Umræðuefnið var að sjálfsögðu leikurinn í átta liða úrslitum EM á Stade de France á morgun þar sem gestgjafarnir mæta strákunum okkar í íslenska landsliðinu klukkan 21.00 að staðartíma.
Frakkar unnu sinn riðil og tóku svo Íra í 16 liða úrslitunum, 2-1, eftir að lenda undir en Ísland vann England, 2-1, í 16 liða úrslitunum.
Fundurinn var í beinni textalýsingu á Twitter-síðu Vísis en hér að neðan má sjá það sem bæði fyrirliðinn og þjálfarinn sögðu á fundinum.