Íslendingar í Guardian: Þjóðin er ástfangin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júlí 2016 21:45 Vísir/Getty Þrír stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa deilt upplifun sinni af Evrópumótinu í knattspyrnu á vefsíðu enska dagblaðsins Guardian. Þeir Jón Gunnar Ákason, Alex Alexandersson og Eggert Stefánsson hafa allir skemmtilega sögu að segja frá því hvernig árangur Íslands á EM hefur snert þá persónulega og hvernig upplifun íslensku þjóðarinnar hefur verið. „Þetta er að breytast í ástarsögu sem nær til allrar þjóðarinnar. Það eru allir að verða ástfangnir af knattspyrnu,“ skrifaði Alex sem hrósaði sérstaklega frammistöðu miðvarðanna Kára Árnasonar og Ragnars Sigurðssonar. Hann þakkaði einnig stuðningsmönnum Motherwell sem færðu Íslendingum „víkingaklappið“ sem Silfurskeiðin, stuðningsmenn Stjörnunnar, tóku upp hjá sér og færðu svo til íslenska landsliðsins. Jón Gunnar segir að faðir hans, Áki Jónsson sem er 78 ára, hafi verið meðal áhorfenda þegar Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar og að það hafi verið ein innilegasta og djúpstæðasta upplifun ævi hans. Hann segir einnig að viðbröð ensku leikmannanna hafi reynst honum hugleikin og líkir þeim við viðbrögð Hollendinga, Portúgala og Austurríkismanna eftir leiki þeirra við Ísland. „Ísland hefur staðfest að [fótbolti] er enn mikil liðsíþrótt. Með réttu viðhorfi og baráttuanda er hægt að draga úr kostum og hæfileikum einstaklingsins,“ skrifar hann. „Það vita allir að það er ótrúlegt afrek fyrir Ísland að leggja England að velli. En ekki allir skilja að það er ekki bara vegna þess að Íslendindgar voru heppnir þann daginn. Ég leyfi mér að segja að það er eitt merkasta afrek í knattspyrnusögunni.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira
Þrír stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa deilt upplifun sinni af Evrópumótinu í knattspyrnu á vefsíðu enska dagblaðsins Guardian. Þeir Jón Gunnar Ákason, Alex Alexandersson og Eggert Stefánsson hafa allir skemmtilega sögu að segja frá því hvernig árangur Íslands á EM hefur snert þá persónulega og hvernig upplifun íslensku þjóðarinnar hefur verið. „Þetta er að breytast í ástarsögu sem nær til allrar þjóðarinnar. Það eru allir að verða ástfangnir af knattspyrnu,“ skrifaði Alex sem hrósaði sérstaklega frammistöðu miðvarðanna Kára Árnasonar og Ragnars Sigurðssonar. Hann þakkaði einnig stuðningsmönnum Motherwell sem færðu Íslendingum „víkingaklappið“ sem Silfurskeiðin, stuðningsmenn Stjörnunnar, tóku upp hjá sér og færðu svo til íslenska landsliðsins. Jón Gunnar segir að faðir hans, Áki Jónsson sem er 78 ára, hafi verið meðal áhorfenda þegar Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar og að það hafi verið ein innilegasta og djúpstæðasta upplifun ævi hans. Hann segir einnig að viðbröð ensku leikmannanna hafi reynst honum hugleikin og líkir þeim við viðbrögð Hollendinga, Portúgala og Austurríkismanna eftir leiki þeirra við Ísland. „Ísland hefur staðfest að [fótbolti] er enn mikil liðsíþrótt. Með réttu viðhorfi og baráttuanda er hægt að draga úr kostum og hæfileikum einstaklingsins,“ skrifar hann. „Það vita allir að það er ótrúlegt afrek fyrir Ísland að leggja England að velli. En ekki allir skilja að það er ekki bara vegna þess að Íslendindgar voru heppnir þann daginn. Ég leyfi mér að segja að það er eitt merkasta afrek í knattspyrnusögunni.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira