Út í óvissuna Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. júlí 2016 00:01 Það sem kom kannski mest á óvart eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Brexit er hvað bresk stjórnvöld voru illa undirbúin fyrir niðurstöðuna. Það var helst Englandsbanki með Kanadamanninn Mark Carney í fararbroddi sem hafði einhverja áætlun. Og hún snerist öll um að róa markaði og reyna að afstýra hruni pundsins. Ríkisstjórn Davids Cameron hafði enga áætlun um hvað tæki við eða hvenær 50. gr. Lissabon-sáttamálans um úrsögn úr sambandinu yrði virkjuð, færi svo að Bretar vildu út úr sambandinu. Eftir niðurstöðuna er þátttaka Breta í evrópsku samstarfi í lausu lofti. Hætta er á því að Bretland liðist í sundur vegna kröfu Skota, sem vildu vera áfram í ESB, um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Óvissa er um réttindi annarra Evrópubúa sem búa í Bretlandi og um réttindi þeirra milljóna Breta sem búa og starfa annars staðar í álfunni. Á sama tíma er dálítið einkennilegt að fylgjast með umræðunni hér á Íslandi um þá ákvörðun 52 prósenta breskra kjósenda að segja sig frá fjórfrelsinu og innri markaðnum. Einverjir hafa stillt því þannig upp að málið snúist um hugmyndafræði á vinstri og hægri kvarða stjórnmálanna. Þannig hafi „vinstri menn“ verið óhressir með þessa ákvörðun og finni henni allt til foráttu en hægri menn ekki. Þetta er sérkennilegur málflutningur. Meirihluti breskra kjósenda tók ákvörðun um að segja sig frá samningi sem gengur út á frjálsan flutning fólks, vöru, þjónustu og fjármagns. Að styðja slíka úrsögn þýðir í reynd að vera á móti frjálsum viðskiptum og á móti því að fólk geti valið hvar það starfar eða býr óháð ríkisfangi. Það á ekkert skylt við hægri eða vinstri kvarða stjórnmálanna. Þetta snýst um hið opna samfélag, menningarlega fjölbreytni og frjáls viðskipti annars vegar. Og einangrunarstefnu og andúð á útlendingum hins vegar. Við skulum hafa hugfast að þeir sem kusu Bretland út úr sambandinu settu andstöðu við frjálsa fólksflutninga á oddinn. Sem er merkilegt því frjáls för vinnuafls er eingöngu til þess fallin að auka hagvöxt í Bretlandi og bæta lífskjör Breta en ekki öfugt. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði á miðvikudag að Bretar myndu ekki hafa aðgang að innri markaðnum án þess að samþykkja skilyrði um frjálsa för fólks milli landa. Þetta er eðlileg krafa. Fjórfrelsið er ekki matseðill þar sem menn geta valið og hafnað að vild. Að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi þýðir að þjóðríki þurfa að gera málamiðlanir. Njóta ávinnings og færa fórnir á víxl. Einn af þeim valkostum sem Bretar standa frammi fyrir núna er aðild að EFTA. Bretland yrði þar við hlið Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss. Færi svo að Bretar yrðu aðilar að EES-samningnum gegnum EFTA myndu þeir samþykkja nánast nákvæmlega sömu skuldbindingar og meirihluti breskra kjósenda hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það myndi binda sérkennilegan endahnút á þann einþáttung fáránleikans sem heimsbyggðin hefur fylgst með agndofa frá 23. júní síðastliðnum.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Það sem kom kannski mest á óvart eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Brexit er hvað bresk stjórnvöld voru illa undirbúin fyrir niðurstöðuna. Það var helst Englandsbanki með Kanadamanninn Mark Carney í fararbroddi sem hafði einhverja áætlun. Og hún snerist öll um að róa markaði og reyna að afstýra hruni pundsins. Ríkisstjórn Davids Cameron hafði enga áætlun um hvað tæki við eða hvenær 50. gr. Lissabon-sáttamálans um úrsögn úr sambandinu yrði virkjuð, færi svo að Bretar vildu út úr sambandinu. Eftir niðurstöðuna er þátttaka Breta í evrópsku samstarfi í lausu lofti. Hætta er á því að Bretland liðist í sundur vegna kröfu Skota, sem vildu vera áfram í ESB, um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Óvissa er um réttindi annarra Evrópubúa sem búa í Bretlandi og um réttindi þeirra milljóna Breta sem búa og starfa annars staðar í álfunni. Á sama tíma er dálítið einkennilegt að fylgjast með umræðunni hér á Íslandi um þá ákvörðun 52 prósenta breskra kjósenda að segja sig frá fjórfrelsinu og innri markaðnum. Einverjir hafa stillt því þannig upp að málið snúist um hugmyndafræði á vinstri og hægri kvarða stjórnmálanna. Þannig hafi „vinstri menn“ verið óhressir með þessa ákvörðun og finni henni allt til foráttu en hægri menn ekki. Þetta er sérkennilegur málflutningur. Meirihluti breskra kjósenda tók ákvörðun um að segja sig frá samningi sem gengur út á frjálsan flutning fólks, vöru, þjónustu og fjármagns. Að styðja slíka úrsögn þýðir í reynd að vera á móti frjálsum viðskiptum og á móti því að fólk geti valið hvar það starfar eða býr óháð ríkisfangi. Það á ekkert skylt við hægri eða vinstri kvarða stjórnmálanna. Þetta snýst um hið opna samfélag, menningarlega fjölbreytni og frjáls viðskipti annars vegar. Og einangrunarstefnu og andúð á útlendingum hins vegar. Við skulum hafa hugfast að þeir sem kusu Bretland út úr sambandinu settu andstöðu við frjálsa fólksflutninga á oddinn. Sem er merkilegt því frjáls för vinnuafls er eingöngu til þess fallin að auka hagvöxt í Bretlandi og bæta lífskjör Breta en ekki öfugt. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði á miðvikudag að Bretar myndu ekki hafa aðgang að innri markaðnum án þess að samþykkja skilyrði um frjálsa för fólks milli landa. Þetta er eðlileg krafa. Fjórfrelsið er ekki matseðill þar sem menn geta valið og hafnað að vild. Að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi þýðir að þjóðríki þurfa að gera málamiðlanir. Njóta ávinnings og færa fórnir á víxl. Einn af þeim valkostum sem Bretar standa frammi fyrir núna er aðild að EFTA. Bretland yrði þar við hlið Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss. Færi svo að Bretar yrðu aðilar að EES-samningnum gegnum EFTA myndu þeir samþykkja nánast nákvæmlega sömu skuldbindingar og meirihluti breskra kjósenda hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það myndi binda sérkennilegan endahnút á þann einþáttung fáránleikans sem heimsbyggðin hefur fylgst með agndofa frá 23. júní síðastliðnum.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí 2016
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun