á mánuði að meðaltali. Í maí var sú tala komin niður í 39, samkvæmt yfirvöldum sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak. AP fréttaveitan ræddi við hina 18 ára gömlu Lamiya Aji Bashar sem reyndi fjórum sinnum að flýja úr haldi ISIS, áður en henni tókst það í mars.Á flóttanum var hún með tveimur öðrum. Almas, sem var átta ára, og Katherine sem var tvítug. Smyglari var þá með þeim á flótta frá yfirráðasvæði ISIS og voru vígamenn á hælunum á þeim. Jarðsprengja varð á vegi þeirra og Almas og Katherine létu lífið. Lamiya er blind á hægri auganu og með stór og mikil ör eftir sprenginuna, en smyglarinn bjargaði lífi hennar. „Þótt ég hefði orðið blind á báðum augum, hefði flóttinn verið þess virði, þar sem ég lifði þá af.“ Mið-Austurlönd Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Talið er að um þrjú þúsund konur og börn sem tilheyra minnihlutahópi Jasída séu í haldi vígamanna Íslamska ríkisins og séu notaðar sem kynlífsþrælar. Þrælarnir eru seldir með smáforritum í snjallsímum. Inn á meðal auglýsinga um ketti og vopn má finna auglýsingar eins og: „Hrein mey. Falleg. 12 ára gömul... Verðið er komið upp í 12.500 dali og hún verður brátt seld.“ Helstu forritin sem vígamennirnir notast við eru Telegram, Facebook og WhatsApp. Samtökin gera einnig út gagnagrunn þar sem sjá má myndir af konunum og nöfn eigenda þeirra. Það var gert svo erfiðara væri fyrir þær að flýja.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Þrátt fyrir að ISIS-liðar séu á hælunum víða í Írak og Sýrlandi hafa þeir hert gripið á þrælum sínum. Smyglarar sem verja tíma sínum í að bjarga konum og stúlkum úr haldi hafa verið ráðnir af dögum en þeir þeir höfðu verið að bjarga um 134 á mánuði að meðaltali. Í maí var sú tala komin niður í 39, samkvæmt yfirvöldum sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak. AP fréttaveitan ræddi við hina 18 ára gömlu Lamiya Aji Bashar sem reyndi fjórum sinnum að flýja úr haldi ISIS, áður en henni tókst það í mars.Á flóttanum var hún með tveimur öðrum. Almas, sem var átta ára, og Katherine sem var tvítug. Smyglari var þá með þeim á flótta frá yfirráðasvæði ISIS og voru vígamenn á hælunum á þeim. Jarðsprengja varð á vegi þeirra og Almas og Katherine létu lífið. Lamiya er blind á hægri auganu og með stór og mikil ör eftir sprenginuna, en smyglarinn bjargaði lífi hennar. „Þótt ég hefði orðið blind á báðum augum, hefði flóttinn verið þess virði, þar sem ég lifði þá af.“
Mið-Austurlönd Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira