Eiður: Ég er bara mannlegur Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júlí 2016 23:17 Eiður Smári spilaði síðustu tíu. vísir/vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í tapinu gegn Frakklandi í kvöld en hann þurfti að sætta sig við að sitja á bekknum allan tímann í sigrunum gegn Austurríki og Englandi. Eiður Smári gaf sér smá tíma til að ræða við íslenska fjölmiðla eftir leikinn en bað þá sérstaklega um að spyrja sig ekki hvort hann sé hættur. Vonandi þýðir það að hann sé ekki hættur. Aðspurður um tilfinninguna í brjósti leikmanna inn í klefa eftir leik sagði Eiður: „Ég held að það hafi verið mikið svekkelsi. Það sem stendur upp úr hjá mér er bara stolt eftir það sem við gerðum.“ „Það hefði verið verra að hefðum við fallið út á síðustu mínútu eða í vítaspyrnukeppni eða eitthvað svoleiðis.“ Franska liðið var 4-0 yfir í fyrri hálfleik og yfirspilaði okkar stráka sem gerðu mikið af mistökum sem þeir eru ekki þekktir fyrir að gera. „Því miður áttum við ekki séns í þessum leik. Við spiluðum ekki nógu vel. Það var ekki nógu mikil orka í okkur og við gáfum því miður of mikið af svæði. Okkur var bara refsað,“ sagði Eiður Smári. Eins og gegn Ungverjalandi ætlaði allt um koll að keyra í stúkunni þegar Eiður Smári kom inn á. Þessi þrautreyndi og markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi viðurkenndi að þetta yljar honum um hjartarætur. „Auðvitað. Ég er bara mannlegur eins og allir aðrir. Þetta var æðislegt. Það er samt svo erfitt þegar maður er að koma inn á og einbeita sér að því að hugsa um það sem er að gerast upp í stúku. En auðvitað fann ég fyrir þessu. Þetta var frábært," sagði Eiður sem þakkaði svo stuðninginn eftir leik ásamt hinum strákunum í liðinu. „Það hefði verið asnalegt að gera það ekki. Þetta er besti stuðningur sem ég hef upplifað hjá íslensku landsliðinu og ég held að við getum verið ótrúlega stolt af því hvernig stuðningurinn hefur verið, hvernig fólk hefur hagað sér og hvernig það hefur mætt á völlinn. Orkan sem við höfum fundið frá fólkinu öllu bæði hér og heima hefur verið mögnuð,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Fyrsta sinn á ævinni stoltur eftir að hafa skíttapað Ragnar Sigurðsson sagði að franska liðið hafi einfaldlega tekið það íslenska í bakaríið í fyrri hálfleik í kvöld. 3. júlí 2016 23:00 Ari Freyr: Englandsleikurinn hápunktur Ari Freyr Skúlason segir að hann muni minnast þess til æviloka að hafa spilað með Íslandi í fyrsta skipti á EM. 3. júlí 2016 22:43 Kári: Að fá á sig fimm mörk er eitthvað sem ég get ekki brosað yfir núna Kári Árnason var niðurlútur í leikslok þegar hann talaði við fjölmiðla skömmu eftir að Ísland datt út á EM í Frakklandi gegn gestgjöfunum. 3. júlí 2016 23:00 Jón Daði: Búið að vera þvílíkt ferðalag Jón Daði Böðvarsson lék fyrri hálfleikinn þegar Ísland féll úr leik fyrir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM 2016 í Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 22:51 Geggjuð ljósasýning og veisla við Eiffel-turninn eftir sigur Frakka Tugir þúsunda fögnuðu á stuðningsmannasvæðinu eftir leikinn í kvöld. 3. júlí 2016 22:27 Elmar: Ekki séð Íslendinga svona jákvæða í mörg ár Theódór Elmar Bjarnason sagði menn vera svekktir inn í klefa, en menn gætu gengið stoltir frá borði eftir frábæra frammistöðu Íslands á EM. 3. júlí 2016 22:20 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í tapinu gegn Frakklandi í kvöld en hann þurfti að sætta sig við að sitja á bekknum allan tímann í sigrunum gegn Austurríki og Englandi. Eiður Smári gaf sér smá tíma til að ræða við íslenska fjölmiðla eftir leikinn en bað þá sérstaklega um að spyrja sig ekki hvort hann sé hættur. Vonandi þýðir það að hann sé ekki hættur. Aðspurður um tilfinninguna í brjósti leikmanna inn í klefa eftir leik sagði Eiður: „Ég held að það hafi verið mikið svekkelsi. Það sem stendur upp úr hjá mér er bara stolt eftir það sem við gerðum.“ „Það hefði verið verra að hefðum við fallið út á síðustu mínútu eða í vítaspyrnukeppni eða eitthvað svoleiðis.“ Franska liðið var 4-0 yfir í fyrri hálfleik og yfirspilaði okkar stráka sem gerðu mikið af mistökum sem þeir eru ekki þekktir fyrir að gera. „Því miður áttum við ekki séns í þessum leik. Við spiluðum ekki nógu vel. Það var ekki nógu mikil orka í okkur og við gáfum því miður of mikið af svæði. Okkur var bara refsað,“ sagði Eiður Smári. Eins og gegn Ungverjalandi ætlaði allt um koll að keyra í stúkunni þegar Eiður Smári kom inn á. Þessi þrautreyndi og markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi viðurkenndi að þetta yljar honum um hjartarætur. „Auðvitað. Ég er bara mannlegur eins og allir aðrir. Þetta var æðislegt. Það er samt svo erfitt þegar maður er að koma inn á og einbeita sér að því að hugsa um það sem er að gerast upp í stúku. En auðvitað fann ég fyrir þessu. Þetta var frábært," sagði Eiður sem þakkaði svo stuðninginn eftir leik ásamt hinum strákunum í liðinu. „Það hefði verið asnalegt að gera það ekki. Þetta er besti stuðningur sem ég hef upplifað hjá íslensku landsliðinu og ég held að við getum verið ótrúlega stolt af því hvernig stuðningurinn hefur verið, hvernig fólk hefur hagað sér og hvernig það hefur mætt á völlinn. Orkan sem við höfum fundið frá fólkinu öllu bæði hér og heima hefur verið mögnuð,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Fyrsta sinn á ævinni stoltur eftir að hafa skíttapað Ragnar Sigurðsson sagði að franska liðið hafi einfaldlega tekið það íslenska í bakaríið í fyrri hálfleik í kvöld. 3. júlí 2016 23:00 Ari Freyr: Englandsleikurinn hápunktur Ari Freyr Skúlason segir að hann muni minnast þess til æviloka að hafa spilað með Íslandi í fyrsta skipti á EM. 3. júlí 2016 22:43 Kári: Að fá á sig fimm mörk er eitthvað sem ég get ekki brosað yfir núna Kári Árnason var niðurlútur í leikslok þegar hann talaði við fjölmiðla skömmu eftir að Ísland datt út á EM í Frakklandi gegn gestgjöfunum. 3. júlí 2016 23:00 Jón Daði: Búið að vera þvílíkt ferðalag Jón Daði Böðvarsson lék fyrri hálfleikinn þegar Ísland féll úr leik fyrir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM 2016 í Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 22:51 Geggjuð ljósasýning og veisla við Eiffel-turninn eftir sigur Frakka Tugir þúsunda fögnuðu á stuðningsmannasvæðinu eftir leikinn í kvöld. 3. júlí 2016 22:27 Elmar: Ekki séð Íslendinga svona jákvæða í mörg ár Theódór Elmar Bjarnason sagði menn vera svekktir inn í klefa, en menn gætu gengið stoltir frá borði eftir frábæra frammistöðu Íslands á EM. 3. júlí 2016 22:20 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Ragnar: Fyrsta sinn á ævinni stoltur eftir að hafa skíttapað Ragnar Sigurðsson sagði að franska liðið hafi einfaldlega tekið það íslenska í bakaríið í fyrri hálfleik í kvöld. 3. júlí 2016 23:00
Ari Freyr: Englandsleikurinn hápunktur Ari Freyr Skúlason segir að hann muni minnast þess til æviloka að hafa spilað með Íslandi í fyrsta skipti á EM. 3. júlí 2016 22:43
Kári: Að fá á sig fimm mörk er eitthvað sem ég get ekki brosað yfir núna Kári Árnason var niðurlútur í leikslok þegar hann talaði við fjölmiðla skömmu eftir að Ísland datt út á EM í Frakklandi gegn gestgjöfunum. 3. júlí 2016 23:00
Jón Daði: Búið að vera þvílíkt ferðalag Jón Daði Böðvarsson lék fyrri hálfleikinn þegar Ísland féll úr leik fyrir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM 2016 í Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 22:51
Geggjuð ljósasýning og veisla við Eiffel-turninn eftir sigur Frakka Tugir þúsunda fögnuðu á stuðningsmannasvæðinu eftir leikinn í kvöld. 3. júlí 2016 22:27
Elmar: Ekki séð Íslendinga svona jákvæða í mörg ár Theódór Elmar Bjarnason sagði menn vera svekktir inn í klefa, en menn gætu gengið stoltir frá borði eftir frábæra frammistöðu Íslands á EM. 3. júlí 2016 22:20