EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2016 06:00 Þórður Guðjónsson, Rúnar Kristinsson og Birkir Kristinsson eftir leikinn fræga gegn Frökkum, 1-1 jafnteflið,árið 1998. vísir/hilmar Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. Atli Eðvaldsson skoraði með hælspyrnu undir lokin og minnkaði muninn í 2-1 í tapi gegn Eric Cantona, Jean Pierre Papin og fleiri stjörnum á Laugardalsvellinum þegar ég var átta ára. Leikurinn var í undankeppni EM 1992. Galdramaðurinn Atli með mark og eins marks tap eitthvað sem hægt var að vera nokkuð sáttur við. Í seinni leiknum í Frakklandi var Birkir Kristinsson í banastuði en það dugði ekki í 3-1 tapi. Aftur minnkaði Ísland muninn þegar ungur strákur frá Sauðárkróki skoraði undir lokin. Eyjólfur Sverrisson átti eftir að koma aftur við sögu gegn Frökkum. Spólum nokkur ár fram í tímann þegar heimsmeistararnir mættu á Laugardalsvöll haustið 1998. Sextán ára bólugrafinn strákur mætti og fékk bolamyndir af sér með frönsku snillingunum. Einn á hótelganginum þegar Youri Djorkaeff og Zinedine Zidane koma gangandi í áttina til þín, hvað gerirðu? Jú, þú biður Djorkaeff um að taka myndina af þér og Zidane. Þeir hlógu.Eyjólfur Sverrisson hefur of komið við sögu í leikjum gegn Frakklandi.Vísir/Anton BrinkÞegar Frakkarnir hlógu Þeir voru ennþá hlæjandi þegar Jóhann Friðgeir kveikti í þeim með franska þjósöngnum. Stuðningsmenn fögnuðu hverju innkasti og fyrrnefndur Eyjólfur valdi sér góðan stað þegar markvörðurinn Fabian Barthez ætlaði í úthlaup. 1-0 fyrir Ísland, Rikki Daða með markið og í nokkrar mínútur vorum við á toppi tilverunnar. Skipti litlu þótt Frakkar jöfnuðu. Hvert innkast, bolti úr leik, var eins og mark fyrir okkur og jafntefli, toppað með kossi Ingólfs Hannessonar á þjálfarann Guðjón Þórðarson, var ígildi sigurs. Fyrir seinni leikinn í París, jú Stade de France, áttum við möguleika á að komast í lokakeppni EM 2000. Verkefnið var metnaðarfullt en á ótrúlegum kafla tókst okkur að jafna metin í 2-2, enn skoraði Eyjólfur, eftir að hafa lent undir 2-0. 3-2 tap varð staðreynd en í minningunni sigruðum við Frakka, allavega næstum því. Enginn svekkti sig á úrslitunum, þannig séð. Frammistaðan var stórkostleg. Þetta var þá. Frakkar eru vanir því að taka gull á heimavelli, gerðu það á EM 1984 og aftur á HM 1998. Þeir eru með afar sterkt lið og þrátt fyrir aðdáunarverða frammistöðu Íslands á enginn í Frakkaríki von á öðru en sigri á morgun. Þeir þykja líklegastir hjá verðbönkum til að standa uppi sem Evrópumeistarar en Íslendingar standa í veginum. Strákar sem hafa, ólíkt okkar fyrri landsliðum sem hafa náð jafnteflum, „næstum því unnið“ eða steinlegið, mikla trú á að þeir geti sigrað Frakka.Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa náð frábærum árangri með íslenska liðið.vísir/gettySeinni hluti ævintýrisins að hefjast Lars Lagerbäck var nýtekinn við þegar við komust í 2-0 gegn Frökkum í æfingaleik á franskri grundu 2012. Leikurinn tapaðist reyndar 3-2 en gaf vísbendingu um hvað væri í vændum undir stjórn Svíans. Við eigum frábærar minningar frá Stade de France, aðeins tíu daga gamlar, þegar okkar menn tóku Austurríki. Nú mæta strákarnir á sama stað, með enn meira sjálfstraust og klárir í að skrifa næsta kafla í EM-ævintýrið. Í Hollywood er alveg ljóst hvernig leikurinn á morgun færi. Strákarnir með sérstöku eftirnöfnin frá landi íss færast nær takmarkinu ómögulega og ekki gleyma „þið munuð aldrei vinna neitt“ ummælunum. Vonda liðið, með skúrkinn Rögnvald Reginskitu, mjakar sér líka áfram í úrslitaleikinn án þess að vinna leik í venjulegum leiktíma. Við erum komin í seinni hluta ævintýrisins hjá söguhetjunum, fótboltastrákum frá Íslandi, sem þjóðin trúir að geti gert hvað sem er eftir landvinningana undanfarnar vikur. Okkar menn, stolt Íslands. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. Atli Eðvaldsson skoraði með hælspyrnu undir lokin og minnkaði muninn í 2-1 í tapi gegn Eric Cantona, Jean Pierre Papin og fleiri stjörnum á Laugardalsvellinum þegar ég var átta ára. Leikurinn var í undankeppni EM 1992. Galdramaðurinn Atli með mark og eins marks tap eitthvað sem hægt var að vera nokkuð sáttur við. Í seinni leiknum í Frakklandi var Birkir Kristinsson í banastuði en það dugði ekki í 3-1 tapi. Aftur minnkaði Ísland muninn þegar ungur strákur frá Sauðárkróki skoraði undir lokin. Eyjólfur Sverrisson átti eftir að koma aftur við sögu gegn Frökkum. Spólum nokkur ár fram í tímann þegar heimsmeistararnir mættu á Laugardalsvöll haustið 1998. Sextán ára bólugrafinn strákur mætti og fékk bolamyndir af sér með frönsku snillingunum. Einn á hótelganginum þegar Youri Djorkaeff og Zinedine Zidane koma gangandi í áttina til þín, hvað gerirðu? Jú, þú biður Djorkaeff um að taka myndina af þér og Zidane. Þeir hlógu.Eyjólfur Sverrisson hefur of komið við sögu í leikjum gegn Frakklandi.Vísir/Anton BrinkÞegar Frakkarnir hlógu Þeir voru ennþá hlæjandi þegar Jóhann Friðgeir kveikti í þeim með franska þjósöngnum. Stuðningsmenn fögnuðu hverju innkasti og fyrrnefndur Eyjólfur valdi sér góðan stað þegar markvörðurinn Fabian Barthez ætlaði í úthlaup. 1-0 fyrir Ísland, Rikki Daða með markið og í nokkrar mínútur vorum við á toppi tilverunnar. Skipti litlu þótt Frakkar jöfnuðu. Hvert innkast, bolti úr leik, var eins og mark fyrir okkur og jafntefli, toppað með kossi Ingólfs Hannessonar á þjálfarann Guðjón Þórðarson, var ígildi sigurs. Fyrir seinni leikinn í París, jú Stade de France, áttum við möguleika á að komast í lokakeppni EM 2000. Verkefnið var metnaðarfullt en á ótrúlegum kafla tókst okkur að jafna metin í 2-2, enn skoraði Eyjólfur, eftir að hafa lent undir 2-0. 3-2 tap varð staðreynd en í minningunni sigruðum við Frakka, allavega næstum því. Enginn svekkti sig á úrslitunum, þannig séð. Frammistaðan var stórkostleg. Þetta var þá. Frakkar eru vanir því að taka gull á heimavelli, gerðu það á EM 1984 og aftur á HM 1998. Þeir eru með afar sterkt lið og þrátt fyrir aðdáunarverða frammistöðu Íslands á enginn í Frakkaríki von á öðru en sigri á morgun. Þeir þykja líklegastir hjá verðbönkum til að standa uppi sem Evrópumeistarar en Íslendingar standa í veginum. Strákar sem hafa, ólíkt okkar fyrri landsliðum sem hafa náð jafnteflum, „næstum því unnið“ eða steinlegið, mikla trú á að þeir geti sigrað Frakka.Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa náð frábærum árangri með íslenska liðið.vísir/gettySeinni hluti ævintýrisins að hefjast Lars Lagerbäck var nýtekinn við þegar við komust í 2-0 gegn Frökkum í æfingaleik á franskri grundu 2012. Leikurinn tapaðist reyndar 3-2 en gaf vísbendingu um hvað væri í vændum undir stjórn Svíans. Við eigum frábærar minningar frá Stade de France, aðeins tíu daga gamlar, þegar okkar menn tóku Austurríki. Nú mæta strákarnir á sama stað, með enn meira sjálfstraust og klárir í að skrifa næsta kafla í EM-ævintýrið. Í Hollywood er alveg ljóst hvernig leikurinn á morgun færi. Strákarnir með sérstöku eftirnöfnin frá landi íss færast nær takmarkinu ómögulega og ekki gleyma „þið munuð aldrei vinna neitt“ ummælunum. Vonda liðið, með skúrkinn Rögnvald Reginskitu, mjakar sér líka áfram í úrslitaleikinn án þess að vinna leik í venjulegum leiktíma. Við erum komin í seinni hluta ævintýrisins hjá söguhetjunum, fótboltastrákum frá Íslandi, sem þjóðin trúir að geti gert hvað sem er eftir landvinningana undanfarnar vikur. Okkar menn, stolt Íslands.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira