Einkunnir eftir tapið gegn Frökkum: Gylfi bestur 3. júlí 2016 20:55 Gylfi var valinn maður leiksins á Vísi. vísir/getty Ísland er úr leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 5-2 tap gegn Frakklandi á Stade de France í kvöld. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Íslands því eftir tuttugu mínútna leik var staðan orðin 2-0. Staðan var svo 4-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik klóruðu okkar menn aðeins í bakkann, en þeir Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason skoruðu mörk Íslands í síðari hálfleiknum. Lokatölur, eins og áður segir 5-2, en Vísir valdi Gylfa Þór Sigurðsson mann leiksins með sjö í einkunn. Einkunnir alla leikmanna auk umsagna má sjá hér að neðan.Einkunnagjöf Íslands:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Fengum ekkert aukalega frá Hannesi sem var vitað mál að við þyrftum. Fimmta markið skrifast að stóru leyti á hann.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Óþreytandi upp og niður völlinn en átti sem fyrr erfitt með að koma boltanum fyrir úr góðri stöðu.Kári Árnason, miðvörður 4 Þeir Ragnar hikstuðu í samvinnunni í fyrsta markinu og Kári leit illa út í fjórða markinu þótt heppnin hafi verið með Frökkum. Skipt útaf í hálfleik.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 5 Samvinnan í hjarta varnarinnar gekk ekki vel í fyrri hálfleik sem hefur verið einn af lyklunum að velgengni liðsins.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Öruggur í varnarleiknum en kom lítið út úr honum sóknarlega. Lagði upp seinna markið með fínni fyrirgjöf.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Skapaði besta færi Íslands í fyrri hálfleik og var mikið í boltanum, skapandi og líflegur. Hélt því áfram þegar hann færði sig á vinstri kantinn í síðari hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Sýndi gríðarlegan dugnað á miðjunni og leiddi liðið í baráttunni.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Besti maður Íslands í leiknum. Dró vagninn í sóknarleiknum og gaf okkur von um að geta skorað í leiknum. Flest færi Íslands komu eftir gullspyrnur Gylfa.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Átti afar erfitt uppdráttar og komst seint í takt við leikinn. Nýttist lítið í sóknarleiknum og kom ekkert út úr þeim Ara vinstra megin í fyrri hálfleik. Virkaði andlaus lengi vel en skoraði gott mark í lokin.Jón Daði Böðvarsson 5 Fékk besta færi Íslands í fyrri hálflleiknum en náði ekki að stýra boltanum í markið. Duglegur að vanda en vantaði styrk í baráttunni við nautsterka miðverði Frakkanna.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Skoraði mark Íslands og vann einvígin sín í loftinu. Minnti franska fótboltaunnendur á styrkleika sína.Varamenn:Alfreð Finnbogason 6 - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 46. mínútu) Átti fína innkomu, var mikið í boltanum og kom sér í færi.Sverrir Ingi Ingason 5 - (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 46. mínútu) Leit illa út í fimmta marki Frakka og fór illa með algjört dauðafæri í síðari hálfleik. Minnti samt á hve björt framtíðin er með hann í vörninni, gríðarlega ógnandi í föstum leikatriðum.Eiður Smári Guðjohnsen - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 83. mínútu) Goðsögnin lauk ferlinum með fyrirliðabandið og Ísland skoraði augnabliki eftir innkomuna. Takk. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Ísland er úr leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 5-2 tap gegn Frakklandi á Stade de France í kvöld. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Íslands því eftir tuttugu mínútna leik var staðan orðin 2-0. Staðan var svo 4-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik klóruðu okkar menn aðeins í bakkann, en þeir Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason skoruðu mörk Íslands í síðari hálfleiknum. Lokatölur, eins og áður segir 5-2, en Vísir valdi Gylfa Þór Sigurðsson mann leiksins með sjö í einkunn. Einkunnir alla leikmanna auk umsagna má sjá hér að neðan.Einkunnagjöf Íslands:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Fengum ekkert aukalega frá Hannesi sem var vitað mál að við þyrftum. Fimmta markið skrifast að stóru leyti á hann.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Óþreytandi upp og niður völlinn en átti sem fyrr erfitt með að koma boltanum fyrir úr góðri stöðu.Kári Árnason, miðvörður 4 Þeir Ragnar hikstuðu í samvinnunni í fyrsta markinu og Kári leit illa út í fjórða markinu þótt heppnin hafi verið með Frökkum. Skipt útaf í hálfleik.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 5 Samvinnan í hjarta varnarinnar gekk ekki vel í fyrri hálfleik sem hefur verið einn af lyklunum að velgengni liðsins.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Öruggur í varnarleiknum en kom lítið út úr honum sóknarlega. Lagði upp seinna markið með fínni fyrirgjöf.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Skapaði besta færi Íslands í fyrri hálfleik og var mikið í boltanum, skapandi og líflegur. Hélt því áfram þegar hann færði sig á vinstri kantinn í síðari hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Sýndi gríðarlegan dugnað á miðjunni og leiddi liðið í baráttunni.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Besti maður Íslands í leiknum. Dró vagninn í sóknarleiknum og gaf okkur von um að geta skorað í leiknum. Flest færi Íslands komu eftir gullspyrnur Gylfa.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Átti afar erfitt uppdráttar og komst seint í takt við leikinn. Nýttist lítið í sóknarleiknum og kom ekkert út úr þeim Ara vinstra megin í fyrri hálfleik. Virkaði andlaus lengi vel en skoraði gott mark í lokin.Jón Daði Böðvarsson 5 Fékk besta færi Íslands í fyrri hálflleiknum en náði ekki að stýra boltanum í markið. Duglegur að vanda en vantaði styrk í baráttunni við nautsterka miðverði Frakkanna.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Skoraði mark Íslands og vann einvígin sín í loftinu. Minnti franska fótboltaunnendur á styrkleika sína.Varamenn:Alfreð Finnbogason 6 - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 46. mínútu) Átti fína innkomu, var mikið í boltanum og kom sér í færi.Sverrir Ingi Ingason 5 - (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 46. mínútu) Leit illa út í fimmta marki Frakka og fór illa með algjört dauðafæri í síðari hálfleik. Minnti samt á hve björt framtíðin er með hann í vörninni, gríðarlega ógnandi í föstum leikatriðum.Eiður Smári Guðjohnsen - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 83. mínútu) Goðsögnin lauk ferlinum með fyrirliðabandið og Ísland skoraði augnabliki eftir innkomuna. Takk.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast