311 hestafla Kia GT undir 30.000 dollurum Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2016 10:15 Kia GT kemur á markað á næsta ári. Þegar Kia setur loks á markað fyrsta sportbíl sinn, GT, á næsta ári mun hann kosta minna en 30.000 dollara í Bandaríkjunum, eða aðeins 3,6 milljónir króna. Bíllinn mun koma á markað á næsta ári og verður þá líklega seldur sem árgerð 2018. Hann mun fást með tvær gerðir 6 strokka véla, annarsvegar 3,8 lítra og 311 vél og hinsvegar 3,3 lítra vél með tveimur forþjöppum sem er 365 hestöfl, en þá vél má einnig finna í Genesis G90 lúxusbíl Hyundai. Báðar þessar vélar verða tengdar 8 gíra sjálfskiptingu. Í allra dýrustu útgáfu bílsins með stærri vélinni mun hann aðeins kosta 36.800 dollara, eða 4,6 milljónir króna. Það vakir því fyrir Kia að hafa þennan spennandi sportbíl sinn á afar samkeppnisfæru verði. Þessi sportbíll Kia er sá fyrsti sinnar gerðar sem frá fyrirtækinu S-kóreska kemur, en þó hefur fengist GT útgáfa af Kia c´eed fólksbílnum, svo til eins í útliti, en þessi bíll er sérstök smíði. Svo getur farið að Kia GT fá nafnið Stinger í endann en það verður að koma í ljós síðar. Kia GT er afturhjóladrifinn eins og sannir sportbílar og á stærð við BMW 3-línuna en með coupe-lagi og brattan afturenda, ekki ósvipaðan og á Audi A7. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent
Þegar Kia setur loks á markað fyrsta sportbíl sinn, GT, á næsta ári mun hann kosta minna en 30.000 dollara í Bandaríkjunum, eða aðeins 3,6 milljónir króna. Bíllinn mun koma á markað á næsta ári og verður þá líklega seldur sem árgerð 2018. Hann mun fást með tvær gerðir 6 strokka véla, annarsvegar 3,8 lítra og 311 vél og hinsvegar 3,3 lítra vél með tveimur forþjöppum sem er 365 hestöfl, en þá vél má einnig finna í Genesis G90 lúxusbíl Hyundai. Báðar þessar vélar verða tengdar 8 gíra sjálfskiptingu. Í allra dýrustu útgáfu bílsins með stærri vélinni mun hann aðeins kosta 36.800 dollara, eða 4,6 milljónir króna. Það vakir því fyrir Kia að hafa þennan spennandi sportbíl sinn á afar samkeppnisfæru verði. Þessi sportbíll Kia er sá fyrsti sinnar gerðar sem frá fyrirtækinu S-kóreska kemur, en þó hefur fengist GT útgáfa af Kia c´eed fólksbílnum, svo til eins í útliti, en þessi bíll er sérstök smíði. Svo getur farið að Kia GT fá nafnið Stinger í endann en það verður að koma í ljós síðar. Kia GT er afturhjóladrifinn eins og sannir sportbílar og á stærð við BMW 3-línuna en með coupe-lagi og brattan afturenda, ekki ósvipaðan og á Audi A7.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent