Innlent

Ásta Guðrún vill leiða lista Pírata

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ásta Guðrún sækist eftir fyrsta sæti.
Ásta Guðrún sækist eftir fyrsta sæti. MYND/ERNIR
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, gefur kost á sér í fyrsta sæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmi í prófkjöri Pírata fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. Ásta Guðrún tók sæti á Alþingi fyrir Pírata eftir að Jón Þór Ólafsson hætti þingmennsku haustið 2015.

Tilkynnti hún um framboð sitt á Facebook-síðu sinni fyrr í dag og hefur hún skilað inn framboði sínu með formlegum hætti.

„Ég ætla að sækjast eftir því að leiða listann í öðruhvoru Reykjarvíkurkjördæminu en tek því sæti sem grasrót Pírata treystir mér fyrir,“ segir Ásta Guðrún.

Segir hún að þingseta sín undanfarna tíu mánuði hafi verið mikil reynsla og að sú reynsla verði gagnleg fyrir Pírata á næsta kjörtímabili. Stefnt er að því að þingkosningar verði haldnar í haust.


Tengdar fréttir

Hefur ekki áhyggjur af fylgishruni án Helga Hrafns

Þingmaður Pírata segist ekki hafa áhyggjur af fylgistapi þótt Helgi Hrafn Gunnarsson hafi tilkynnt um brotthvarf sitt í dag. Þar með er ljós að aðeins tveir af núverandi þingmönnum Pírata bjóða sig fram aftur, en flokkurinn gæti fengið allt að 20 þingsæti miðað við skoðanakannanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×