Auðvitað eru menn svekktir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2016 15:00 Eiður Smári Guðjohnsen er einn þeirra sem hafa oft sagst svekktir með að spila ekki en bera virðingu fyrir ákvörðunum þjálfaranna. vísir/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson segir að eðli málsins samkvæmt séu þeir leikmenn sem fá lítið eða ekkert að spila með landsliðinu á Evrópumótinu í Frakklandi svekktir. Annað væri óeðlilegt. Allir séu hins vegar að vinna að sama markmiði og stemningin í hópnum góð. „Þetta er hópur 23 leikmanna. Sumir eru ekki að spila, auðvitað eru menn svekktir. Ef ég væri ekki að spila þá væri ég svekktur,“ sagði Aron Einar á fundi með íslenskum blaðamönnum í dag. „Aftur á móti er þetta þannig hópur að það eru allir á sömu bylgjulengd, að róa í sömu átt.“ Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar Íslands, hafa stillt upp sama byrjunarliði í öllum fjórum leikjum Íslands til þessa. Sex leikmenn hafa komið inn af bekknum og fengið einhverjar mínútur og aðrir ekkert spilað. Sama er uppi á teningnum hjá öðrum þjóðum enda vitað mál að ekki myndu allir spila á mótinu, þjálfarar velja sitt sterkasta lið hverju sinni. „Þetta er þannig hópur. Þótt menn séu ósáttir og spili ekki, það er alveg eðlilegt. Aftur á móti kunna allir 23 að meta hvern annan. Ég held að það sé eitthvað sem við töpum aldrei,“ sagði Aron Einar. Hann segir mikilvægi þeirra sem minna spila jafnmikið og þeirra sem spili. „Það er keyrsla á æfingum, menn verða pirraðir hver á öðrum og tækla hvern annan. En það er allt í góðu. Þetta sýnir keppnisskap og þannig verður þessi hópur alltaf,“ segir landsliðsfyrirliðinn. „Vonandi sér kynslóðin sem kemur til með að taka við af okkur hvað við erum búnir að leggja inn í þetta og hvernig viðhorf við Íslendingar þurfum að hafa til að mynda fótboltalið.“ Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson segir að eðli málsins samkvæmt séu þeir leikmenn sem fá lítið eða ekkert að spila með landsliðinu á Evrópumótinu í Frakklandi svekktir. Annað væri óeðlilegt. Allir séu hins vegar að vinna að sama markmiði og stemningin í hópnum góð. „Þetta er hópur 23 leikmanna. Sumir eru ekki að spila, auðvitað eru menn svekktir. Ef ég væri ekki að spila þá væri ég svekktur,“ sagði Aron Einar á fundi með íslenskum blaðamönnum í dag. „Aftur á móti er þetta þannig hópur að það eru allir á sömu bylgjulengd, að róa í sömu átt.“ Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar Íslands, hafa stillt upp sama byrjunarliði í öllum fjórum leikjum Íslands til þessa. Sex leikmenn hafa komið inn af bekknum og fengið einhverjar mínútur og aðrir ekkert spilað. Sama er uppi á teningnum hjá öðrum þjóðum enda vitað mál að ekki myndu allir spila á mótinu, þjálfarar velja sitt sterkasta lið hverju sinni. „Þetta er þannig hópur. Þótt menn séu ósáttir og spili ekki, það er alveg eðlilegt. Aftur á móti kunna allir 23 að meta hvern annan. Ég held að það sé eitthvað sem við töpum aldrei,“ sagði Aron Einar. Hann segir mikilvægi þeirra sem minna spila jafnmikið og þeirra sem spili. „Það er keyrsla á æfingum, menn verða pirraðir hver á öðrum og tækla hvern annan. En það er allt í góðu. Þetta sýnir keppnisskap og þannig verður þessi hópur alltaf,“ segir landsliðsfyrirliðinn. „Vonandi sér kynslóðin sem kemur til með að taka við af okkur hvað við erum búnir að leggja inn í þetta og hvernig viðhorf við Íslendingar þurfum að hafa til að mynda fótboltalið.“ Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup Sjá meira