Það verður stuð í París um helgina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. júlí 2016 21:08 vísir/getty Tólfan hefur sent frá sér tilkynningu um viðburði fyrir Íslendinga í París um helgina. Það verður mikill fjöldi Íslendinga í borginni sem eflaust vilja skemmta sér saman. Af ýmsu verður að taka eins og sjá má á tilkynningu Tólfunnar hér að neðan.Tilkynning Tólfunnar:Næsti kafli í þessu mikla ævintýri okkar Íslendinga er við það að hefjast. Tólfan þakkar þjóðinni og öllum velunnurum þann mikla samhug sem okkur hefur verið sýndur. Það er mikill heiður fyrir okkur að eiga þátt í þessari gríðarlegu stemningu og jákvæðni sem íslenska þjóðin hefur sýnt umheiminum. Við megum öll vera stolt af okkur sem þjóð.Í krafti þessa meðbyrs mun Tólfan efna til einstakrar veislu í París um helgina. Nú þegar Epli, Eimskip og Björn Steinbekk hafa tryggt nokkrum meðlimum miða á leikinn mun Tólfan, í samstarfi við auglýsingastofuna 23, netmidi.is, Wow Air, Eskimo Travels og Carlsberg standa fyrir þéttri dagskrá.Á laugardag verður sannkallað Íslendingapartý á O´Sullivans by the Mill í Moulin Rouge. Dagskráin hefst um kl 18. Arnar Friðriksson, aka Dvergurinn, einn af trommurum Tólfunnar mun munda gítarinn og byrja partýið. Enginn annar en meistari Blaz Roca mun síðan stíga á svið og trylla lýðinn í gang. Dj Ghozt mun svo stýra stemningunni eitthvað fram á nótt. Við viljum þó taka fram að sunnudagur er leikdagur og því hvetjum við fólk til að huga að því og mæta fersk í baráttuna. Formlegri dagskrá mun því ljúka um kl 01:00Á sunnudaginn munum við hittast á O´Sullivans upp úr kl. 14:00. Við endurtökum leikinn frá því fyrir leikinn gegn Austurríki og myndum blátt haf stuðningsmanna eftir endilangri götunni. Þarna þéttum við okkur saman og komum okkur í réttan gír fyrir leikinn gegn Frökkum. Við munum sannarlega gera allt sem í okkar valdi stendur til að það fari ekki framhjá nokkrum manni að stuðningsmenn íslenska landsliðsins séu mættir í ham á völlinn.Við höldum svo á Stade de France kl. 18. Látum strákana finna fyrir nærveru okkur vel fyrir leik og sýnum þeim okkar eldheita stuðning sem þeir eiga svo sannarlega skilið.Fjölmargir aðrir velunnarar hafa gert okkur kleift að þessi veisla geti farið fram og færum við þeim bestu þakkir fyrir.Mætum blá, með jákvæðni og góða skapið að vopni því það er okkar öflugasta tól. Höldum áfram að vera þjóðinni til sóma og berum virðingu fyrir leiknum, mótherjum og stuðningsmönnum andstæðingana.Áfram Ísland!!! Tólfan Kemur!!! EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Tólfan hefur sent frá sér tilkynningu um viðburði fyrir Íslendinga í París um helgina. Það verður mikill fjöldi Íslendinga í borginni sem eflaust vilja skemmta sér saman. Af ýmsu verður að taka eins og sjá má á tilkynningu Tólfunnar hér að neðan.Tilkynning Tólfunnar:Næsti kafli í þessu mikla ævintýri okkar Íslendinga er við það að hefjast. Tólfan þakkar þjóðinni og öllum velunnurum þann mikla samhug sem okkur hefur verið sýndur. Það er mikill heiður fyrir okkur að eiga þátt í þessari gríðarlegu stemningu og jákvæðni sem íslenska þjóðin hefur sýnt umheiminum. Við megum öll vera stolt af okkur sem þjóð.Í krafti þessa meðbyrs mun Tólfan efna til einstakrar veislu í París um helgina. Nú þegar Epli, Eimskip og Björn Steinbekk hafa tryggt nokkrum meðlimum miða á leikinn mun Tólfan, í samstarfi við auglýsingastofuna 23, netmidi.is, Wow Air, Eskimo Travels og Carlsberg standa fyrir þéttri dagskrá.Á laugardag verður sannkallað Íslendingapartý á O´Sullivans by the Mill í Moulin Rouge. Dagskráin hefst um kl 18. Arnar Friðriksson, aka Dvergurinn, einn af trommurum Tólfunnar mun munda gítarinn og byrja partýið. Enginn annar en meistari Blaz Roca mun síðan stíga á svið og trylla lýðinn í gang. Dj Ghozt mun svo stýra stemningunni eitthvað fram á nótt. Við viljum þó taka fram að sunnudagur er leikdagur og því hvetjum við fólk til að huga að því og mæta fersk í baráttuna. Formlegri dagskrá mun því ljúka um kl 01:00Á sunnudaginn munum við hittast á O´Sullivans upp úr kl. 14:00. Við endurtökum leikinn frá því fyrir leikinn gegn Austurríki og myndum blátt haf stuðningsmanna eftir endilangri götunni. Þarna þéttum við okkur saman og komum okkur í réttan gír fyrir leikinn gegn Frökkum. Við munum sannarlega gera allt sem í okkar valdi stendur til að það fari ekki framhjá nokkrum manni að stuðningsmenn íslenska landsliðsins séu mættir í ham á völlinn.Við höldum svo á Stade de France kl. 18. Látum strákana finna fyrir nærveru okkur vel fyrir leik og sýnum þeim okkar eldheita stuðning sem þeir eiga svo sannarlega skilið.Fjölmargir aðrir velunnarar hafa gert okkur kleift að þessi veisla geti farið fram og færum við þeim bestu þakkir fyrir.Mætum blá, með jákvæðni og góða skapið að vopni því það er okkar öflugasta tól. Höldum áfram að vera þjóðinni til sóma og berum virðingu fyrir leiknum, mótherjum og stuðningsmönnum andstæðingana.Áfram Ísland!!! Tólfan Kemur!!!
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira