Deschamps: Tek hatt minn ofan fyrir Íslandi

Andstæðingur Frakklands í undanúrslitunum verður Þýskaland og snerist blaðamannafundurinn að stórum hluta um þann leik. En Deschamps hrósaði þó íslenska liðinu.
„Við vorum 4-0 yfir í hálfleik og þó svo að allt getur gerst í fótbolta þá vorum við með nokkuð góða forystu,“ sagði hann um fyrri hálfleikinn þar sem Ísland átti erfitt uppdráttar.
„En Ísland spilaði meiri fótbolta í síðari hálfleik og við gerðum nokkrar breytingar sem tók jafnvægið úr liðinu. En okkur tókst svo að ná ágætum tökum á leiknum.“
„Ég er ánægður fyrir hönd Íslands. Afrek þeirra er frábært. Að skora tvö mörk er verðlaun fyrir Íslendinga. En við skoruðum fimm og ég er ánægður með það þó svo að ég hafi ekki verið ánægður með að fá þessi tvö á okkur.“
„En þetta var merkilegt fyrir Ísland og ég tek hatt minn ofan fyrir allt það sem Ísland hefur afrekað á þessu móti.“
Tengdar fréttir

Twitter-umræðan: "Þið hafið gefið keppninni svo mikið“
Fólkið á Twitter hrósaði íslenska landsliðinu í hástert þrátt fyrir 5-2 tap fyrir gestgjöfum Frakka í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi.

Aðeins þrjú lið skorað meira á EM en Ísland
Aðeins þrjú lið hafa skorað fleiri mörk á EM 2016 í Frakklandi en Ísland.

Gylfi: Gleymum þessum vikum aldrei
"Þetta er erfitt. Við erum mjög svekktir með það hvernig við byrjuðum leikinn en ég held að Frakkarnir hafi verið of góðir fyrir okkur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld.

Einkunnir eftir tapið gegn Frökkum: Gylfi bestur
Ísland er úr leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 5-2 tap gegn Frakklandi á Stade de France í kvöld.

Íslendingar stoltir og Frakkar í skýjunum eftir magnað kvöld á Stade de France
Strákarnir okkar eiga heiður skilinn og stuðningsmenn líka eftir ótrúlegt Evrópumót.

Umfjöllun: Frakkland - Ísland 5-2 | Ævintýrinu lokið í Frakklandi
Ísland tapaði 5-2 fyrir Frakklandi og er úr leik á Evrópumótinu í fótbolta.

Lagerbäck: Ísland á sérstakan stað í mínu hjarta
Lagerbäck segir að tími sinn með íslenska landsliðinu standi honum afar nærri nú þegar starfi hans er lokið hjá KSÍ.