Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 21. október 2025 19:31 Flóttamannasamningurinn var samþykktur í lok seinni heimsstyrjaldarinnar til að læra af mistökum mannkyns. Eftir að hafa brugðist fólki sem flúði útrýmingaráætlun nasista var ætlunin sú að þjóðir heims myndu sameinast um að taka á móti fólki sem flýr ofbeldi og ofsóknir í sínu heimaríki. Í dag eru ákveðnar þjóðir hins vegar fyrst og fremst að keppast um að gera það ekki. Og þar ætlar Ísland sko ekki að vera neinn eftirbátur. Girðingin og hjörðin Dyflinnarreglugerðin, hvað er nú það? Við þekkjum hana núorðið flest. Á grundvelli hennar hefur fólk verið sent þvers og kruss um Evrópu í áraraðir með miklum tilkostnaði, einna helst á landfræðilegan jaðar Evrópusambandsins. Skynsamlegast væri auðvitað að haga kerfinu þannig að það tryggi jafna dreifingu fólks sem leitar skjóls í Evrópu, stuðli að því að fólk geti náð fótfestu þar sem það lendir, í ríki þar sem það kannski talar tungumálið, þekkir til, þar sem atvinnutækifærin eru eða þar sem viðkomandi einstaklingur telur sig geta orðið hluti af samfélaginu. En reglurnar ganga ekki út á það. Þær ganga fyrst og fremst út á að það ríki sem „hleypti viðkomandi inn“ fyrir landamæri svæðisins taki „ábyrgðina“ á þeirri manneskju, eins og um sé að ræða eitthvað annað en manneskjur, einstaklinga með sjálfstæða hugsun, hæfileika og hugmyndir um framtíðina. Það er nefnilega þannig í hinu evrópska lagakerfi, að ef þú ert flóttamaður og kemur hingað, þá áttu rétt á vernd, en í raun máttu ekki koma hingað. Gildandi reglur heimila fólki ekki að koma til Evrópu í leit að vernd. Skyldan og valið Þannig er regluverkið, og hefur verið til áratuga. Hinar löglegu leiðir fyrir flóttafólk að koma til Evrópu og leita skjóls eru í flestum tilfellum engar. Leiðirnar eru fyrst og fremst það sem oft er kallað „ólöglegar“. Dyflinnarreglugerðin býður ríkjum Evrópu síðan upp á að varpa ábyrgðinni hvert yfir á annað, með ákveðnum takmörkunum, ef einhver slæðist inn. Öfugt á við það sem oft er haldið á lofti, er aðildarríkjum reglugerðarinnar þó alltaf frjálst að taka til sín ábyrgð á umsókn um vernd. Það er aldrei skylda að senda einstakling til annars ríkis gegn vilja viðkomandi. Aldrei. Meðal annars vegna þessa var áður ákvæði í íslenskum lögum þar sem sagði: … skal þó taka umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því. Þetta ákvæði var afnumið af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Nú er í lögum eingöngu kveðið á um skyldu okkar til endursendingar með vísan í Dyflinnarreglugerðina, sem leggur enga slíka skyldu á okkur. Íslensk sérregla eða alþjóðleg mannúðarregla? Stjórnvöld sögðu að ástæðan hafi verið sú að um íslenska sérreglu hafi verið að ræða sem brýnt hafi verið að afnema því hún hefði svo mikið aðdráttarafl. Þetta stenst þó ekki skoðun. Að öðru ótöldu standa nefnilega eftir inngangsorð og ákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar sjálfrar, sem íslensk stjórnvöld breyta ekki upp á sitt einsdæmi. Í inngangsorðum hennar segir: Sérhverju aðildarríki skal heimilt að víkja frá viðmiðununum um ábyrgð, einkum af mannúðar- og samúðarástæðum, í því skyni að sameina aðstandendur, skyldmenni eða aðra sem eru tengdir fjölskylduböndum… Í 16. gr. reglugerðarinnar segir svo: Ef umsækjandi er, sakir meðgöngu, nýfædds barns og fleira, háður aðstoð barns síns, systkinis eða foreldris, sem er með lagalega búsetu í einu aðildarríkjanna, … skulu aðildarríkin að jafnaði halda saman eða sameina umsækjanda og viðkomandi barn, systkini eða foreldri… Þetta stendur í Dyflinnarreglugerðinni sjálfri. Evrópskum lögum. Blekking eða blindni? Það var engin íslensk sérregla að heimila undantekningar frá ákvæðum Dyflinnarreglugerðarinnar á grundvelli mannúðarsjónarmiða og tengsla umsækjanda við landið. Reglan var, og er, alþjóðleg, samevrópsk og sammannleg. Ísland stærir sig af því á alþjóðavettvangi að standa öðrum ríkjum framar í vernd mannréttinda. Ég ætla að skilja þig, lesandi góður, eftir með þá spurningu hvort það sé raunverulega ennþá staðan í dag, og kannski ekki síður hvort það verði ennþá staðan á morgun, ef við höldum áfram eftir þessum vegi. Flóttamannasamningnum var ætlað að lögfesta lærdóm af seinni heimsstyrjöldinni og sameina þjóðir í að taka á móti fólki í neyð, en ekki í að vísa þeim á brott. Ætlum við að læra af sögunni eða ætlum við að endurtaka hana? Höfundur er lögmaður og varaformaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Flóttamenn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Flóttamannasamningurinn var samþykktur í lok seinni heimsstyrjaldarinnar til að læra af mistökum mannkyns. Eftir að hafa brugðist fólki sem flúði útrýmingaráætlun nasista var ætlunin sú að þjóðir heims myndu sameinast um að taka á móti fólki sem flýr ofbeldi og ofsóknir í sínu heimaríki. Í dag eru ákveðnar þjóðir hins vegar fyrst og fremst að keppast um að gera það ekki. Og þar ætlar Ísland sko ekki að vera neinn eftirbátur. Girðingin og hjörðin Dyflinnarreglugerðin, hvað er nú það? Við þekkjum hana núorðið flest. Á grundvelli hennar hefur fólk verið sent þvers og kruss um Evrópu í áraraðir með miklum tilkostnaði, einna helst á landfræðilegan jaðar Evrópusambandsins. Skynsamlegast væri auðvitað að haga kerfinu þannig að það tryggi jafna dreifingu fólks sem leitar skjóls í Evrópu, stuðli að því að fólk geti náð fótfestu þar sem það lendir, í ríki þar sem það kannski talar tungumálið, þekkir til, þar sem atvinnutækifærin eru eða þar sem viðkomandi einstaklingur telur sig geta orðið hluti af samfélaginu. En reglurnar ganga ekki út á það. Þær ganga fyrst og fremst út á að það ríki sem „hleypti viðkomandi inn“ fyrir landamæri svæðisins taki „ábyrgðina“ á þeirri manneskju, eins og um sé að ræða eitthvað annað en manneskjur, einstaklinga með sjálfstæða hugsun, hæfileika og hugmyndir um framtíðina. Það er nefnilega þannig í hinu evrópska lagakerfi, að ef þú ert flóttamaður og kemur hingað, þá áttu rétt á vernd, en í raun máttu ekki koma hingað. Gildandi reglur heimila fólki ekki að koma til Evrópu í leit að vernd. Skyldan og valið Þannig er regluverkið, og hefur verið til áratuga. Hinar löglegu leiðir fyrir flóttafólk að koma til Evrópu og leita skjóls eru í flestum tilfellum engar. Leiðirnar eru fyrst og fremst það sem oft er kallað „ólöglegar“. Dyflinnarreglugerðin býður ríkjum Evrópu síðan upp á að varpa ábyrgðinni hvert yfir á annað, með ákveðnum takmörkunum, ef einhver slæðist inn. Öfugt á við það sem oft er haldið á lofti, er aðildarríkjum reglugerðarinnar þó alltaf frjálst að taka til sín ábyrgð á umsókn um vernd. Það er aldrei skylda að senda einstakling til annars ríkis gegn vilja viðkomandi. Aldrei. Meðal annars vegna þessa var áður ákvæði í íslenskum lögum þar sem sagði: … skal þó taka umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því. Þetta ákvæði var afnumið af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Nú er í lögum eingöngu kveðið á um skyldu okkar til endursendingar með vísan í Dyflinnarreglugerðina, sem leggur enga slíka skyldu á okkur. Íslensk sérregla eða alþjóðleg mannúðarregla? Stjórnvöld sögðu að ástæðan hafi verið sú að um íslenska sérreglu hafi verið að ræða sem brýnt hafi verið að afnema því hún hefði svo mikið aðdráttarafl. Þetta stenst þó ekki skoðun. Að öðru ótöldu standa nefnilega eftir inngangsorð og ákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar sjálfrar, sem íslensk stjórnvöld breyta ekki upp á sitt einsdæmi. Í inngangsorðum hennar segir: Sérhverju aðildarríki skal heimilt að víkja frá viðmiðununum um ábyrgð, einkum af mannúðar- og samúðarástæðum, í því skyni að sameina aðstandendur, skyldmenni eða aðra sem eru tengdir fjölskylduböndum… Í 16. gr. reglugerðarinnar segir svo: Ef umsækjandi er, sakir meðgöngu, nýfædds barns og fleira, háður aðstoð barns síns, systkinis eða foreldris, sem er með lagalega búsetu í einu aðildarríkjanna, … skulu aðildarríkin að jafnaði halda saman eða sameina umsækjanda og viðkomandi barn, systkini eða foreldri… Þetta stendur í Dyflinnarreglugerðinni sjálfri. Evrópskum lögum. Blekking eða blindni? Það var engin íslensk sérregla að heimila undantekningar frá ákvæðum Dyflinnarreglugerðarinnar á grundvelli mannúðarsjónarmiða og tengsla umsækjanda við landið. Reglan var, og er, alþjóðleg, samevrópsk og sammannleg. Ísland stærir sig af því á alþjóðavettvangi að standa öðrum ríkjum framar í vernd mannréttinda. Ég ætla að skilja þig, lesandi góður, eftir með þá spurningu hvort það sé raunverulega ennþá staðan í dag, og kannski ekki síður hvort það verði ennþá staðan á morgun, ef við höldum áfram eftir þessum vegi. Flóttamannasamningnum var ætlað að lögfesta lærdóm af seinni heimsstyrjöldinni og sameina þjóðir í að taka á móti fólki í neyð, en ekki í að vísa þeim á brott. Ætlum við að læra af sögunni eða ætlum við að endurtaka hana? Höfundur er lögmaður og varaformaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun