Bugatti Chiron hraðskreiðari en allir Le Mans bílarnir Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2016 16:15 Bugatti Chiron með sín 1.500 hestöfl er ógnarlega öflugur sportbíll. Í síðasta mánuði var 24 klukkutíma þolaksturkeppnin í Le Mans í Frakklandi. Þar bar Porsche sigur úr bítum eftir að Toyota bíll hafði haft forystuna þangað til nokkrar mínútur voru eftir af keppninni, en bilaði á ögurstundu. Áður en keppnin hófst fékk ökumaður á Bugatti Chiron að prófa sig á brautinni með sín 1.500 hestöfl undir húddinu. Þar náði hann 380 kílómetra hraða sem var 34 km meiri hraði en nokkur af keppnisbílunum náði í keppninni. Þessi mikli hraði var reyndar nokkuð undir hámarkshraða Bugatti Chiron bílsins, en hann nær 420 km hámarkshraða. Rétt er að hafa í huga að Bugatti Chiron er fjöldaframleiddur bíll en það á ekki við keppnisbílana í Le Mans. Fyrstu Bugatti Chiron bílarnir sem afgreiddir eru til kaupenda verða afhentir í sumar og hver þeirra þarf að reiða fram 335 milljónir króna. Framleiddir verða 500 Bugatti Chiron bílar og hafa 200 nú þegar verið pantaðir af efnuðum kaupendum. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent
Í síðasta mánuði var 24 klukkutíma þolaksturkeppnin í Le Mans í Frakklandi. Þar bar Porsche sigur úr bítum eftir að Toyota bíll hafði haft forystuna þangað til nokkrar mínútur voru eftir af keppninni, en bilaði á ögurstundu. Áður en keppnin hófst fékk ökumaður á Bugatti Chiron að prófa sig á brautinni með sín 1.500 hestöfl undir húddinu. Þar náði hann 380 kílómetra hraða sem var 34 km meiri hraði en nokkur af keppnisbílunum náði í keppninni. Þessi mikli hraði var reyndar nokkuð undir hámarkshraða Bugatti Chiron bílsins, en hann nær 420 km hámarkshraða. Rétt er að hafa í huga að Bugatti Chiron er fjöldaframleiddur bíll en það á ekki við keppnisbílana í Le Mans. Fyrstu Bugatti Chiron bílarnir sem afgreiddir eru til kaupenda verða afhentir í sumar og hver þeirra þarf að reiða fram 335 milljónir króna. Framleiddir verða 500 Bugatti Chiron bílar og hafa 200 nú þegar verið pantaðir af efnuðum kaupendum.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent