Íslensk stúlka þótti lík khaleesi og fór á flug á Reddit Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. júlí 2016 22:24 Ástrós Vera segir að hún hafi ekki séð einn Game of Thrones þátt og því þekkir hún ekki afdrif Daenerys. mynd/hbo/reddit „Þetta var á laugardaginn. Ég var að vinna, þeir komu inn, fannst ég vera lík khaleesi og vildu fá mynd af okkur vegna þess,“ segir Ástrós Vera Hafsteinsdóttir í samtali við Vísi.Svona lítur myndin út sem fór á flug á Reddit fyrir skemmstu.Umrædd mynd sýnir Ástrósu ásamt ferðamanni á vinnustað hennar, Public House. Ferðamaðurinn setti myndina inn á vefsíðuna Reddit.com og þar fór hún á nokkurt flug. Ástrós segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem henni er líkt við drottninguna. Khaleesi, eða Daenerys Targeryen, er persóna í bókaflokki G.R.R. Martin, A Song of Ice and Fire. Eftir bókunum hafa verið gerðir sjónvarpsþættir sem eru einhverjir þeir allra vinsælustu frá upphafi en þar er Daenerys leikin af hinni bresku Emiliu Clarke. Ástrós segir að hún hafi ekki merkt það að mjög margir hafi séð myndina. „Vinkonur mínar bentu mér á þetta en annars hefur lítið gerst. Fyrir utan að Instagramið mitt tók smá kipp.“ Ástrós hefur stundað nám í Menntaskólanum að Laugarvatni en færir sig í haust yfir í Fjölbrautarskólann við Ármúla. Hún stefnir á að skipta yfir í Menntaskólann við Hamrahlíð um áramóti. Aðspurð segist hún vilja læra sem flest tungumál og ferðast um heiminn að menntaskóla loknum. „Frá því að ég byrjaði í menntaskóla þá hefur verið sagt við mig öðru hvoru að ég sé lík henni,“ segir Ástrós. Þrátt fyrir það þá hefur hún ekki séð einn einasta þátt af Game of Thrones og veit því ekki í hvaða ævintýrum tvífari hennar hefur lent. „Það hefur verið á listanum. Kannski ég byrji að horfa bráðum.“ Game of Thrones Tengdar fréttir Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við að þurfa að bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt," segir Hreiðar Kristinn Hreiðarsson. 5. október 2015 22:43 Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
„Þetta var á laugardaginn. Ég var að vinna, þeir komu inn, fannst ég vera lík khaleesi og vildu fá mynd af okkur vegna þess,“ segir Ástrós Vera Hafsteinsdóttir í samtali við Vísi.Svona lítur myndin út sem fór á flug á Reddit fyrir skemmstu.Umrædd mynd sýnir Ástrósu ásamt ferðamanni á vinnustað hennar, Public House. Ferðamaðurinn setti myndina inn á vefsíðuna Reddit.com og þar fór hún á nokkurt flug. Ástrós segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem henni er líkt við drottninguna. Khaleesi, eða Daenerys Targeryen, er persóna í bókaflokki G.R.R. Martin, A Song of Ice and Fire. Eftir bókunum hafa verið gerðir sjónvarpsþættir sem eru einhverjir þeir allra vinsælustu frá upphafi en þar er Daenerys leikin af hinni bresku Emiliu Clarke. Ástrós segir að hún hafi ekki merkt það að mjög margir hafi séð myndina. „Vinkonur mínar bentu mér á þetta en annars hefur lítið gerst. Fyrir utan að Instagramið mitt tók smá kipp.“ Ástrós hefur stundað nám í Menntaskólanum að Laugarvatni en færir sig í haust yfir í Fjölbrautarskólann við Ármúla. Hún stefnir á að skipta yfir í Menntaskólann við Hamrahlíð um áramóti. Aðspurð segist hún vilja læra sem flest tungumál og ferðast um heiminn að menntaskóla loknum. „Frá því að ég byrjaði í menntaskóla þá hefur verið sagt við mig öðru hvoru að ég sé lík henni,“ segir Ástrós. Þrátt fyrir það þá hefur hún ekki séð einn einasta þátt af Game of Thrones og veit því ekki í hvaða ævintýrum tvífari hennar hefur lent. „Það hefur verið á listanum. Kannski ég byrji að horfa bráðum.“
Game of Thrones Tengdar fréttir Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við að þurfa að bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt," segir Hreiðar Kristinn Hreiðarsson. 5. október 2015 22:43 Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við að þurfa að bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt," segir Hreiðar Kristinn Hreiðarsson. 5. október 2015 22:43