Innlent

Kona féll í klettum ofan við Víkurfjöru

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Víkurfjara.
Víkurfjara. Vísir/Friðrik Þór
*Uppfært* 15.30 Ranghermt var í tilkynningu Landsbjargar að konan hafi fallið í klettum ofan við Reynisfjöru. Rétt er að hún hafi fallið í klettunum fyrir ofan Víkurfjöru

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi hafa verið kallaðar út til að sinna þremur útköllum.

Annars vegar féll kona í klettum ofan við Reynisfjöru. Aðstæður eru mjög erfiðar en beita þurfti sérhæfðri fjallabjörgun en einnig var þyrla LHG kölluð út til aðstoðar. Björgunarmenn óðu í sjó meðfram klettunum og klifruðu svo upp að konunni og gátu tekið á móti siglínu þyrlunnar.

Hins vegar er um að ræða göngukonu sem er í sjálfheldu í sunnanverðu Ingólfsfjalli. Er þar um vinsæla gönguleið að ræða sem viðkomandi virðist hafa farið út af. Er hún komin i hendur björgunarmanna og verið er að koma henni niður af fjallinu.

Þá voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna slasaðs göngumanns í Reykjadal ofan Hveragerðis. Björgunarmenn eru nú a leið á staðinn en líklegt er að bera þurfi viðkomandi niður. Talið er að viðkomandi sé i um 20 mínútna göngufjarlægð frá bílastæðinu þar sem gjarnan er lagt af stað upp Reykjadal. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×