Símkerfið brann yfir hjá Errea-umboðinu: Reikna með nýrri sendingu í kvöld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2016 12:33 Von er á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum til landsins í kvöld. Vísir Reiknað er með að ný sending af íslenskum landsliðstreyjum komi landsins í kvöld. Gríðarleg eftirspurn er eftir treyjunum og hafa þær verið uppseldar um hríð. Brjálað hefur verið að gera hjá Errea-umboðinu frá því að Evrópumótið í Frakklandi hófst. „Eins og staðan er núna þá lítur þetta vel út. Við getum ekki staðfest það fyrr en 18 í kvöld en þá fáum við sendinguna í hendur,“ segir Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóra Sport Company ehf, sem er með Errea-umboðið á Ísland. Þegar búið er að taka á móti sendingunni verða treyjurnar sendar til verslanna sem selja treyjuna en nokkrar verslanir hyggja á að hafa opið í kvöld til þess að geta selt treyjurnar í tæka tíð fyrir marga áður en haldið verður út til Frakklands en fjölmargir fara út á morgun til þess sjá leik Íslendinga og Frakka í 8-liða úrslitum mótsins.Sendingin átti að koma í gær en engar treyjur bárust og sendi Sports Company frá sér tilkynningu þar sem Íslendingar voru beðnir um að halda ró sinni.Geir Þorsteinsson og Þorvaldur Ólafsson þegar nýja treyjan var kynnt til leiks.„Það var ömurlegt að vera í Keflavík í gær þegar ég átti að sækja kassana og það voru engir kassar í gáminum,“ segir Þorvaldur. Síminn hefur bókstaflega ekki hætt að hringja hjá honum frá því að mótið hófst. „Skilaboðin á Facebook skipta hundruðum. Öll þessi símtöl á meðan EM var í gangi hafa gert það að verkum að símkerfið okkar brann yfir og nú er verið að setja upp nýja símstöð,“ segir Þorvaldur. Ljóst er að fáir gerðir sér í hugarlund hversu vinsæl treyjan myndi verða en hún er orðin eftirsótt um allan heim, og þá hvergi jafn vinsæl og í Skotlandi, líkt og Vísir greindi frá í gær. „Þessi treyja er ekki bara heit á Íslandi, hún er heit út um allan heim,“ segir Þorvaldur sem hefur mætt í fjölda viðtala við erlenda fjölmiðla vegna landsliðstreyjunnar. Þorvaldur fer sjálfur út á leikinn á morgun, hann ætlaði í dag, en frestaði för sinni svo hann gæti tekið á móti sendingunni sjálfur. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íþróttaverslanir um heim allan vilja selja íslenska búninginn Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. 29. júní 2016 20:30 Treyjurnar ekki komnar til landsins: Fólk beðið um að halda ró sinni Errea átti von á sendingu af íslenskum landsliðstreyjum í dag en ljóst er að þær muni ekki berast í tæka tíð. 1. júlí 2016 11:53 Manna næturvaktir því Skotar eru svo æstir í íslensku treyjuna Það voru ekki bara Íslendingar sem fögnuðu sem óðir væru eftir sigurinn á Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. 1. júlí 2016 12:30 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Reiknað er með að ný sending af íslenskum landsliðstreyjum komi landsins í kvöld. Gríðarleg eftirspurn er eftir treyjunum og hafa þær verið uppseldar um hríð. Brjálað hefur verið að gera hjá Errea-umboðinu frá því að Evrópumótið í Frakklandi hófst. „Eins og staðan er núna þá lítur þetta vel út. Við getum ekki staðfest það fyrr en 18 í kvöld en þá fáum við sendinguna í hendur,“ segir Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóra Sport Company ehf, sem er með Errea-umboðið á Ísland. Þegar búið er að taka á móti sendingunni verða treyjurnar sendar til verslanna sem selja treyjuna en nokkrar verslanir hyggja á að hafa opið í kvöld til þess að geta selt treyjurnar í tæka tíð fyrir marga áður en haldið verður út til Frakklands en fjölmargir fara út á morgun til þess sjá leik Íslendinga og Frakka í 8-liða úrslitum mótsins.Sendingin átti að koma í gær en engar treyjur bárust og sendi Sports Company frá sér tilkynningu þar sem Íslendingar voru beðnir um að halda ró sinni.Geir Þorsteinsson og Þorvaldur Ólafsson þegar nýja treyjan var kynnt til leiks.„Það var ömurlegt að vera í Keflavík í gær þegar ég átti að sækja kassana og það voru engir kassar í gáminum,“ segir Þorvaldur. Síminn hefur bókstaflega ekki hætt að hringja hjá honum frá því að mótið hófst. „Skilaboðin á Facebook skipta hundruðum. Öll þessi símtöl á meðan EM var í gangi hafa gert það að verkum að símkerfið okkar brann yfir og nú er verið að setja upp nýja símstöð,“ segir Þorvaldur. Ljóst er að fáir gerðir sér í hugarlund hversu vinsæl treyjan myndi verða en hún er orðin eftirsótt um allan heim, og þá hvergi jafn vinsæl og í Skotlandi, líkt og Vísir greindi frá í gær. „Þessi treyja er ekki bara heit á Íslandi, hún er heit út um allan heim,“ segir Þorvaldur sem hefur mætt í fjölda viðtala við erlenda fjölmiðla vegna landsliðstreyjunnar. Þorvaldur fer sjálfur út á leikinn á morgun, hann ætlaði í dag, en frestaði för sinni svo hann gæti tekið á móti sendingunni sjálfur.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íþróttaverslanir um heim allan vilja selja íslenska búninginn Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. 29. júní 2016 20:30 Treyjurnar ekki komnar til landsins: Fólk beðið um að halda ró sinni Errea átti von á sendingu af íslenskum landsliðstreyjum í dag en ljóst er að þær muni ekki berast í tæka tíð. 1. júlí 2016 11:53 Manna næturvaktir því Skotar eru svo æstir í íslensku treyjuna Það voru ekki bara Íslendingar sem fögnuðu sem óðir væru eftir sigurinn á Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. 1. júlí 2016 12:30 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Íþróttaverslanir um heim allan vilja selja íslenska búninginn Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. 29. júní 2016 20:30
Treyjurnar ekki komnar til landsins: Fólk beðið um að halda ró sinni Errea átti von á sendingu af íslenskum landsliðstreyjum í dag en ljóst er að þær muni ekki berast í tæka tíð. 1. júlí 2016 11:53
Manna næturvaktir því Skotar eru svo æstir í íslensku treyjuna Það voru ekki bara Íslendingar sem fögnuðu sem óðir væru eftir sigurinn á Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. 1. júlí 2016 12:30