„Við spilum einfalt og ef einhverjum finnst það lélegt er það bara þeirra skoðun“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2016 19:00 Það var afskaplega létt yfir landsliðsþjálfurunum og fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni á blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Stade de France í dag. Menn reittu af sér brandarana og tók Lars Lagerbäck meira að segja einn um tilhugalíf. Aron Einar Gunnarsson sagðist klár í slaginn en hann hefur spilað meira og minna meiddur allt mótið. Hann elskar að spila á móti þeim bestu og og hlakkar til að takast á við Paul Pogba, einn eftirsóttasta leikmann heims. „Það er alltaf best og skemmtilegast að spila á móti þeim bestu og hann er klárlega einn af þeim. Hann er einn þeirra miðjumanna í dag sem skarar fram úr. Þetta verður barátta en ég er tilbúinn að kljást við hvern sem er og hef gert það ágætlega hingað til á þessu móti. Það er bara annar bardagi á morgun sem menn erum tilbúnir í,“ sagði Aron Einar. Strákarnir okkar eru búnir að fella hvern risann á fætur öðrum á leið sinni í átta liða úrslitum EM. Þeir eru orðnir þaulvanir því að spila stóra leiki og því er spennustigið í góðu lagi fyrir morgundaginn. „Þú hittir naglann á höfuðið með spennustigið af því við erum alltaf að spila stærsta leikinn í sögu íslenska landsliðsins og kannski íslensks fótbolta. Menn eru bara vanari því eftir sem við spilum fleiri leiki. Líka þegar við erum búnir að sigrast á þeim hindrunum á vegi okkkar virðast hindranirnar framundan vera minni,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur bæði verið lofað en líka lastað fyrir að spila það sem er kallað einfaldur fótbolti. Heimir Hallgrímsson sagði sjálfur á fundinum í dag að Ísland spilar einfalt en það er líka það sem hefur skilað liðinu svona langt. „Ég meina einfaldur þannig að við spilum á okkar styrkleikum. Við vitum hvað við getum og ég hef oft sagt að ef við ætlum að spila eins og Spánverjar yrðum við bara léleg eftirlíking af þeim. Við vitum hvað við getum, við vitum hvar styrkleiki okkar liggur og við spilum upp á þann styrkleika. Það kalla ég að spila einfalt. Ef einhverjum finnst það vera lélegt eða niðurlægjandi er það bara þeirra skoðun,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Yngri flokka þjálfararnir á Íslandi eiga hrósið skilið Heimir ætlar að bíða með frekari greiningu á árangri Íslands því hann er upptekinn af því að sigra Frakkland. 2. júlí 2016 16:02 Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55 Stuð hjá Íslendingum í París þrátt fyrir sólarleysi Landsmenn brostu út að eyrum sólarhring fyrir stóru stundina á Stade de France. 2. júlí 2016 16:18 Aron: Synd að annar þeirra þurfi að hætta Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn geti leitað jafnt til Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. 2. júlí 2016 16:39 Mynd Lars á liðsfundi: Örugglega léleg mynd ef þú spyrð Aron Lars Lagerbäck reyndi að hvetja sína menn til dáða með myndvinnslu fyrir liðsfund íslenska liðsins. Það er ekki hans sterkasta svið. 2. júlí 2016 16:26 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Það var afskaplega létt yfir landsliðsþjálfurunum og fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni á blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Stade de France í dag. Menn reittu af sér brandarana og tók Lars Lagerbäck meira að segja einn um tilhugalíf. Aron Einar Gunnarsson sagðist klár í slaginn en hann hefur spilað meira og minna meiddur allt mótið. Hann elskar að spila á móti þeim bestu og og hlakkar til að takast á við Paul Pogba, einn eftirsóttasta leikmann heims. „Það er alltaf best og skemmtilegast að spila á móti þeim bestu og hann er klárlega einn af þeim. Hann er einn þeirra miðjumanna í dag sem skarar fram úr. Þetta verður barátta en ég er tilbúinn að kljást við hvern sem er og hef gert það ágætlega hingað til á þessu móti. Það er bara annar bardagi á morgun sem menn erum tilbúnir í,“ sagði Aron Einar. Strákarnir okkar eru búnir að fella hvern risann á fætur öðrum á leið sinni í átta liða úrslitum EM. Þeir eru orðnir þaulvanir því að spila stóra leiki og því er spennustigið í góðu lagi fyrir morgundaginn. „Þú hittir naglann á höfuðið með spennustigið af því við erum alltaf að spila stærsta leikinn í sögu íslenska landsliðsins og kannski íslensks fótbolta. Menn eru bara vanari því eftir sem við spilum fleiri leiki. Líka þegar við erum búnir að sigrast á þeim hindrunum á vegi okkkar virðast hindranirnar framundan vera minni,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur bæði verið lofað en líka lastað fyrir að spila það sem er kallað einfaldur fótbolti. Heimir Hallgrímsson sagði sjálfur á fundinum í dag að Ísland spilar einfalt en það er líka það sem hefur skilað liðinu svona langt. „Ég meina einfaldur þannig að við spilum á okkar styrkleikum. Við vitum hvað við getum og ég hef oft sagt að ef við ætlum að spila eins og Spánverjar yrðum við bara léleg eftirlíking af þeim. Við vitum hvað við getum, við vitum hvar styrkleiki okkar liggur og við spilum upp á þann styrkleika. Það kalla ég að spila einfalt. Ef einhverjum finnst það vera lélegt eða niðurlægjandi er það bara þeirra skoðun,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Yngri flokka þjálfararnir á Íslandi eiga hrósið skilið Heimir ætlar að bíða með frekari greiningu á árangri Íslands því hann er upptekinn af því að sigra Frakkland. 2. júlí 2016 16:02 Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55 Stuð hjá Íslendingum í París þrátt fyrir sólarleysi Landsmenn brostu út að eyrum sólarhring fyrir stóru stundina á Stade de France. 2. júlí 2016 16:18 Aron: Synd að annar þeirra þurfi að hætta Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn geti leitað jafnt til Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. 2. júlí 2016 16:39 Mynd Lars á liðsfundi: Örugglega léleg mynd ef þú spyrð Aron Lars Lagerbäck reyndi að hvetja sína menn til dáða með myndvinnslu fyrir liðsfund íslenska liðsins. Það er ekki hans sterkasta svið. 2. júlí 2016 16:26 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Yngri flokka þjálfararnir á Íslandi eiga hrósið skilið Heimir ætlar að bíða með frekari greiningu á árangri Íslands því hann er upptekinn af því að sigra Frakkland. 2. júlí 2016 16:02
Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55
Stuð hjá Íslendingum í París þrátt fyrir sólarleysi Landsmenn brostu út að eyrum sólarhring fyrir stóru stundina á Stade de France. 2. júlí 2016 16:18
Aron: Synd að annar þeirra þurfi að hætta Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn geti leitað jafnt til Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. 2. júlí 2016 16:39
Mynd Lars á liðsfundi: Örugglega léleg mynd ef þú spyrð Aron Lars Lagerbäck reyndi að hvetja sína menn til dáða með myndvinnslu fyrir liðsfund íslenska liðsins. Það er ekki hans sterkasta svið. 2. júlí 2016 16:26