Símkerfið brann yfir hjá Errea-umboðinu: Reikna með nýrri sendingu í kvöld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2016 12:33 Von er á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum til landsins í kvöld. Vísir Reiknað er með að ný sending af íslenskum landsliðstreyjum komi landsins í kvöld. Gríðarleg eftirspurn er eftir treyjunum og hafa þær verið uppseldar um hríð. Brjálað hefur verið að gera hjá Errea-umboðinu frá því að Evrópumótið í Frakklandi hófst. „Eins og staðan er núna þá lítur þetta vel út. Við getum ekki staðfest það fyrr en 18 í kvöld en þá fáum við sendinguna í hendur,“ segir Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóra Sport Company ehf, sem er með Errea-umboðið á Ísland. Þegar búið er að taka á móti sendingunni verða treyjurnar sendar til verslanna sem selja treyjuna en nokkrar verslanir hyggja á að hafa opið í kvöld til þess að geta selt treyjurnar í tæka tíð fyrir marga áður en haldið verður út til Frakklands en fjölmargir fara út á morgun til þess sjá leik Íslendinga og Frakka í 8-liða úrslitum mótsins.Sendingin átti að koma í gær en engar treyjur bárust og sendi Sports Company frá sér tilkynningu þar sem Íslendingar voru beðnir um að halda ró sinni.Geir Þorsteinsson og Þorvaldur Ólafsson þegar nýja treyjan var kynnt til leiks.„Það var ömurlegt að vera í Keflavík í gær þegar ég átti að sækja kassana og það voru engir kassar í gáminum,“ segir Þorvaldur. Síminn hefur bókstaflega ekki hætt að hringja hjá honum frá því að mótið hófst. „Skilaboðin á Facebook skipta hundruðum. Öll þessi símtöl á meðan EM var í gangi hafa gert það að verkum að símkerfið okkar brann yfir og nú er verið að setja upp nýja símstöð,“ segir Þorvaldur. Ljóst er að fáir gerðir sér í hugarlund hversu vinsæl treyjan myndi verða en hún er orðin eftirsótt um allan heim, og þá hvergi jafn vinsæl og í Skotlandi, líkt og Vísir greindi frá í gær. „Þessi treyja er ekki bara heit á Íslandi, hún er heit út um allan heim,“ segir Þorvaldur sem hefur mætt í fjölda viðtala við erlenda fjölmiðla vegna landsliðstreyjunnar. Þorvaldur fer sjálfur út á leikinn á morgun, hann ætlaði í dag, en frestaði för sinni svo hann gæti tekið á móti sendingunni sjálfur. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íþróttaverslanir um heim allan vilja selja íslenska búninginn Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. 29. júní 2016 20:30 Treyjurnar ekki komnar til landsins: Fólk beðið um að halda ró sinni Errea átti von á sendingu af íslenskum landsliðstreyjum í dag en ljóst er að þær muni ekki berast í tæka tíð. 1. júlí 2016 11:53 Manna næturvaktir því Skotar eru svo æstir í íslensku treyjuna Það voru ekki bara Íslendingar sem fögnuðu sem óðir væru eftir sigurinn á Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. 1. júlí 2016 12:30 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Reiknað er með að ný sending af íslenskum landsliðstreyjum komi landsins í kvöld. Gríðarleg eftirspurn er eftir treyjunum og hafa þær verið uppseldar um hríð. Brjálað hefur verið að gera hjá Errea-umboðinu frá því að Evrópumótið í Frakklandi hófst. „Eins og staðan er núna þá lítur þetta vel út. Við getum ekki staðfest það fyrr en 18 í kvöld en þá fáum við sendinguna í hendur,“ segir Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóra Sport Company ehf, sem er með Errea-umboðið á Ísland. Þegar búið er að taka á móti sendingunni verða treyjurnar sendar til verslanna sem selja treyjuna en nokkrar verslanir hyggja á að hafa opið í kvöld til þess að geta selt treyjurnar í tæka tíð fyrir marga áður en haldið verður út til Frakklands en fjölmargir fara út á morgun til þess sjá leik Íslendinga og Frakka í 8-liða úrslitum mótsins.Sendingin átti að koma í gær en engar treyjur bárust og sendi Sports Company frá sér tilkynningu þar sem Íslendingar voru beðnir um að halda ró sinni.Geir Þorsteinsson og Þorvaldur Ólafsson þegar nýja treyjan var kynnt til leiks.„Það var ömurlegt að vera í Keflavík í gær þegar ég átti að sækja kassana og það voru engir kassar í gáminum,“ segir Þorvaldur. Síminn hefur bókstaflega ekki hætt að hringja hjá honum frá því að mótið hófst. „Skilaboðin á Facebook skipta hundruðum. Öll þessi símtöl á meðan EM var í gangi hafa gert það að verkum að símkerfið okkar brann yfir og nú er verið að setja upp nýja símstöð,“ segir Þorvaldur. Ljóst er að fáir gerðir sér í hugarlund hversu vinsæl treyjan myndi verða en hún er orðin eftirsótt um allan heim, og þá hvergi jafn vinsæl og í Skotlandi, líkt og Vísir greindi frá í gær. „Þessi treyja er ekki bara heit á Íslandi, hún er heit út um allan heim,“ segir Þorvaldur sem hefur mætt í fjölda viðtala við erlenda fjölmiðla vegna landsliðstreyjunnar. Þorvaldur fer sjálfur út á leikinn á morgun, hann ætlaði í dag, en frestaði för sinni svo hann gæti tekið á móti sendingunni sjálfur.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íþróttaverslanir um heim allan vilja selja íslenska búninginn Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. 29. júní 2016 20:30 Treyjurnar ekki komnar til landsins: Fólk beðið um að halda ró sinni Errea átti von á sendingu af íslenskum landsliðstreyjum í dag en ljóst er að þær muni ekki berast í tæka tíð. 1. júlí 2016 11:53 Manna næturvaktir því Skotar eru svo æstir í íslensku treyjuna Það voru ekki bara Íslendingar sem fögnuðu sem óðir væru eftir sigurinn á Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. 1. júlí 2016 12:30 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Íþróttaverslanir um heim allan vilja selja íslenska búninginn Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. 29. júní 2016 20:30
Treyjurnar ekki komnar til landsins: Fólk beðið um að halda ró sinni Errea átti von á sendingu af íslenskum landsliðstreyjum í dag en ljóst er að þær muni ekki berast í tæka tíð. 1. júlí 2016 11:53
Manna næturvaktir því Skotar eru svo æstir í íslensku treyjuna Það voru ekki bara Íslendingar sem fögnuðu sem óðir væru eftir sigurinn á Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. 1. júlí 2016 12:30